Skattheimtumenn ISAVIA

Egilsstaðaflugvöllur hefur verið aðalflugvöllur fyrir Austurland síðan 1952, en þá vék eldri grasflugbraut fyrir malarflugbraut á bökkum Eyvindarár. Stórum áfanga var náð 1993, þegar nýr malbikaður flugvöllur á Egilsstöðum var tekinn í notkun. Með þeim endurbótum, urðu til nýir og spennandi möguleikar á margskonar notkun flugvallarins fyrir Austurland allt. Öll loforð um akbrautir og stæði hafa verið vanefnd í áraraðir.

Hins vegar er hægt að fara snöggt í skattheimtu vegna bílastæða. Það gerist eins og hendi sé veifað þó stór hluti bílastæðisins, við Alþjóðaflugvöllinn á Egilsstöðum, sé möl og undir vatni í bleytutíð. Vanalega eru framkvæmdir við flugvelli á fjárhagsáætlun Alþingis. En, - öfugt við hina tvo alþjóðaflugvelli Íslands, er allt í einu þörf á að fjármagna framkvæmdir við Alþjóðaflugvöllinn á Egilsstöðum, - með betli. Þeir sem hafa einhverja glóru um skiptingu þess fjármagns, sem verður til á Íslandi, vita að Austfirðingafjórðungur leggur til mun meira fjármagn til ríkisreksturs en kemur til baka til Austurlands í verklegar framkvæmdir.

Lítið aðlaðandi fyrir farþega með farangur. Malborið bílastæði með pollum í bleytutíð og án ljósastaura.

Áætlanir ráðamanna Isavia voru að hefja skattlagningu, eingöngu vegna bílastæða á Alþjóðaflugvellinum á Egilsstöðum. Það hefur væntanlega verið gert til að Austfirðingar hefðu forgang á þá sérstöku upplifun að greiða skemmtanaskatt. Rúsínan í pylsuendanum var að upplifa skattinn við það eitt að skjótast út á flugvöll að ná í frakt. Það er ekki séns að Austfirðingar átti sig á því í hverju sú jákvæða upplifun á að vera fólgin, að láta féfletta sig.

Eftir kröftug mótmæli heimafyrir, var dregið úr ýtrustu skattheimtu Isavia. Fallið var frá því að innheimta skattinn við að skjótast á flugvöllinn, vegna flutningsþjónustu Flugleiða og voru frímörk skattleysisins rýmkuð í fimm klukkustundir. Jafnframt var samþykkt að hefja ekki innheimtu skattsins fyrr en að hægt væri gera slíkt hið sama á Reykjavíkurflugvelli og Alþjóðaflugvellinum á Akureyri.

Auk þess að Austfirðingar búi við skerta heilbrigðisþjónustu, þurfa þeir að taka á sig hagræðinguna, sem búið er að koma á í nafni hagkvæmni stærðarinnar og býr umdæmissjúkrahúsið í Neskaupstað við alvarlegt fjársvelti af þeim sökum. Stór hluti heilbrigðisþjónustunnar er þar með komin á þjóðvegakerfið og flugleiðir til borgarinnar. Það bitnar harkalega á þeim sem þurfa á þjónustunni að halda. Þar er vinnutap ekki inni í EXCEL-skjali heilbrigðisyfirvalda og fellur því af fullum þunga á sjúklinginn. Þá skiptir engu hvort tafir verði í flugi vegna áhafnaskorts, bilana eða veðurs.

Svona skattlagning er grímulaus atlagan að fólki sem býr á Austurlandi. Það fólk er þátttakendur í sameiginlegum rekstri ríkisins með vinnuframlagi sínu. Eiga þeir skertan rétt þegar kemur að þjónustu ríkisins? Er umrædd skattheimta með vilja og vitund ríkisstjórnarinnar?

Nú skil ég loksins hvað Isavia á við með bættri ferðaupplifun. Innifalið í bílastæðagjaldinu er nefnilega veiðileyfi á leirgeddurnar í drullupollunum á bílastæðum á Egilsstaðaflugvelli.

Verður Vegagerðin næsta ríkisfyrirtækið, sem kemur til með að nýta sér þessa sérstæðu skattaglufu? Gæti Vegagerðin farið að rukka inn veggjöld vegna Fjarðarheiðaganga til að vegfarendur fái þá sérstöku upplifun að borga fyrir aðgang að göngum en þurfa samt sem áður að fara yfir Fjarðaheiðina í blindbyl þar til búið er að fjármagna göngin?

Hvort þarf fimm háskólagráður til að skilja svona fíflagang eða þrjá Bakkabræður?

Meðfylgjandi myndir sýna hvað Isavia er að fara að rukka fyrir. Bílastæðin eru búin að vera óbreytt í 33 ár. Upplifunina geta lesendur getið sér til um.


Bílastæðagjöld á Akur­eyri og á Egils­stöðum

https://www.visir.is/g/20242577953d/bilastaedagjold-a-akureyri-og-a-egilsstodum
 
Ingibjörg Isaksen skrifar 30. maí 2024 14:45
 
Síðustu misseri hef ég bæði í greinum og í fyrirspurnum á Alþingi lýst áhyggjum mínum af síhækkandi verði á innanlandsflugi síðustu misseri. Flugsamgöngur innanlands skipta þá sem búa á landsbyggðinni miklu máli og mikilvægt er að þær séu raunhæfur kostur fyrir þá sem þar búa. Enn á ný berast fregnir af aukinni gjaldtöku sem mun nú fyrst og fremst verða íþyngjandi fyrir íbúa landsbyggðarinnar, það er gjaldtaka á bílastæðum við flugstöðvarnar á Akureyri, Egilsstöðum og Reykjavík. Nógur er kostnaðurinn nú fyrir.

Landsbyggðarskattur?

Búið er að setja upp bílastæðakerfi með aðgangsstýringu sem les bílnúmer og stefnt er að því að hefja nýtingu þess á næstunni. Markmiðið er sagt vera að bæta gestum þjónustu og ferðaupplifun, sem er verðugt markmið, en mikilvægt er að gjaldtakan sé hófleg og komi ekki á sama tíma niður á notendum þjónustunnar.

Samkvæmt gjaldskrá eru fyrstu fimm klukkustundirnar fríar en gert er ráð fyrir að dagurinn muni kosta 1750 kr. Þess ber að geta að þeir einstaklingar sem ætla að nýta sér innanlandsflug t.d. vegna heilbrigðisheimsóknar ná í flestum tilfellum ekki fram og til baka á innan við fimm klukkustundum. Fyrstu sjö dagana er gert ráð fyrir að dagurinn muni kosta 1750 kr. næstu sjö daga á eftir 1350 kr. og svo 1200 kr. hver dagur eftir 14 daga. Kostnaður vegna skemmri ferða getur því orðið töluverður, og bitnar einna helst á þeim sem búa utan Akureyri eða Egilsstaða og þurfa að keyra lengri leið á flugvöllinn. Þá þarf að huga að hvernig gjaldtakan mun horfa við bílaleigum og tryggja að kerfið sé skilvirkt fyrir þær og að óþarfa kostnaður lendi ekki á þeim, enda mikilvægur liður í ferðaþjónustu á landsbyggðinni.

Það er þörf á betri útfærslu

Vissulega hafa myndast álagspunktar á bílastæðum við flugstöðvarnar, er það þá einna helst þegar stór millilandaflug eru frá flugstöðvunum. Að mínu mati mætti réttlæta gjaldtöku vegna slíkra ferða, enda væri það í samræmi við það sem gengur og gerist við flugstöð Leifs Eiríkssonar. Sú sem hér skrifar telur mikilvægt að huga betur að útfærslu vegna styttri ferða, sér í lagi þeirra sem eru að sækja sér heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðið, en viðbúið er að viðbótarkostnaður komi til með að leggjast á fólk af landsbyggðinni sem þarf að sækja slíka þjónustu.

Sú sem hér skrifar telur mikilvægt að hægja hér aðeins á ferðinni og skilgreina betur gjaldtöku með þessum hætti. Það er ekki boðlegt leggja á auka kostnað á íbúa landsbyggðarinnar með svona einhliða aðgerð. Því hef ég komið málinu á framfæri í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis og beitt mér fyrir því að gjaldtakan verði tekin til skoðunar á vettvangi nefndarinnar.

Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar.


Undraveröld vindmyllugarða

Það er mik­il vakn­ing í kring­um orku­skipti og mik­il áhersla lögð á að nýta svo­kallaða græna orku. Stöðugt er að verið ham­ast við að heilaþvo íbúa Íslands um að hin full­komna hreina orka komi frá vindorku­ver­um. Að sögn kemst eng­in önn­ur raf­orku­fram­leiðsla ná­lægt þeirri hvítþvegnu og hreinu orku sem vindork­an er. Þetta er sagt mat þjóðar­inn­ar, en sú full­yrðing er oft­ast of­notuð og inni­stæðulaus.

Það er sér­stak­lega at­hygl­is­vert hve áhuga­sam­ir um vindorku ein­blína þröngt á staðar­val vind­myll­ug­arða. Þar telja þeir að lands­byggðin sé frá­bær staðsetn­ing fyr­ir slík verk­efni al­veg óháð fjar­lægðinni frá fram­leiðslu­stað að orku­sveltu sam­fé­lagi. Mörg ónýtt tæki­færi eru til við orku­öfl­un í vatns­föll­um víða um land og orku­gef­andi vatns­föll skila af sér vist­vænni raf­orku, svo þeirri staðreynd sé haldið til haga. Auk held­ur er viður­kennt að það er best að nýta alla orku sem næst fram­leiðslu­stað til þess að lág­marka tap í lín­um, sem er fylgi­fisk­ur þess að flytja raf­ork­una um lang­an veg.

Í Reykja­vík er mik­il þörf á orku. Þaðan er orku­mál­um þjóðar­inn­ar stjórnað en þar hug­kvæm­ist eng­um að nýta eitt besta svæði Íslands fyr­ir vindorku­fram­leiðslu. Það svæði hef­ur þann kost að þar gætu áhuga­sam­ir um vind­myll­ug­arða barið slíkt verk­efni aug­um í hvert sinn sem skyggni leyfði. Þetta svæði verður aldrei nýtt und­ir stofn­vegi, skóg­rækt, bygg­ing­ar né at­vinnusvæði. Fugla­líf er fá­brotið og mýs, ref­ir og göngugarp­ar yrðu ekki fyr­ir telj­andi trufl­un við að þvæl­ast um svæðið. Fljóts­dals­heiðin er met­in heppi­leg fyr­ir vind­myll­ug­arð og hæð yfir sjó er þar ekki tal­in fyr­ir­staða.

Því er lagt til hér að Esj­an, í land­námi Ing­ólfs Arn­ar­son­ar, verði nýtt í risa­stórt vind­myllu­verk­efni. Þar er vinda­samt, innviðir eru öfl­ug­ir á höfuðborg­ar­svæðinu og línu­lagn­ir frá fram­leiðanda til neyt­anda eru stutt­ar og það sama á við um aðkomu­leiðir.

Þegar Esj­an skart­ar sín­um feg­urstu vind­myll­u­görðum og svæðið orðið full­nýtt eru úti fyr­ir strönd­um höfuðborg­ar­inn­ar óbyggðar eyj­ar, sker og hafsvæði, sem ekki nýt­ast í annað þarfara en að út­víkka verk­efnið. Þegar skyggni til Esj­unn­ar er horfið verða slík­ir vind­myll­ug­arðar áfram sýni­leg­ir borg­ar­bú­um og ómþýður hljóm­ur þeirra mun fylgja þeim hvert kvöld inn í draumalandið. Hljóm­ur­inn er al­veg ókeyp­is auka­af­urð, a.m.k. þar til upp­götv­ast að hann er einnig sölu­vara.

Að lok­um er lagt til, að fyrr en já­kvæð niðurstaða af þess­um verk­efn­um ligg­ur fyr­ir verði ekki anað um land allt í stærri vindorkug­arða en sem nemi 9,9 MW og aðrar betri lausn­ir ekki til­tæk­ar.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband