Press nine for Iclandic

Um daginn þegar við hjónin vorum að undirbúa ferð utan til Noregs, þurfti að hringja í nokkra staði, sem seldu gistingu.  Það að hringja er vegna þess að persónuleg samskipti eru okkur meira að skapi en ópersónuleg Booking samskipti á erlendu máli. 

Það vantaði ekki að við fengum átakalítið samband við talvél, sem kynnti staðinn sem hringt var í og allt í fína með það, - allt á skýrri íslensku.  Þá var boðið upp á að þrýsta á númer til að fá valdar deildir til að leysa málin.  Sú upptalning endaði á „ veljið níu fyrir ensku“. 

Þá valdi maður númer, sem kynnt var til sögunnar um „upplýsingar“, - ekki níu.  

„How can I help you?“ 

Obbbobb.... ég taldi mig hafa valið íslensku og byrjaði spurningu mína á því máli.

„Sorry, I only speak English“

Þar sem þetta var oftar en ekki framvindan frá hringingu til lausnar, legg ég til að allir, sem ekki geta staðið undir því að vera með Íslensku sem aðalmál í símaafgreiðslu sinni, romsi öllu upp á ensku og endi síðan og fullkomni undirlægjuhátt sinn:

„Press nine for Icelandic“


Bjúrókratasyndromið virkjað

Það þarf að þvinga löggjafann til að setja um þetta lög, þar sem fyrsta greinin verði að sá sem ætlar að setja á stofn einhverja starfsemi, í upp komnu húsnæði, beri að senda inn tilkynningu til bæjarfélagsins/borgarinnar um eðli starfseminnar.

Lögn segi til um hve langan fyrirvara þarf á slíkri tilkynningu eftir umfang verkefnisins.

Eftir þann tíma, segir lögin tiltaka og sannanlega er liðin frá því að stjórnvald hefur móttekið erindi framkvæmdaaðila og höfnun á starfseminni er ekki fyrir hendi, getur uppbygging hafist.

Fyrir þann sem ætlar að hefja starfsemi skal vera aðgengileg tenging við kröfur um þá starfsemi sem hefja skal. Þar sé hægt að prenta út lista með kröfum sem sem gerðar eru til starfseminnar.

Fyrir tiltekinn tíma í lögum um opnun starfseminnar, skal framkvæmdaaðili skila inn gögnum um að búið sé að uppfylla kröfur yfirvalda um starfsemina.

Áður eða eftir að starfsemin er hafin geta yfirvöld sannreynt hvort unnið sé samkvæmt reglugerðum og þá brugðist við.

Ekki þarf formlegt leyfi frá yfirvöldum um opnun, nema þau komist að því að ekki hafi verið farið að lögum. Þá er hægt að banna starfsemina þar til bætt hefur verið úr.


mbl.is Þriggja mánaða bið hjá Starbucks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Adam á evuklæðunum?

Alltaf vaknar maður upp í nýjum heimi með nýjan veruleika.

Maður sofnar í heimi þar sem Adam kom fram á "adamsklæðunum" og Eva á "evuklæðunum" og vaknar í nýjum heimi þar sem þau hafa víxlað klæðum.  

En tæknin gefur vissulega færi á því, þó fréttin sé ekki helguð þeirri aðgerð.

Þessi frétt fellur frekar í hólf vaxandi hraðfrétta, sem eru ekki yfirlesin áður en þær er birtar.


mbl.is Á adamsklæðum í hundruðum líkamsleita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ert þú til í að lána ókunnugum VISA-kortið þitt?

Ekki er hægt annað en að velta fyrir sér hve bláeygir menn geta verið þegar kemur að bókun 35 frá EES/ESB.  Þó að sumt sem þaðan kemur sé með vitrænum blæ, þá skyggir það hressilega á hvað jarðtengingin hjá þeim er oft lítt tengd raunveruleikanum.

Hvað segir þú um að ferðast á rútu eða með járnbrautalest milli Íslands og Evrópu.  Það var ekki annað að skilja en þeim (EES/ESB) sé full alvara í þeim efnum og þess vegna væri rétt að skattleggja flug- og skipafélög með því að selja þeim losunarheimildir.  

Það bætist ofan á óskilgreindann kostnað upp á 77 milljarða til loftslagsmála í ílla sklgreind verkefni, sem engu hafa skilað í að bæta loftslagsmálin. 

Hvað með orkupakka tvö og þrjú.  Hverju hefur hann skilað inn í okkar litla hagkerfi annað en hærra orkuverði, sem mun bara versna fyrir landsmenn.

Hvað eru þingmenn oft tilbúnir að láta ræna sjóði almennings um hábjartan dag af fagurgala kerfiskarla í Evrópu. 
  

"Þór­dís Kol­brún Reykjfjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra sagði í sam­tali við mbl.is í mars [2023] að fyr­ir­huguð lög­gjöf ESB um los­un­ar­heim­ild­ir á flug­ferðir væri stærsta hags­muna­mál Íslands frá upp­töku EES-samn­ings­ins. að það væri vænlegur kostur og þá væri í lagi að setja á los­un­ar­heim­ild­ir á flug­ferðir"

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/05/16/von_der_leyen_island_faer_undanthagur/

Hvað veldur því að EES samningurinn er í hættu nú, 33 árum eftir samþykkt hans. EB samþykkti á sínum tíma samninginn, eftir afgreiðslu Alþingis, án bókunar 35. Hvað hefur breyst?

https://noldrarinn.blog.is/blog/noldrarinn/entry/2314811/

Oft hefur það verið nefnt að bókun 35 sé ekki íþyngjandi.  Erfitt er að trúa því og ef málin eru ekki án nokkurs vafa, er þá ekki bara best að sleppa að samþykkja slíkt?

Þeir sem eru til í að lána ókunnugum VISA-kortið sitt eru vafalaust þeir sömu og vilja afhenda ókunnugum fjöregg þjóðarinnar.  Ef ekki, væri þá ekki réttast að hugsa sinn gang.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Vilji til að afgreiða bókun 35
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverra hagsmuna eru kjörnir fulltrúar í Múlaþingi að gæta?

Málsnúmer 202504148

Umhverfismatsskýrsla Kerfisáætlunar 2025-2034 lögð fram til kynningar.
 
Áheyrnarfulltrúi M-lista (BVW) leggur fram eftirfarandi tillögu:

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings, samþykkir að leggja til að sveitarstjóri Múlaþings, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, leggi ríka áherslu á það við Jóhann Pál Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, að nýta núverandi raforku á Austurlandi og þá aukningu á raforku sem verði aflað í fjórðungnum, til styrktar atvinnulífi Austurlands.

Fiskvinnslan þarf trygga raforku svo ekki þurfi að kynda bræðslur með olíu og mikilvægt er að geta afhent farþegaskipum rafmagn við landfestar svo þau þurfi ekki að menga umhverfið í þröngum fjörðum á Austurlandi.

Benda má jafnframt á, að dreifikerfi Landsnets á Austurlandi er orðið eitt best búna dreifikerfi Landsnets með umfram burðagetu og enn er Landsnet að vinna að styrkingu dreifikerfisins í fjórðungunum til að mynda með tengingu Fljótsdalslínu við tengivirkið á Hryggstekk. Það má því hæglega afhenda mikið magn orku (allt að 50 MW) við tengivirkið í Hryggstekk og jafnvel við Eyvindrá einnig.

Það hlýtur að vera þjóðhagslega hagkvæmt að nýta orkuna við þessa tengipunkta fremur en að flytja hana vestur eða suður á land, með mun kostnaðarsamri styrkingu dreifikerfis frá Kröflu að Blöndu. Slíkur "langflutningur" mun einnig auka á töp í kerfinu. Auk þess leggur M-listinn til, að sveitarfélagið geri það sem í þeirra valdi stendur að upplýsa hugsanlega orkukaupa um þessi innviðagæði á Austurlandi og þá sérstaklega um gæðin í Múlaþingi.

Í aðdraganda framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun var ítrekað rætt um að Austurland hefði forgang að raforkunni og tímabært að standa nú við gefin fyrirheit, rúmum aldarfjórðungi frá því að þau voru gefin úr ræðustól Alþingis af Valgerði Sverrisdóttur Iðnaðarráðherra, þann 08. apríl 2002. „Ég hef haldið því fram og get ítrekað það hér að orkan sem verður til við virkjun þessara vatnsfalla verður nýtt á Austurlandi.“

Tillagan var felld með 7 atkvæðum.
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður B-lista
  • Sylvía Ösp Jónsdóttir varamaður D-lista
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður D-lista
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður L-lista
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður B-lista
  • Þórunn Hrund Óladóttir aðalmaður V-lista
  • Pétur Heimisson aðalmaður V-lista

Benedikt V Warén áheyrnarfulltrúi með málfrelsi og tillögurétt, ekki atkvæðarétt bókaði eftirfarandi:

Það er athyglivert að sveitastjórn Múlaþings hafi ekki þann metnað, fyrir hönd íbúa sinna, að nýta þá möguleika sveitarfélagsins til atvinnuuppbyggingar og öflun tekna fyrir það. Hverra hagsmuna eru kjörnir fulltrúar í Múlaþingi að gæta?

 
 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband