Færsluflokkur: Mannréttindi
22.8.2022 | 09:54
Lúxusvandamál
Magnað að geta hangið langt fram á nótt við að skemmta sér og vera svo að fara á taugum þegar ekki stoppar strætisvagn vegna þess að hann er fullur af fólki. (Börn í barnavögnum er líka fólk).
Grenjandi lýðurinn vælir eftir ókeypis fari, lýðurinn sem í annan tíma er ekki að nýta þennan valkost.
Það er lúxusvandamál að:
- börn búi í sveitafélaginu
- vegakerfið sé boðlegt börnum til að fara í skóla
- hafa almenningssamgöngur
- fá frítt í strætó
Slíkur munaður er ekki í boði fyrir alla landsmenn.
Barnavagnar hafi fyllt vagnana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2021 | 09:33
Þetta er náttúrulega alveg skelfilegt- - -
...þegar fólk þarf að fara út á land til að fá lögboðna þjónustu. Það er líka stórfrétt.
Fyrir okkur á landsbyggðinni er þetta ekki-frétt því nær alla þjónusta sérfræðinga þurfum við að sækja til Reykjavíkur.
Svona eru vandamálin mis alvarleg eftir af hvaða hóli er horft og fréttamatið líka.
Kallar eftir breytingum á meingölluðu kerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.11.2021 | 20:32
Egilsstaðaflugvöllur: Starfstöð fyrir þyrlur Landhelgisgæslunnar
Austurland er lengst frá bestu sjúkrahúsum landsins, en til þess að gera stutt frá siglingaleiðum frakt- og farþegaskipa til og frá landinu. Norræna kemur vikulega til Seyðisfjarðar. Allt flug frá Evrópu til Íslands er út af Austurlandi. Oft hefur verið bent á að sjúkraflug með þyrlum sé ekki heppilegt um langan veg, en til björgunaraðgerða á slysstað er ekki til betri tækni en þyrlur. Þá er frábært að koma slösuðum frá vettvangi slysa á næsta byggða ból til aðhlynningar og þaðan á hraðfleygum flugvélum á viðeigandi stofnun, oftast sjúkrahús í Reykjavík.
Á Austurlandi er búið að hagræða svo í heilsugeiranum að til óheilla horfir og nánast ekki hægt að tala um neina bráðaþjónustu í fjórðungnum, sem stendur undir því nafni. Nokkur dæmi er hægt að nefna, þar sem bjarga hefði mátt mannslífum, ef þyrla hefði verið staðsett á Egilsstaðaflugvelli.
Rökstuðningur um að staðsetja þyrlu á Egilsstöðum var sett fram í Morgunblaðinu 3.3.2008 og er enn í fullu gildi. Ekkert hefur þokast í lausn á þessu máli og ekki verður lengur unað við að þumbast við eins og staðið hross.
Við viljum starfsstöð fyrir þyrlur Landhelgisgæslunnar á Egilsstöðum, - STRAX.
https://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/2264892/
Freyja fékk góðar móttökur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.11.2021 | 20:59
Akureyri 2026. Verður lausaganga músa bönnuð?
Innlent | mbl | þriðjudagur 3.11.2026 | 14:50
Ljóst er að árið 2025 hefur verið Akureyringum þungt í skauti, en í dag er eitt ár frá því að lausaganga katta tók gildi, en það var samþykkt síðla árs 2021 af bæjarstjórninni. Engu er líkara en músafaraldur hafi stungið sér niður í bænum og ekki er þverfótað fyrir haga- og húsamúsum um allan bæ. Mýsnar skriða inn um allar rifur og taka yfir öll rými í bænum, þar sem kettir eru ekki á heimilinu.
Meindýraeyðar vita ekki sitt rjúkandi ráð. Matvæli í verslunum bera þess glögg vitni að þar hafa nagdýrin farið um og nartað í flest það sem er á boðstólunum. Ekki geta þau tekið einn ávöxt eða einn kexpakka og étið hann upp til agna. Nei aldeilis ekki, þessi kvikindi þurfa að smakka á öllu, eins og það sé einhver munur á innihaldi þegar um sömu vöru er að ræða. Dömubinda pakkar eru kjörnir fyrir hreiðurgerð músa og í stað túrtappa var mús rétt lent í blóðugum aðstæðum, en gat forðað sér á ögurstundu.
Ekki er þá öll sagan sögð, því verslanir sem selja föt eru eingöngu með götóttum flíkum og í vefnaðarvöruverslunum hafa mýs byggt sér fjölbýlis- og raðhús inn um alla efnastrangana fulla af hoppandi, skríkjandi og skoppandi músaungum. Svo tók steininn úr þegar kartöflumús lá útglennt á diski bæjarstjóra í hádeginu í gær.
Fuglar flögra einnig um allt í stórum flokkum og eru að langt komnir að skíta bæinn í kaf. Fólk lætur ekki bjóða sér þetta ástand lengur og er að flýja bæinn umvörpum vegna ástandsins.
15:50 Fréttin hefur verið uppfærð:
Nú stendur yfir neyðarfundar bæjarstjórinnar um hvort setja á bann við lausagöngu músa.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)