Raðfréttir mbl.is um stóra ILS-málið á Akureyri

Það er viðtekin venja að fjalla mikið um mál, sem tengjast atburði eða atburðum líðandi stundar.  Þá er fjallað um þau á öllum fjölmiðlum og hver og einn fréttamaður reynir að nálgast málið á sinn hátt og velta upp mögulegum og ómögulegum vinklum málsins, - þ.e. segja sannleikann.

Það sem vekur athygli, að tvö fráhvörf þotu í millilandaflugi á Akureyri, vekur litla sem enga athygli nema í mbl.is, jafnvel fyrir þau miklu tíðindi, að níu farþegar komust ekki sína leið þann dag. Ekki er minnst á það einu orði, hvers vegna ekki var notast við   ILS- eða LLZ-búnaðinn til aðflugs í hina áttina, úr suðri. Ekki var annað að sjá, að það væri flugtæknilega gerlegt á þessum tíma.

Í þessum raðfréttum mbl.is, virðist það eitt vera markmið, að kalla eftir ILS-búnaði á 19 á Akureyrarflugvelli (úr norðri), en ekki reynt á nokkurn hátt að fá álit sérfræðingu um nauðsyn þess.  

Pólitískir réttrúnaðarkúskar eru ekki sérfræðingar í ILS-búnaði, þó þeir hafi að sjálfsögðu sama rétt og hinir að hafa skoðun.  Merkilegtast við öll þessi skrif, að hversu djúpt er á öðru sjónarhorni en ILS-búnaðar-vöntun hjá raðfréttaritaranum.

Til dæmis var fundur ISAVIA um flugmál, á slóðinni: https://www.isavia.is/frettir/innanlandsflug-a-timamotum-%E2%80%93-morgunverdarfundur-isavia/1680

Högni Ómarsson flugstjóri er þar á tímalínunni 2:21:30 með áhugavert innskot, sem hvergi hefur veriið birt.  Þar dregur hann í efa að ILS-búnaður hefði einhverju bjargað í síðasta tilfellinu á Akureyrarflugvelli.

Ég leyfi mér hér með einnig að setja inn tvær leikmannafærslur Þórhalls Pálssonar af Facebock.

 

image002image007


mbl.is Verði búin blindflugsbúnaði í október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband