Fjármálalæsi Alþingismanna og Pisa könnunin

Reglulegt upphlaup verður á Íslandi, þegar niðurstaða Písakönnunarinnar er gerð opinber.  Þá er rokið til og farið á nornaveiðar og sökudólgurinn skal finnast og svara til saka.

Hvað er málið?

Skortur á fjármálalæsi hefur lengi verið viðvarandi vandamál á Íslandi, ekki síst á hinu háa Alþingi, að ekki er verið að hagræða né að sýna fyrirhyggju eða hófsemi í skattlagningu.

Þetta kristallast í umræðuna um innflutning flóttamanna.  Þar virðist þingheimur ekki hafa neina glóru hvernig þjóðfélag okkar er uppbyggt.  Maður veltir fyrir sér hvort ekki þurfi að koma á 101 námsefni fyrir verðandi þingmenn um samfélagsmyndina, sem við lifum og hrærumst í áður en þeir fá það ábyrgðamikla verkefni að stjórna landinu af löggjafaþinginu. 

Lengi virðist það hafa verið aðalvinnan margra Alþingismanna, að finna leiðir til að seilast sem dýpst í vasa landsmanna og skreyta gjörninginn með mismunandi nöfnum s.s. komu- og þjónustugjöld. 

Grímulaust heitir þetta að skattpína almenning.

Það virðist algjörlega óháð því að Alþingismenn eru í vellaunaðri vinnu hjá landsmönnum og eiga að reka samfélag þeirra á þann hátt að það sé ekki meira íþyngjandi fyrir íbúana en öðrum sambærilegum þjóðum.  

Dæmi um óráðssíuna.

  1. Bensínskattur var lagður á jarðefnaeldsneyti til að fjármagna lagningu og viðhald þjóðvega. Í hvað eru þeir peningar notaðir?  Hvernig hefur hlutfallið breyst í fjárlögum og hvernig hefur það skilað sér til að bæta vegakerfið?
  1. Náttúrhamfarasjóður var settur á koppinn og safnað í hann fé. Hvar eru peningarnir úr honum?
  1. Ofanflóðasjóður, er hann til? Hvað eru miklir fjármunir til í honum?  Hvað er búið að borga mikið úr fé sjóðsins til stjórnarmanna?
  1. Þjóðarsjóður?? Enn eitt bixið til að hafa fé af landsmönnum í eitthvað allt annað en í það verkefni sem talað er um í upphafi.
  1. Tímabundin hækkun á virðisaukaskatti til að mæta áföllum. a) Fljótlegt að setja hann á en nánast ógjörningur að færa hann í fyrra horf.
  1. Tímabundin hækkun á virðisaukaskatti til að byggja þjóðarhöll. Sjá 5.a.

Þetta er bara til að nefna smá dæmi um hvernig fjármagni landsmanna er sóað, oftast í annað en þeir voru hugsaðir í upphafi.  

Þessu verður að linna og Alþingismenn verða að fara að vinna vinnuna sína fyrir þá sem borga launin þeirra.


Austri 15.12.1976. Eysteinn Jónsson

Rakst á þetta fróðlega viðtal í jólablaði Austra frá 1976.  Það er upp á fimm síður og fróðlegur spegill fortíðar, sem vert er að lesa og segir að útlendingar hverfi brátt úr landhelginni vegna útfærslu hennar. Í lokin nefnir hann hvaða skoðun hann hefur á framtíð Austurlands.

https://timarit.is/page/5313398?iabr=on#page/n13/mode/2up/search/Vattarnesskri%C3%B0ur

Litið um öxl og fram á við

— Ég efast ekki um að Austurland á glæsilega framtíð. Einangrun þess er rofin. Útlendingar hreinsaðir af fiskimiðunum að mestu og senn alveg. Mikið landrými. Fjölbreytt og óvenjufagurt landslag. Orkulindir miklar. Ég ræðst ekki í að gera áætlun fyrir Austurland og því síður spár. Heilræði ræðst ég heldur ekki í að gefa Austfirðingum utan eitt, sem ég trúi að sé heilræði: Látið ekki útlendinga ná tökum á orkulindum Austurlands og gerið ykkur ekki háða atvinnurekstri þeirra.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband