Fyrsti þingmaður N-Austurlands sér ekki austur fyrir Vaðlaheiði

Þimgmenn N-Austurlandskjördæmi eru kosnir til að sinna öllu kjördæmi sínu.  Njáll Trausti Friðbertsson er hinsvegar eingöngu þingmaður Eyjafjarðar, svo því sé haldið til haga.

Fyrir alþingiskosningar 2021 sást hann nægilega lengi á Egilsstaðaflugvelli að það næðist af honum mynd.  Það var samskonar tilviljun og að ná mynd af vigahnetti yfir heimskautagerðinu á Raufarhöfn.

Þegar þyrla verður staðsett á landsbyggðinni eru mun sterkari rök fyrir því að velja Egilsstaði.

Það hefur verið sýnt fram á að svæði, sem þyrlur ná yfir er mun víðfermara með að velja Egilsstaði en Akureyri, vegna þess að ávallt mun þyrlusveit vera staðsett Reyklavík og því næst með staðsetningu þyrlu staðsettir á Egilsstöðum.

Lesa má nákvæma greiningu á þessari slóð.

https://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/2264892/

Þetta veit Njáll Traust mæta vel, en hann velur að stinga þeim rökum undir stól.  Stuðningsmenn hans á Austurlandi eru þvílíkar lufsur að láta þessi vinnubrögð þingmannsins yfir sig ganga trekk í trekk.

 


mbl.is Þörf á sjúkraþyrlu á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherrastóladrama. Hver er hvurs og hvurs er hvað?

Flottur samkvæmisleikur er stólaskipti, sem felst í því að ganga í hring eftir einhverju lagi, t.d. Ég er heimskasti hundur í heimi.  Þegar lagið er stoppað, setjast allir niður nema einn, vegna þess að stólarnir eru einum færri en þátttakendur.

Afbrigðið í þessum leik er Alþingisfloppið þar sem stólarnir eru jafn margir og ráðherrarnir og stundum fleiri, ef einn kandídat hefur lengi nagað þröskuld ráðherraklíkunnar.  Þannig má lækka fýlustuðulinn hjá einhverjum, sem fær boð í partíið.

En svo er náttúrulega flottasta plottið í skotlínunni.  Það væri að Bjarni Benediktsson biði Svandísi Svavarsdóttir stólaskipti.

VG fengi þar með óheftan aðgang að ríkiskassanum, til að halda uppi velferðakerfi ólöglegra hælisleitenda á kostnað öryrkja og eldri borgara og XD næði að lempa Kristján Loftsson og útgerðamenn hringinn í kringum landið.

Þetta steinliggur og allir hamingjusamir, - eða??


mbl.is Axlar ekki ábyrgð með því „að skipta um stól“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband