Samhljóma, en ekkert gerist.

(Birtist á xmulaþing.blog.is 4.7.2024)

Sérstæð ritröð birtist á veftímaritinu austurfrett.is.  Þar var farið yfir sérkennilegt veiðileyfi ISAVIA á landsbyggðafólk, að virðist í boði ríkisstjórnar Íslands, þvert á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og almenn siðferðisleg gildi þjóðarinnar.  Svo til að réttlæta gjörninginn og til að „gæta“ sanngirnis við íbúa landsbyggðarinnar, leggur ISAVIA til að Reykjavíkurflugvöllur sé einn af þeim flugvöllum, sem lendir í skattheimtu ISAVIA.  Það er gert án þess að fram komi hvert er hlutfall borgarbúa í að greiða þennan kostnað. 

Það skal fullyrt hér, að megnið af kostnaði við bílastæðagjöldin í Reykjavík komi beint úr pyngju landsbyggðarinnar vegna þess að stór hluti þeirra, sem frá Reykjavík fara, eru að þjónusta landsbyggðina, íbúa og fyrirtæki þeirra og greiða þar af leiðandi gjald fyrir þá þjónustu og þar með talin þjónustugjöld (skatta) sem ISAVIA telur sig hafa heimild til að innheimta.

Sérkennilegt er að lesa áðurnefnda ritröð sem finna má glefsur úr hér að neðan, en má lesa í fullri lengd í austurfrett.is 

Sammerkt með umræddum höfundum greinanna er að þau eru öll í samstarfi í ríkisstjórn Íslands, en virðast ekki ná eyrum ráðamanna í ríkisstjórnargrúppunni (ríkisstjórninni).   Annað er upp á borðinu þegar kemur að þeim hluta að soga fjármagn frá Austurlandi í hringavitlaus verkefni sitjandi ráðherra.

==================

Bílastæðagjöld á Akureyri og á Egilsstöðum

Höfundur: Ingibjörg Isaksen • Skrifað: 31. maí 2024.https://www.austurfrett.is/umraedan/bilastaedhagjoeld-a-akureyri-og-a-egilsstoedhum

Síðustu misseri hef ég bæði í greinum og í fyrirspurnum á Alþingi lýst áhyggjum mínum af síhækkandi verði á innanlandsflugi síðustu misseri. Flugsamgöngur innanlands skipta þá sem búa á landsbyggðinni miklu máli og mikilvægt er að þær séu raunhæfur kostur fyrir þá sem þar búa.

Enn á ný berast fregnir af aukinni gjaldtöku sem mun nú fyrst og fremst verða íþyngjandi fyrir íbúa landsbyggðarinnar, það er gjaldtaka á bílastæðum við flugstöðvarnar á Akureyri, Egilsstöðum og Reykjavík. Nógur er kostnaðurinn nú fyrir.

===================

Landsbyggðarskattur í uppgangi

Höfundur: Jódís Skúladóttir • Skrifað: 12. júní 2024. https://www.austurfrett.is/umraedan/landsbyggdharskattur-i-uppgangi

Skilningsleysi á stöðu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni virðist síst vera að minnka. Nærtækt er að nefna ófullnægjandi heilbrigðisþjónustu, fullkomlega óboðlegar vegasamgöngur víða um land, óheyrilegan flutningskostnað á vörum og skerta þjónustu svo sem á póstflutningum og í bankarekstri. Nýjasta útspilið er svo landsbyggðaskattur í formi bílastæðagjalda á flugvöllunum í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum.

Það hljómar kannski eins og jafnræði að þessir þrír stóru flugvellir séu felldir undir sama hatt en það er svo sannarlega ekki staðan.

Um flugvöllinn á Egilsstöðu fara til að mynda einstaklingar sem þurfa að fljúga til Reykjavíkur til þess að sækja lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Það hentar kannski fólki sem er búsett nálægt flugvellinum að geyma bílinn heima og láta skutla sér á völlinn. Egilsstaðaflugvöllur þjónar hins vegar gríðarlega stóru svæði og íbúar tveggja stórra sveitarfélaga, Fjarðabyggðar og Múlaþings, telja yfir 10.000, sem mörg hver hafa um langan veg að fara til að nýta sér flugsamgöngur. Nú hafa bæði þessi sveitarfélög bókað andstöðu sína við þá ómanneskjulegu ákvörðun að leggja á gjöld sem eru gróf mismunun gagnvart landsbyggðarfólki.

=====================

Frítt að leggja í fimm daga

Höfundur: Njáll Trausti Friðbertsson • Skrifað: 20.júní 2024

https://www.austurfrett.is/umraedan/fritt-adh-leggja-i-fimm-daga

Það hefur löngum þótt dýrt að fljúga innanlands og með tilkomu fyrirhugaðra bílastæðagjalda leggjast enn frekari álögur á flugfarþega í innanlandsflugi. Vandamálið sem líklega er verið að reyna að sporna við er það að bílum sé ekki lagt á flugvöllunum vikum eða mánuðum saman. Ég hef séð það persónulega þegar bílum er lagt til vetrardvalar, sem gengur auðvitað ekki upp og eðlilegt væri að yrði rukkað fyrir því það er mikilvægt að bílastæðin nýtist sem allra best fyrir flugfarþega.

Fjármálaráðherra hefur nú sagt að þessi gjaldtaka megi hefjast en beinir því til stjórnar að taka tillit til þeirra sem fara í dagsferð í læknisheimsókn. Þetta skilningsleysi á stöðunni er í besta falli hjákátlegt enda verður ógerningur fyrir kerfið að vita hvaða bílnúmer eru komin til að fara í nauðsynlega læknisheimsókn og hver ekki. Það er ekki skynsamlegt ef farþegar þurfa að skila inn upplýsingum, t.d. læknisvottorði, og fá svo endurgreidd bílastæðagjöldin.


Mannauður Miðflokksins í Múlaþingi

Mjög sterk málefnastaða Miðflokksins er að skila sér kröftuglega til flokksins.  Varast ber þó að ganga að því sem vísu, þar sem það eru kosningarnar sem telja þegar upp er staðið.  Við Miðflokksmenn hér í Norðausturkjördæmi getum horft glaðir yfir sviðið og glaðst yfir því mikla mannval sem er í flokknum og þann áhuga, sem kristallast í því hvað margir vildu sitja á lista Miðflokksins til Alþingis. 

Í Múlaþingi eigum við einn öflugan sveitastjórnarfulltrúa og tvo áheyrnarfulltrúa.  Verk þeirra hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir rökfasta og málefnalega afstöðu til verkefna sveitarfélagsins. Sumir flokkar þurfa hins vega að „gjörnýta“ bæjarfulltrúa sína, þar sem t.d. þriðja sætið á D- og B-listi til Alþingis eru á hvorum lista fyrir sig skipuðu oddvitum flokkanna í Múlaþingi.  

Rétt er að rifja það upp í þessu samhengi, að umræddir oddvitar mynda meirihlutann í Múlaþingi.  Í ljósi þess að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) gerir athugasemdir við ársreikning sveitarfélagsins, má spyrja hvort ekki er offramboð á Alþingi af fólki, sem skortir fjármálalæsi? 

Miklar skuldir hvíla á Múlaþingi og samt virðist nægir fjármunir á lausu þegar einhver gæluverkefni reka fjörur meirihlutans, sem skila litlu til samfélagsins.  Ekki bætir úr skák þegar stofnanir ríkisins þurfa að leysa fjárhagsvandamál sín og sækja í vasa almennings á landsbyggðinni, eins og ISAVIA þarf til að leysa bílastæðisvanda við Egilsstaðflugvöll og með rándýru myndavélakerfi til verkefnisins.   Nú er lögreglan á Austurlandi í sömu vegferðinni.  Nú þarf hún að seilast í vasa skattborganna til að koma upp svipuðu kerfi og ISAVIA.  Það er gert til að auðvelda glæparannsóknir í fjórðungnum. 

Ekki verður langt að bíða að aðrar opinberar stofnanir nýti sömu leið.  Má reikna með að forstjóri HSA og læknar sendi inn erindi til Múlaþings og kallar á styrk til að geta rekið stofnunina, svo aðalsjúkrahús Austurlands sé á pari við slíkar stofnanir á landinu?  Hvað með jarðgöng, vegi og brýr?  Verður stutt í að Vegagerðin banki uppá?

En aftur að upphafi greinarinnar. 

Er mannauðurinn takmarkaður hjá B- og D-lista í Múlaþingi eða er verið að flýja skip, sem oddvitarnir sigldu í strand?


Með glýju vegna loftbrúarinnar

Kostnaður ríkisins vegna Loftbrúarinnar verður ca. 700.000.000.- á árinu 2024. Vegna hagræðingar er búið að þjappa saman helstu stofnunum landsins á Reykjavíkursvæðið. Menning, skólar, opinberar stofnanir og heilbrigðisþjónustu. Án mótvægisaðgerða bitnar það mest á þeim sem lengst frá þjónustunni búa.

Kostnaður ríkisins vegna SVR verður hátt í 2.000.000.000.- á árinu 2024. Þeir sem aldrei nýta þjónustuna borga samt sinn skerf.

Kostnaður ríkisins vegna borgarlínu verður árlega a.m.k. 16.000.000.000.- næstu þrjátíu árin. Fólkið á landsbyggðinni er partur af Íslandi rekstrarmódeli borgarlínunnar og verða látnir borga sinn skerf án þess að vera spurðir.

 

Bara sett svona fram til að setja hlutina í smá samhengi.

 


mbl.is Kostnaður við Loftbrú yfir 500 m. kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tja, - maður er hugsi

....þetta er eins og gangandi auglýsing fyrir Miðflokkinn.


Takk Bjarni!


mbl.is Ný lopapeysa Bjarna smellpassar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það hefi mátt malbika bílastæðin á Egilsstaðaflugvelli

...fyrir þessa upphæð, - tvisvar sinnum.

Þetta er aðeins brot af ruglinu sem ríkisstjórnin stendur fyrir.  Engin glóra í fjárfestingum og ekkert hugsað um í hvaða rugl peningum er eytt.

Svo er það lög frá Alþingi.  Þar telur nýkjörin maddama VG sig undanskilin lögum frá sama vinnustað og hún í söðli situr.  Ekki einu sinni, ekki tvisvar sinnum heldur þrisvar sinnum hefur hún farið á svig við lög, - svo vitað sé.

Svo er það Bjarkey Olsen. Olsen þessi dregur fyrirtæki á leyfi til að stunda löglegar veiðar, það lengi að ekkert varð úr verkefni þetta árið, með fjárhagslegu tapi fyrir samfélagið allt.

Þetta er bara brotabrot af því sem hægt er að fjalla um og kemur fram í "afrekaskrá" D,B & VG í stjórn landsins.

Er einhver hissa á mældum vinsældum ríkisstjórnarinnar, sitjandi í sinni búbblu, langt frá mæddum íbúum þjóðarinnar?

 


mbl.is Vill upplýsingar um kostnaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vindrellu Geðveikin. (VG stefna sem engu skilar)

Hvað má ruglið í Vinstri Grænum kosta þjóðarbúið?

Vindrelluæfingarnar, sem er tómt rugl á Íslandi.

Hvalveiðibann, sem skerðir atvinnumöguleika á landsbyggðinni.

Kvótaretning á grásleppu og útfærslu sem ekki hugnast öllum grásleppisjómönnum á landsbyggðinni.

Landsbyggðaskattur vegna bílastæða á tveimur flugvöllum á landsbyggðinni.

Þarf að telja fram fleira?

 

Ekki furða þó allt stefni í óefni hjá VG.

Vaxandi meirihluti þjóðarinnar er greinilega hættur trúa á flokkinn.


mbl.is Blöðin teygja sig 200 metra upp í loft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útvarp Reykjavík

Útvarp Reykjavík. Klukkan er sjö. Nú verða sagðar fréttir.

Þetta er kunnugt upphafsstef morgunútsendingar RÚV.

Það er þekkt að þegar óveður geysar, þá á dreifikerfi RÚV það til að verða óvirkt tímunum saman á landsbyggðinni, þannig að yfirlýst öryggismarkmið þess eru orðin tóm.

Því er rétt að afhenda RÚV borgarstjórninni til eignar, enda þjónar fyrirtækið best því svæði.

 


mbl.is Vilja skoða að gera RÚV að ríkisstofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattheimtumenn ISAVIA

Egilsstaðaflugvöllur hefur verið aðalflugvöllur fyrir Austurland síðan 1952, en þá vék eldri grasflugbraut fyrir malarflugbraut á bökkum Eyvindarár. Stórum áfanga var náð 1993, þegar nýr malbikaður flugvöllur á Egilsstöðum var tekinn í notkun. Með þeim endurbótum, urðu til nýir og spennandi möguleikar á margskonar notkun flugvallarins fyrir Austurland allt. Öll loforð um akbrautir og stæði hafa verið vanefnd í áraraðir.

Hins vegar er hægt að fara snöggt í skattheimtu vegna bílastæða. Það gerist eins og hendi sé veifað þó stór hluti bílastæðisins, við Alþjóðaflugvöllinn á Egilsstöðum, sé möl og undir vatni í bleytutíð. Vanalega eru framkvæmdir við flugvelli á fjárhagsáætlun Alþingis. En, - öfugt við hina tvo alþjóðaflugvelli Íslands, er allt í einu þörf á að fjármagna framkvæmdir við Alþjóðaflugvöllinn á Egilsstöðum, - með betli. Þeir sem hafa einhverja glóru um skiptingu þess fjármagns, sem verður til á Íslandi, vita að Austfirðingafjórðungur leggur til mun meira fjármagn til ríkisreksturs en kemur til baka til Austurlands í verklegar framkvæmdir.

Lítið aðlaðandi fyrir farþega með farangur. Malborið bílastæði með pollum í bleytutíð og án ljósastaura.

Áætlanir ráðamanna Isavia voru að hefja skattlagningu, eingöngu vegna bílastæða á Alþjóðaflugvellinum á Egilsstöðum. Það hefur væntanlega verið gert til að Austfirðingar hefðu forgang á þá sérstöku upplifun að greiða skemmtanaskatt. Rúsínan í pylsuendanum var að upplifa skattinn við það eitt að skjótast út á flugvöll að ná í frakt. Það er ekki séns að Austfirðingar átti sig á því í hverju sú jákvæða upplifun á að vera fólgin, að láta féfletta sig.

Eftir kröftug mótmæli heimafyrir, var dregið úr ýtrustu skattheimtu Isavia. Fallið var frá því að innheimta skattinn við að skjótast á flugvöllinn, vegna flutningsþjónustu Flugleiða og voru frímörk skattleysisins rýmkuð í fimm klukkustundir. Jafnframt var samþykkt að hefja ekki innheimtu skattsins fyrr en að hægt væri gera slíkt hið sama á Reykjavíkurflugvelli og Alþjóðaflugvellinum á Akureyri.

Auk þess að Austfirðingar búi við skerta heilbrigðisþjónustu, þurfa þeir að taka á sig hagræðinguna, sem búið er að koma á í nafni hagkvæmni stærðarinnar og býr umdæmissjúkrahúsið í Neskaupstað við alvarlegt fjársvelti af þeim sökum. Stór hluti heilbrigðisþjónustunnar er þar með komin á þjóðvegakerfið og flugleiðir til borgarinnar. Það bitnar harkalega á þeim sem þurfa á þjónustunni að halda. Þar er vinnutap ekki inni í EXCEL-skjali heilbrigðisyfirvalda og fellur því af fullum þunga á sjúklinginn. Þá skiptir engu hvort tafir verði í flugi vegna áhafnaskorts, bilana eða veðurs.

Svona skattlagning er grímulaus atlagan að fólki sem býr á Austurlandi. Það fólk er þátttakendur í sameiginlegum rekstri ríkisins með vinnuframlagi sínu. Eiga þeir skertan rétt þegar kemur að þjónustu ríkisins? Er umrædd skattheimta með vilja og vitund ríkisstjórnarinnar?

Nú skil ég loksins hvað Isavia á við með bættri ferðaupplifun. Innifalið í bílastæðagjaldinu er nefnilega veiðileyfi á leirgeddurnar í drullupollunum á bílastæðum á Egilsstaðaflugvelli.

Verður Vegagerðin næsta ríkisfyrirtækið, sem kemur til með að nýta sér þessa sérstæðu skattaglufu? Gæti Vegagerðin farið að rukka inn veggjöld vegna Fjarðarheiðaganga til að vegfarendur fái þá sérstöku upplifun að borga fyrir aðgang að göngum en þurfa samt sem áður að fara yfir Fjarðaheiðina í blindbyl þar til búið er að fjármagna göngin?

Hvort þarf fimm háskólagráður til að skilja svona fíflagang eða þrjá Bakkabræður?

Meðfylgjandi myndir sýna hvað Isavia er að fara að rukka fyrir. Bílastæðin eru búin að vera óbreytt í 33 ár. Upplifunina geta lesendur getið sér til um.


Bílastæðagjöld á Akur­eyri og á Egils­stöðum

https://www.visir.is/g/20242577953d/bilastaedagjold-a-akureyri-og-a-egilsstodum
 
Ingibjörg Isaksen skrifar 30. maí 2024 14:45
 
Síðustu misseri hef ég bæði í greinum og í fyrirspurnum á Alþingi lýst áhyggjum mínum af síhækkandi verði á innanlandsflugi síðustu misseri. Flugsamgöngur innanlands skipta þá sem búa á landsbyggðinni miklu máli og mikilvægt er að þær séu raunhæfur kostur fyrir þá sem þar búa. Enn á ný berast fregnir af aukinni gjaldtöku sem mun nú fyrst og fremst verða íþyngjandi fyrir íbúa landsbyggðarinnar, það er gjaldtaka á bílastæðum við flugstöðvarnar á Akureyri, Egilsstöðum og Reykjavík. Nógur er kostnaðurinn nú fyrir.

Landsbyggðarskattur?

Búið er að setja upp bílastæðakerfi með aðgangsstýringu sem les bílnúmer og stefnt er að því að hefja nýtingu þess á næstunni. Markmiðið er sagt vera að bæta gestum þjónustu og ferðaupplifun, sem er verðugt markmið, en mikilvægt er að gjaldtakan sé hófleg og komi ekki á sama tíma niður á notendum þjónustunnar.

Samkvæmt gjaldskrá eru fyrstu fimm klukkustundirnar fríar en gert er ráð fyrir að dagurinn muni kosta 1750 kr. Þess ber að geta að þeir einstaklingar sem ætla að nýta sér innanlandsflug t.d. vegna heilbrigðisheimsóknar ná í flestum tilfellum ekki fram og til baka á innan við fimm klukkustundum. Fyrstu sjö dagana er gert ráð fyrir að dagurinn muni kosta 1750 kr. næstu sjö daga á eftir 1350 kr. og svo 1200 kr. hver dagur eftir 14 daga. Kostnaður vegna skemmri ferða getur því orðið töluverður, og bitnar einna helst á þeim sem búa utan Akureyri eða Egilsstaða og þurfa að keyra lengri leið á flugvöllinn. Þá þarf að huga að hvernig gjaldtakan mun horfa við bílaleigum og tryggja að kerfið sé skilvirkt fyrir þær og að óþarfa kostnaður lendi ekki á þeim, enda mikilvægur liður í ferðaþjónustu á landsbyggðinni.

Það er þörf á betri útfærslu

Vissulega hafa myndast álagspunktar á bílastæðum við flugstöðvarnar, er það þá einna helst þegar stór millilandaflug eru frá flugstöðvunum. Að mínu mati mætti réttlæta gjaldtöku vegna slíkra ferða, enda væri það í samræmi við það sem gengur og gerist við flugstöð Leifs Eiríkssonar. Sú sem hér skrifar telur mikilvægt að huga betur að útfærslu vegna styttri ferða, sér í lagi þeirra sem eru að sækja sér heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðið, en viðbúið er að viðbótarkostnaður komi til með að leggjast á fólk af landsbyggðinni sem þarf að sækja slíka þjónustu.

Sú sem hér skrifar telur mikilvægt að hægja hér aðeins á ferðinni og skilgreina betur gjaldtöku með þessum hætti. Það er ekki boðlegt leggja á auka kostnað á íbúa landsbyggðarinnar með svona einhliða aðgerð. Því hef ég komið málinu á framfæri í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis og beitt mér fyrir því að gjaldtakan verði tekin til skoðunar á vettvangi nefndarinnar.

Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar.


Undraveröld vindmyllugarða

Það er mik­il vakn­ing í kring­um orku­skipti og mik­il áhersla lögð á að nýta svo­kallaða græna orku. Stöðugt er að verið ham­ast við að heilaþvo íbúa Íslands um að hin full­komna hreina orka komi frá vindorku­ver­um. Að sögn kemst eng­in önn­ur raf­orku­fram­leiðsla ná­lægt þeirri hvítþvegnu og hreinu orku sem vindork­an er. Þetta er sagt mat þjóðar­inn­ar, en sú full­yrðing er oft­ast of­notuð og inni­stæðulaus.

Það er sér­stak­lega at­hygl­is­vert hve áhuga­sam­ir um vindorku ein­blína þröngt á staðar­val vind­myll­ug­arða. Þar telja þeir að lands­byggðin sé frá­bær staðsetn­ing fyr­ir slík verk­efni al­veg óháð fjar­lægðinni frá fram­leiðslu­stað að orku­sveltu sam­fé­lagi. Mörg ónýtt tæki­færi eru til við orku­öfl­un í vatns­föll­um víða um land og orku­gef­andi vatns­föll skila af sér vist­vænni raf­orku, svo þeirri staðreynd sé haldið til haga. Auk held­ur er viður­kennt að það er best að nýta alla orku sem næst fram­leiðslu­stað til þess að lág­marka tap í lín­um, sem er fylgi­fisk­ur þess að flytja raf­ork­una um lang­an veg.

Í Reykja­vík er mik­il þörf á orku. Þaðan er orku­mál­um þjóðar­inn­ar stjórnað en þar hug­kvæm­ist eng­um að nýta eitt besta svæði Íslands fyr­ir vindorku­fram­leiðslu. Það svæði hef­ur þann kost að þar gætu áhuga­sam­ir um vind­myll­ug­arða barið slíkt verk­efni aug­um í hvert sinn sem skyggni leyfði. Þetta svæði verður aldrei nýtt und­ir stofn­vegi, skóg­rækt, bygg­ing­ar né at­vinnusvæði. Fugla­líf er fá­brotið og mýs, ref­ir og göngugarp­ar yrðu ekki fyr­ir telj­andi trufl­un við að þvæl­ast um svæðið. Fljóts­dals­heiðin er met­in heppi­leg fyr­ir vind­myll­ug­arð og hæð yfir sjó er þar ekki tal­in fyr­ir­staða.

Því er lagt til hér að Esj­an, í land­námi Ing­ólfs Arn­ar­son­ar, verði nýtt í risa­stórt vind­myllu­verk­efni. Þar er vinda­samt, innviðir eru öfl­ug­ir á höfuðborg­ar­svæðinu og línu­lagn­ir frá fram­leiðanda til neyt­anda eru stutt­ar og það sama á við um aðkomu­leiðir.

Þegar Esj­an skart­ar sín­um feg­urstu vind­myll­u­görðum og svæðið orðið full­nýtt eru úti fyr­ir strönd­um höfuðborg­ar­inn­ar óbyggðar eyj­ar, sker og hafsvæði, sem ekki nýt­ast í annað þarfara en að út­víkka verk­efnið. Þegar skyggni til Esj­unn­ar er horfið verða slík­ir vind­myll­ug­arðar áfram sýni­leg­ir borg­ar­bú­um og ómþýður hljóm­ur þeirra mun fylgja þeim hvert kvöld inn í draumalandið. Hljóm­ur­inn er al­veg ókeyp­is auka­af­urð, a.m.k. þar til upp­götv­ast að hann er einnig sölu­vara.

Að lok­um er lagt til, að fyrr en já­kvæð niðurstaða af þess­um verk­efn­um ligg­ur fyr­ir verði ekki anað um land allt í stærri vindorkug­arða en sem nemi 9,9 MW og aðrar betri lausn­ir ekki til­tæk­ar.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband