Hver er ábyrgur - flækjustig stjórnsýslunnar eða háskólarnir?

Flækjustig stjórnsýslunnar er athyglivert er varðar skipulag sérstaklega.  Fyrst er lagt upp með að eiga samtal við íbúa samfélagsins og búið til reglugerðafargan svo að ákvarðanir og verkferlar verði rekjanlegir.  Við þetta er síðan saumaður sérstakur sarpur til að „einfalda“ alla umgerðina. 

Þegar upp er staðið er lítið sem ekkert samráð haft við íbúa samfélagsins, flækjustig reglugerðanna eru í senn lítt skiljanlegar og íþyngjandi og listin um ábyrgðamenni þannig útfærður að nánast enginn ber ábyrgð, vegna þess að þar vísar hver á annan ef eitthvað fer úrskeiðis. 

Þá virðast málaferli vera eina leiðin þegar öll sund virðast lokuð.  Hér er „kerfið“ búið að sníða sér þannig stakk að allir fá eitthvað fyrir sinn snúð og almenningur látinn blæða.  Þetta er kallað heilbrigð og opin stjórnsýsla til verndar almenningi.

Bera háskólarnir enga ábyrgð? 

Hverjir eru að útskrifa sérfræðinga, sem eiga að hafa vit fyrir sauðsvörtum almúganum?  Arkitektar, verkfræðingar og byggingastjórar, svo dæmi sé tekið.  Sérstaka athygli vekur hve algengt er að hús standist ekki byggingareglugerðir og húsin eiga það til að leka, bæði þök og gluggar. 

Ekki er síður merkileg sú árátta að byggja háhýsi í þéttbýli og taka lítið sem ekkert tillit til skuggavarps, sem nágrannar slíkra bygginga þurfa þola. 

Lítill skilningur virðist vera á hæð sólar í hæstu stöðu á Íslandi, þétting byggðar er sérstök í landi þar sem landgæði eru næg.  Þetta eykur á vanlíðan íbúa að geta ekki nýtt útsýnis og sólarljóss á fullnægjandi hátt. 

Svo eru þeim til halds og trausts margskonar nefndir sveitarfélaga og sjálfsskipað sérfræðingastóð, sem virðist hafa fengið hlutverk samfélagsins til að hafa skoðun á öllu og það þó þeirra sé að engu getið í skipuritum eða landslögum. 

Það er greinilega mikið að í samskiptum almennings, æðri skóla og stjórnsýslunnar, sem verður að bæta.


mbl.is Ekki ljóst hver kostnaður verður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningaréttur, - hvers réttur er það?

Í nýafstöðnum kosningum var eitt af stóru málunum, týndu utankjörstaðaatkvæðin.

Annað mál var talið brýnt í að loknum kosningum, að tímabært væri að endurskoða kosningalögin, sérstaklega hvað varðaði vægi atkvæða milli Reykjavíkur og landsbyggðarinnar.  Þar þykir halla mjög á Reykjavíkurkjördæmin norður og suður.

Það hallar hins vegar mjög á landsbyggðina í mörgum málum.  Virðisaukaskatturinn leggst t.d. mun þyngra á minni sveitarfélög langt frá Reykjavík. VSK leggst á síðasta stig vöru og þjónustu og verur því krónulega séð hærri upphæð innheimt í sameiginlegan sjóð á stað eins og Raufarhöfn, þegar búið er að leggja pökkunar- og flutningskostnað á vöruna og VSK-urinn bætist ofaná allt. 

Þegar þarf að sækja læknis- og aðra þjónustu um langan veg til Reykjavíkur, er það kostnaðarsamt og lítill skilningur á annmörkum þess að hrúga öllu saman á einn stað, í nafni hagræðingar stærðarinnar  Af mörgum er það talið eðlileg „refsing“ fyrir þá, sem velja að búa langt frá allri þjónustu og verslun.

Það var talið mjög óeðlilegt að aðrir en Reykvíkangar tækju þátt í kosningunni um Reykjavíkurflugvöll á sínum tíma, þó hagsmunir landsbyggðarinnar væru margfaldir á við íbúa borgarinnar. 

Nú er verið að kjósa um laxeldi í Seyðisfirði og eru yfir fimm þúsund manns búið að mótmæla slíku verkefni en heildartala íbúa Seyðisfjarðar er um sjö hundruð, börn meðtalin.

Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna.  Sameiginleg verkefni þjóðarinnar eru þar s.s. heilbrigðisþjónusta, stjórnsýsla ríkisins, æðri skólar, flest þjónustufyrirtækin stór og smá.  Þetta eru aðeins fá dæmi.

Samantektin í þessu hlýtur að kalla á umræðuna um hvort ekki sé eðlilegt að allir landsmenn séu kjörgengir við kosningar til borgarstjórnar Reykjavíkur, höfuðborgar allra landsmanna?

Hagsmunir landsbyggðarinnar eru ekki litlir, þegar tekið er tillit til þeirra fjármuna sem renna frá landsbyggðinni til Reykjavíkur.  

Er ekki eðlilegt að allir landsmenn eigi sama rétt til að hafa áhrif á stjórn höfuðborgar Íslands?


Tímabært að stoppa rafbílavælurnar.

Orkuskiptin eru í uppnámi vegna þvermóðsku VinstriGrænna, enda dottnir út af þingi m.a. að stuðla orkusvelti samhliða orkuskiptum. Galin fyrring og skortur á heilbrigðri hugsun.

Heyrst hefur, að sumstaðar þar sem eru hleðslustöðvar í boði, fari dísel rafstöðvar í gang baka til, þega álagið er mikið og of margir örbylgjuofnar á hjólum eru settir í samband.

Rétt er að stoppa allan innflutning á rafbílum þar til næg orka verður í boði til að hlaða rafbíla, svo ekki þurfi að keyra fiskvinnslu á innfluttri olíu eða skammta raforku til heimilsnota.


mbl.is Allar nýjar vatnsaflsvirkjanir í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Noregur lagði undir sig Jan Mayen

 

Marc Lanteig­ne er dós­ent í stjórn­mála­fræði við Norður­slóðahá­skól­ann í Tromsø í Nor­egi.

Getur hann útskýrt hvers vegna Normenn lögðu undir sig Jan Mayen, sem var Íslenskt landsvæði.

Hver er munurinn á Trump og Norska kónginum þegar gjörningurinn fór fram?

Hver svaf á verðinum fyrir Íslands hönd?


mbl.is Ríkisstjórn Trumps virðist ekki átta sig á málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband