Jarðgöng sem gagnast fleirum

Á heimasíðu Samgönguráðuneytisins má finna eftir farandi frétt:

“Verkefnishópur skipaður af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skilað skýrslu um Seyðisfjarðargöng. Niðurstaða hópsins er að með hliðsjón af ávinningi samfélags og atvinnulífs á Seyðisfirði og Austurlandi í heild sé vænlegast að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar með jarðgöngum undir Fjarðarheiði og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar annars vegar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar hins vegar á síðari stigum. Slík hringtenging færi samfélaginu á Austurlandi miklar samgöngubætur.”

Þetta er nú svo sem gott og blessað, að loks eftir áratuga baráttu, sjái til í lands með samgöngubætur til Seyðisfjarðar.  Ljóst er að þessi útfærsla hefur verið sumum stór biti að kyngja og því hefur þurft að gefa einhver sleipiefni til að fá þessa útfærslu til að renna ljúflega.

Mikið verk er framundan að hanna endanlega útfærslu og því er tímabært að kom á framfæri hugmyndum um útfærslu, sem henta mundi heildinni best, án þess að kvika frá megin stefi um úrbætur til Seyðisfjarðar.

Meðfylgjandi er tillage að fyrirkomulagi, sem henta mundi meirihluta íbúa Austurlands best, að mati síðuhafa (sjá mynnd).

  1. Seyðfirðingar fengu sín langþráðu göng
  2. Einangrun Mjóafjarðar yrði rofin með göngum út úr þeim göngum
  3. Í fyllingu tímans yrðu grafin göng undir Eskifjarðarheiði

Með því að grafa hliððargöng út úr Seyðisfjarðagöngum sparest einn vegskáli.  Á Vestfjörðum eru þríarma göng á milli Ísafjarðar, Suðureyrar og Flateyrar.  Ekki er annað vitað að þetta fyrirkomulag hafi reynst prýðilega.

Auk þess að spara einn vegskála við gangagerð til Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar, væri hægt að stytta verktíma verulega með því að vinna sig inn frá Mjóafirði og grafa þaðan í sitthvora áttina.  Með þessar útfærslu væri loftræsting jafnframt betri í öllum göngunum og auk þess væri komin flóttaleið úr göngunum, ef til þess kæmi að rýma þau og mun skemmri tíma gæti tekið að koma þeim í gagnið.

Göng undir Eskifjarðarheiði væri mun meiri samgöngubót fyrir þorra íbúa Austurlands, en aðrar lausnir sem eru í spilunum.  Nánast sama vegalengdin er frá Egilsstöðum og að Álveri Alcoa á Reyðarfirði og greiðari leið um hávetur að fara þar á milli, en að fara um Fagradal.  Hagstæðast yrði þetta fyrir Eskfirðinga að komast til Héraðs t.d. að komast í flug.  Lítið lengra er fyrir Norðfirðinga að fara sömu leið, - í langþráða ferð til Héraðs.

Fyrir Reyðfirðinga og þá sem á Suðurfjörðum búa, er þetta einnig varaleið, þegar válind veður herja á Fagradal.

AustfjarðagöngSamtals yrðu þetta um 25 km, eða svipuð vegalengd og bráðabirgða útfærsla um jarðgöng, sem kynnt var á dögunum og trúlega jafnframt eitthvað ódýrari. 


Bloggfærslur 24. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband