Hvers vegna heitir Hvassahraun, - Hvassahraun?...

...Er það vegna þess að þar er alltaf logn?

Annað kemur upp í hugann.  Er alltaf til peningar til að skipa nýjar og nýjar nefndir?  

Dettur í þessu samhengi í hug sagan af manninum sem vildi fara í golf, en konan vildi fara og heimsækja ættingja austur fyrir fjall.

- Já og hvernig leystir þú málið? spurði vinur hans á golfvellinum.

- Ja, sko, við hjónin köstuðum upp á það, sagði kunninginn

- Ég sé að þú vannst í þetta sinn.

- Það gekk nú ekki þrautalaust, ég varð að kasta upp á því nítján sinnum.

------------------

Hin hliðin á flugmálum Íslandssögunar er all sérstök.  Fyrir utan hve sammála menn eru að byggja upp Keflavíkurflugvöll, er annað upp á teningunum þegar kemur að hinum flugvöllunum.  Reykjavíkurflugvöllur einn sker sig úr og er óvelkominn innan hreppsmarka borgarinnar nú um stundir a.m.k., öfugt við flugvelli á landsbyggðinni.  Þar vilja allir fá einn til sín, helst millilandaflugvöll, ef flugtíðnin innanlands fer upp fyrir fimm ferðir í viku.  Þá gildir það eitt að sá fær sem hæst bylur.

Merkilegt er svo að verða vitni að því að ekki er til fjármagn til að klára það sem þó er komið í fullan rekstur.  Viðhald er með því móti, að forstjóri ISAVIA hefur gefið það út, að með þessu áframhaldi þarf að loka flugvöllum, sem eru í bullandi rekstri, vegna vöntunar á fjármagni við að sinna eðlilegu viðhaldi.  Ljóst er, að ekki sé hægt að endurnýja nauðsynlegan aðflugsbúnað og gera við flugbrautir svo ekki sé minnst á aukið mannahald á flugvöllum landsbyggðarinnar.

Hvernig stendur á því að stefnu vantar í ríkisrekstri.  Þetta á ekki við um flugvelli eingöngu.  Sjúkrahús eru í vandræðum, löggæslan á heljarþröm, svo eitthvað sé nefnt.

Það er áberandi að hvergi er hægt að forgangsraða af neinu viti. Það er verið að taka upp allskonar greinar frá ESB, en svo fylgir gjarnan böggull skammrifi.   Flestar greinar kosta nefnilega peninga.  Hlaupið er blint eftir tilskipununum, án þess að átta sig á því að það kostar og það enga smáaura.  Sjaldnast er reynt, hvað þá meira, að fá undanþágur vegna aðstæðna, þó þau gefi fullt tilefni til þess vegna legu Íslands.

Aftur að fluginu.  Þó ég sé ekki hrifin af nefndafargani, tel ég einsýnt að kjósa verði þverfaglegan starfshóp, til að fara ofan í sumana á flugmálum íslendinga.  Þessi nefnd þarf að vera skipur erlendum sérfræðingum, sem geta hlutlaust horft yfir sviðið og gert sitt mat á þörfinni fyrir flugvöll. Skoða þarf aðstæður í landslaginu (fjöll og aðrar hindranir), hvar sé vit í að koma fyrir ILS-aðflugsbúnaði og fara ofan í saumana á veðurfarslegum þáttum, þannig að sem fæstir flugvellir verði á sama veðursvæðinu.

Því fyrr sem Alþingi tekur sér tak og skipar slíka nefnd, því heppilegra umhverfi fáum við í flugmálum og fjármunum verður varið þannig, að þeir skili sér í lágmarks rekstrarkostnaði fyrir samfélagið allt.

 


mbl.is Fullkanni flutning í Hvassahraunið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband