Mikið er ég sammála Steingrími.

Ef einhver axlar ábyrgð, er það vel.  Fleiri þingmenn mættu í því sambandi hugsa sinn gang.

 


mbl.is „Hörmung að horfa upp á“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá yðar sem syndlaus er.....

Ummæli þingmanna dæma sig sjálf.  Það er morgunljóst og þeir sjálfir hafa skaðað mannorð sitt, sem erfitt verður fyrir þá að byggja upp aftur.  Ekki dettur mér í hug augnablik að verja þessa framúrkeyrslu þeirra á almennu siðferði eða skynsamlegri umfjöllun á öðru fólki.

Hitt er hinsvegar athyglivert, sem ekki er fjallað um í fjölmiðlum:

- Hvernig má vera að samtöl milli manna kemst í hámæli og hvaða tækni er beitt til að taka þau upp?

- Hvernig stendur á því að ekki stafkrókur kemur um þann vinkil, er þetta ekki gróflegt inngrip í persónuleg samskipti fólks, - þ.e. persónunjósnir?

- Hvernig á að taka á því?

- Er líklegt, að þeir sem hvað mest hneykslast á þessu ölvunarrausi,  hafi aldrei, drukknir eða ódrukknir, talað illa um nokkurn mann?

- Hvað með Steingrím J Sigfússon?  Er vandlæting hans hrein og bein? 

Sjálfur er ég ekki það skyni skorpinn, að ég viti ekki upp á mig skömmina að kríta liðugt þegar talað er um aðra.  Stundum er það í fúlustu alvöru og stundum er það í hálfkæringi. 

Vandamálið er hins vegar það, að það kann að reynast erfitt fyrir þann sem hlustar, - að greina þarna á milli. 


mbl.is Skammarleg viðhorf til kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband