Guðað á austurgluggann

Austurglugginn

Sag­an um aust­ur­glugg­ann er að bóndi á Fljóts­dals­héraði lenti í því að rúða í Willys-jepp­an­um hans brotnaði. Hann hringdi því til að panta nýja rúðu. „Hvaða rúðu vant­ar í jepp­ann?“ spyr af­greiðslumaður­inn. Karl­inn gjó­ar aug­un­um út um glugg­ann á jepp­ann, sem stóð á hlaðinu, og svaraði: „Það er aust­ur­glugg­inn, gesk­ur.“ Síðan hef­ur aust­ur­glugg­inn átt stað í huga Héraðsbúa og viku­blað er m.a. gefið út með því nafni.

Sam­göng­ur

Kveikj­an að þess­um grein­ar­stúf er áhuga­verð skrif eft­ir Gísla Sig­ur­geirs­son í Morg­un­blaðinu 12. apríl sl. þar sem hann horf­ir inn um nefnd­an aust­ur­glugga og grein­ir utan frá vanda­mál Aust­ur­lands.

„En ég gerði mér snemma grein fyr­ir því, þegar ég var að gera frétt­ir og þætti um mann­líf eystra, að mestu óvin­ir Aust­f­irðinga eru þær syst­ur; Ill­girni, Öfund og Róg­bera. Þær hafa um ára­bil magnað upp mikið sund­ur­lyndi meðal Aust­f­irðinga.“ [1]

Í raun þarf ekki að segja meira um vanda­mál Aust­ur­lands og hér er ekki ætl­un­in að heim­færa nöfn systr­anna á neinn sér­stak­an enda flók­in úr­vinnsla. Hins veg­ar hafa marg­ir sveit­ar­stjórn­ar­menn held­ur knappa sýn á hvað kem­ur Aust­ur­landi best. Þeirra verk­efni ætti að vera að koma með til­lög­ur um hvað bet­ur má fara t.d. í vega- og jarðganga­gerð. Nokkr­ir yf­ir­menn Vega­gerðar­inn­ar á Aust­ur­landi hafa verið upp­tekn­ari í hreppapóli­tík en í fag­legri veg­ferð. Þeirra sýn ætti frek­ar að hverf­ast um lausn­ir sem kæmu heild­inni best. Þar hef­ur nokkuð skort á fag­legt mat um hvað er fram­kvæm­an­legt, hvað það kost­ar og hvernig sam­göng­ur tengja Aust­ur­land bet­ur sam­an. Þannig hef­ur stofn­un­in t.d. dregið lapp­irn­ar vegna sam­gangna inn­an Múlaþings.

Skort­ur á heild­ar­sýn þess­ara tveggja hópa skap­ar síðan hag­stæð skil­yrði fyr­ir fram­kvæmda­valdið að slá verk­efn­um á frest og verja fjár­mun­um þar sem meiri sátt rík­ir. Auðvitað ætti að hunsa slík­an hreppar­íg og fjár­magna knýj­andi verk eft­ir getu rík­iskass­ans hverju sinni. Sýn stjórn­valda hef­ur sjald­an verið lang­dræg en þef­skynið því næm­ara. Það kem­ur sér afar vel þegar þefa þarf uppi fjár­muni og koma þeim í lóg við að kosta gælu­verk­efni í land­námi Ing­ólfs. Oft hef­ur fram­koma rík­is­stjórna verið Aust­f­irðing­um óboðleg.

Hæl­bít­ar

Kveikj­an að þess­ari seinni hug­leiðingu er Dreka­svæðið. Þar liggja mikl­ir hags­mun­ir Íslands í land­grunn­inu og ekki síst eru hags­mun­ir Aust­ur­lands mikl­ir. Jan Mayen hef­ur lengst af verið ís­lensk. Norðmenn fengu illu heilli leyfi til að reka þar veður­stöð og litu á það sem fasta bú­setu. Á þeirri for­sendu sölsuðu þeir eyj­una und­ir sig án þess að ís­lensk stjórn­völd spyrntu hressi­lega við fót­um. Fróðlegt væri að fá upp­lýst hverj­ir voru ábyrg­ir fyr­ir því að af­henda Nor­egs­kon­ungi Jan Mayen og hvert verðið var. Fór hún á þrjá­tíu silf­ur­pen­inga?

Það er ekki síður dap­ur­legt að inn­lend­ir ein­stak­ling­ar úr öðrum sókn­um sjái sig knúna til að tala niður verk­efni sem þrátt fyr­ir allt geta komið Aust­ur­landi til góða. Nýj­asta dæmið var á öld­um ljósvak­ans þegar Arna Lára Jóns­dótt­ir, fv. bæj­ar­stjóri á Ísaf­irði, tjáði sig um málið á niðrandi hátt í garð Aust­f­irðinga.[2] Það kem­ur sann­ar­lega úr hörðustu átt og manni get­ur nú sárnað þótt maður gráti ekki.

[1] htt­ps://​www.mbl.is/​bla­did-pdf/​2025-04-12/​2025-04-12-all.pdf

[2] htt­ps://​www.vis­ir.is/​k/​6c1ed93c-df05-4d21-ac27-9633dc66403b-1744015135888

 

Allt meira í Ameríku?

Banda­ríski leik­ar­inn Jeremy Renner"missti tæp­lega sex lítra af blóði" segir í frétt mbl.is.  

Á Vísindavefnum má hinsvegar finna eftirfarandi.  "Í líkama fullorðins einstaklings eru um 5 lítrar af blóði."

Hefur þessi mismunur eitthvað með tolla Trumps að gera? Ja maður spyr sig.

 


mbl.is Skrifar um daginn sem hann lést
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppsprettan á Austurlandi en sóunin í Reykjavík

Nú stendur fyrir dyrum að Landsvirkjun byggi stórhýsi yfir stjórnstöðvar sínar í bæjarfélagi þar sem engin raforkuframleiðsla er á þeirra vegum.  Það þætti nokkuð galin forgangsröðun ef Landsbanki Íslands hefði valið að flytja höfuðstöðvar sínar í bæjarfélag og vera ekki með neina aðra starfsemi á staðnum.

Samkvæmt fréttum RÚV eru lóðirnar þrjár, sem Landsvirkjun er að helga sér við Bústaðaveg á um 1,3 milljarða króna og þá á eftir að byggja húsið.   Alltaf ber röksemdafærslan að sama brunni þegar fjármunir eru annarsvegar, ekkert er hægt að skilja eftir á upprunastað en milljörðum sóað í glæsihallir á dýrasta stað landsins.  Á Fljótsdalshéraði er um helmingur allrar orku Íslands framleidd og orkuna fær Landsvirkjun á spottprís.

Á sama tíma er verið að „gelda“ Austurland stjórnsýslulega séð og engin opinber stofnun verður þar starfandi.  Það rímar hins vegar ótrúlega illa við fögur fyrirheit stjórnvalda síðustu ára um að færa opinber störf á landsbyggðina.  Ekki það að nokkur hrökkvi við það lengur en fúslega skal viðurkennt að undan svíður.

Eitt verkefni er uppfyllt svikalaust af stjórnvöldum.  Það er að soga allt fjármagn úr fjórðungnum og síðan þarf að sækja með betlistaf í lífsnauðsynleg bjargráð.  Austfirðingar hafa mátt þola ítrekuð svikin loforð um flesta hluti, sem hefur átt að færa til betri vegar fyrir Austurland.  Þar toppaði formaður Framsóknarflokksins alla hina, þegar hann reið sperrtur um héruð, sem innviðarráðherra (samgönguráðherra) á Austurlandi veifandi gúmmítékka framan í alla og lofaði Axarvegi, endurbótum á Egilsstaðaflugvelli og Fjarðarheiðagöngum, svo fátt eitt sé nefnt. 

Þegar þrengt var að innviðar´rðherranum um efndir, vísaði hann snarlega á fjármálaráðherrann, en sá vildi ekki viðurkenna gúmmítékkann.  Engar breytingar urðu þó við að sami ráðherrann færi í stólaleikfimi við aðra ráðherra og lenti sjálfur í stól fjármálaráðherra.  Þá brast hinsvegar á æpandi aðgerðarleysi og öll loforð fuku út um gluggann.

Nú er hins vegar tækifæri að snúa málum Austurlands á betri veg, vinna eftir stefnu stjórnvalda, færa ríkisstofnun á landsbyggðina og reisa veglegar höfuðstöðvar Landsvirkjunar á Fljótsdalshéraði.  Þar er næg orka til að lýsa og hita upp slíkt stórhýsi, ódýrar lóðir eru í boði, góðar samgöngur, fínar tengingar við netkerfin og frábær staður veðurfarslega, þar sem starfsfólki mun líða vel og rúsínan í pylsuendanum, - það sparast miklir fjármunir.

Því er krafan að flytja höfuðstöðvar Landsvirkjunar á Fljótsdalshérað!


mbl.is Landsvirkjun látin brúa gengismun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Synfóníuþjóðleiksútvarpið

Sameining er eina svarið við vandamálun í rekstri opinberra fyrirtækja.

Nú verður að bregðast hart við og sameina synfóníuna, þjóðleikhúsið og útvarpið.

Annað er víðáttu vitlaust!


mbl.is RÚV tapar 188 milljónum og stjórnarmenn telja skuldir of miklar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband