Blaðamaðurinn sem sagði of góðar sögur....

....er fyrirsögn á RÚV. http://www.ruv.is/frett/bladamadurinn-sem-sagdi-of-godar-sogur

"Rúmlega þrítugur blaðamaður á þýska tímaritinu Der Spiegel, Claas Relotius, bætti við efni þegar hann fann ekki það sem hann vonaðist eftir. Ýmsir hafa bent á að viðleitni Relotius sýni alltof mikla viðleitni fjölmiðla að búa til góðar sögur úr öllu efni."

Er ekki þetta alveg rétta starfslýsingin fyrir fréttamann á RÚV. 

Af hverju er maðurinn ekki ráðinn á stundinni til RÚV?


Dómstóll götunnar byggir aftökupall.

Fyrir nokkrum árum varð allt vitlaust vegna þess að hundurinn Lúkas vafraði heiman frá sér.  Samsæriskenningar fóru í loftið og stórir hópar af Net-hýenum skriði úr fylgsnum sínum og fundu blóraböggul og vægt til orða var sá dæmdur út í ystu myrkur, fyrir að hafa fyrirkomið Lúkasi.  Nokkrum vikum kom Lúkas í leitirnar, að vísu hrakinn eftir sjálfskipaða útivist.

Styttra er síðan tveir einstaklingar voru úthrópaðir fyrir alvarlegt og mjög ósæmilegt athæfi gagnvart konum.  Svo rammt kvað að, að hópur fólks sá sig tilneyddan til að safnast saman og standa fyrir háreysti fyrir framan lögreglustöðina í Reykjavík.  Hvað gerðist?  Ekkert kom fram sem studdi þesar dylgjur, sem tröllriðið hafði samfélaginu af Net-hýenum og öðrum fáráðum.

Enn höggva menn í sama knérum.  Þó tilefnið væri ærið, þurfa Net-hýenur samt að róa sig niður.  Margt af því sem í netheimum birtist, er síst betra, en það sem menn hneykslst á. Magnað er að ef einhver er nægjanlega aumur samfélagsþegn, má sá hinn sami fara á skjön við lög þessa lands.  Ekki má heldur upplýsa hvernig allt þetta ferli hófst og hvort rangt hafi verið haft við.

Er það ekki tvískinnungur í sinni dimmustu mynd, að vilja ekki upplýsa um hvort eitthvað verulega ólöglegt hafi átt sér stað á Klausturkaffi?

 


mbl.is Fylgi Miðflokksins helmingast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband