Benedikt V. Warén

Benedikt V. Warén

Fæddur á Fljótsdalshéraði, nánar tiltekið á Eiðastað árið 1951 og hefur búið á Egilsstöðum meiri hluta ævinnar.  Foreldrar Vilhjálmur Sigurbjörnsson frá Gilsárteigi og Inga Maria Warén frá Åggelby í Finnlandi.  Þau eru bæði látin.

Eiginkona er Sigríður Friðný Halldórsdóttir frá Eskifirði.  Foreldrar hennar voru Halldór Friðiksson og Þóra Magnea Helgadóttir, Lögbergi Eskifirði.  Synirnir okkar eru Halldór, Konráð Alexander og Vilhjálmur.  Barnabörnin búin að fylla fyrsta tuginn.  Glæsilegur hópur.

Er rafeindavirki að mennt, vinn hjá ISAVIA ohf á Egilsstaðaflugvelli, starfsstöðin er flugturninn.  Hef einkaflugmannspróf og hef yndi af því að fljúga um loftin blá í góðu veðri.

Við hjónin erum að koma okkur upp litlu koti utan við Eskifjörð í Helgustaðahreppi, í landi Högnastaða, ættaróðali frúarinnar.  Við höfum nefnt það Högnastaðagerði.


Búinn að koma okkur upp skjóli í Finnlandi.  Það er húsbíllinn okkar IngMar, sem ég og systir mín eigum.  Á honum erum við búin að skanna landsvæði formæðra og forfeðra minna og kynnst landi og þjóð af eigin raun. 


Fékk lítinn bát gefins.  Álbátur með 7hp mótor sem nefnist Höyer í höfiðið á fyrrverandi eiganda og kunningja mínum.  Flugvélin er svo í sigti

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Benedikt V. Warén

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband