Geta menn lært af reynslunni eftir tvö skipti.

Maður einn fór í partý með félögum sínum og þar var gleððskapur mikill og mikið drukkið af sterkum drykkjum.  Þegar fjaraði undan gleðskapnum fóru menn að tínast heim.  Vinur okkar settist upp í sinn einkabíl og ók heim eins og leið lá og komst áfallalaust heim án þess að valda tjóni.

Nokkru síðar var annað partý og allt fór á sömu leið, - nema. Á leiðinni stoppaði löggan hann, sem hafði það í för með sér að hann þurfti að láta bílinn eiga sig í þrjá mánuði.  Það var erfiður tími, sér í lagi vegna þess að hann var atvinnubílstjóri.

Ekki leið á löngu að flautað var í þriðja partýið og okkar vinur fékk skutl þangað.  Nú brá svo við, að í þessu þriðja partýi, afþakkaði félaginn alla sterka drykki.  Auðvita var veist að honum af félögunum og reynt að koma víni inn fyrir hans varir.  En hann sat við sinn keyp og drakk ekkert sterkara en Pepsí.

Þetta segir manni það, að þó gerðar séu tvær skyssur er engin nauðsyn að gera þá þriðju. 

Sumir a.m.k. læra af reynslunni.


Bloggfærslur 17. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband