Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2014

Vegurinn heitir Fagradalsbraut...

...en Vegagerð Íslands tók sér það alræðisvald að skíra upp Fagradalsbrautina og kalla hann Norðfjarðaveg um Fagradal.  Dugleysi kjörinna fulltrúa, fyrst Egilsstaðabæjar síðan Austur-Héraðs og nú Fljótsdalshéraðs fólst í því að mótmæla ekki þeim gjörningi Vegagerðarinnar.  

Mér er slétt sama þó umræddur spotti sé númer 92 til að einfalda vegabókhaldið, en alræðsvald Vegagerðarinnar nær ekki til að endurskýra fornar þjóðbrautir, þó hún liggi ekki alla leið nákvæmlega í því vegstæði þar sem forfeður okkar byggðu upp þá braut í öndverðu.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=291907&pageId=4301784&lang=is&q=Fagradalsbraut
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=347045&pageId=5441048&lang=is&q=Fagradalsbraut
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=346963&pageId=5439865&lang=is&q=Fagradalsbraut


Hvað varðar óhappið í dag, var lukka að enginn slasaðist.  


mbl.is Rann niður brekku með 40 tonn af fiski
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB og ropvatnið

Það kom fram hjá Gunnari Braga í Kastljósinu í gær, að CocaCola noti minna fé til auglýsinga en ropvatnsgengið hjá ESB. 

Þessu trúi ég vel, þó Já-sinnar reyni að halda öðru fram.  Auðvita neita þeir öllu og tefla eingöngu fram skilgreindum styrkjum í þetta verkefni. 

Mér er til efs að inn í þeirri tölu séu allir IPA-styrkirnir sem eru beinlínis til þess að kaupa atkvæði um inngöngu, þó reynt sé að klæða þá í einhverja felubúninga og látið í veðri vaka að þeir séu óháðir umsóknaferlinu. 
mbl.is ESB er og verður deilumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reglugerðapésar í enn einu stríðinu við almenna skynsemi.

Merkilegt hvað er hægt að vaða langt inn í dimman skóg reglugerðafargansins.  Skilja menn aldrei hvenær þeir eru orðnir hlægilegir hjá almenningi. 

Tvö og hlálft kíló af hvalamjöli í fimm þúsund lítra af alkóhólblöndu, hvað getur verið hættulegt við það? 
Er alkóhól ekki notað til að farga sýklum?

Er Hvalur ekki með leyfi fyrir að framleiða til manneldis? 
Heldur einhver í alvöru að starfsmenn þar á bæ séu ekki meðvitaðir um kröfur til manneldis? 

Er það bara stríð um að það vantar eitt A4 blað stimplað í bak og fyrir? 
Máttur A4 er þá mikill!!

Eiga reglur og lög ekki að vera hafin yfir rugl og þvaður?
Varla eiga reglur og lög að vera íþyngjandi kvaðir, langt út fyrir ramma heilbrigðrar skynsemi.

Er nýtt "muffinsstríð" í uppsiglingu?


mbl.is Ætlar áfram að koma hvalbjór á markað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig fóru menn að áður en klukkan var fundin upp?

Þrælar klukkunnar eru enn að tjá sig um að hræra í klukkunni vor og haust.  Þetta er nauðsynlegt til að "lífsklukkan" og okkar tilbúna tímatal virki saman.  Hvílíkt rugl.  Það að rugla í klukkunni er tóm tjara og er leið nokkurra einstaklinga til að leysa heimatilbúin vandamál, sem lítinn hluta samfélagsins hrjáir, eins og það að geta ekki komið sér í ró á skikkanlegum tíma á kvöldin. 

Kattareðlið í þessu fólki er algjört, sofa á daginn og vafra á nóttinni og ætlast síðan til að normalt fólk spili með.  Veit þetta fólk eitthvað um það,  hvers vegna þessi hringlandaháttur með klukkuna hófst?  

Hættum þessu kjaftæði.  Þetta er ekki vandamál, einungis verkefni að leysa í gegnum kjarasamninga með breytilegan vinnutíma í myrkasta skammdeginu.  Væri ekki nær að skoða að vinnudagurinn verði einungis sex klukkustundir í desember og janúar.   Ef vinnuframlag yrði kannað með þessu fyrirkomulagi, er ég sannfærður um að það kæmi flatt upp á marga, að afköst og vinnuframlag mundu nánast ekkert breytast.

Í skólum er þetta "vandamál" þekkt, en þar er það fyrst og síðast foreldravandamál.  Foreldrar hafa ekki sinningu á að senda börnin tímanlega í háttinn.  Í mörgum tilfellum fá þau að vaka eins og þau vilja, svo framarlega að það séu því engin læti samfara.  Þar kemur tölvunotkun sterk inn sem lausn fyrir pasturslitla foreldra, en það kemur hins vegar niður á framvindu barnanna í skólanum. 

Rannsóknir sýna að birtan frá tölvuskjánum ruglar "lífsklukku" barnanna verulega.  Með því að góna í tölvu langt fram á nótt, heldur heilinn að það sé bjartur dagur.  Og vegna þess að það er bjartur dagur, þá verða þau ekki syfjuð.  Líkaminn þarf samt sína hvíld og þessu tilfelli er hún tekin út að morgni dags.  Bent hefur verið á að taka sér bók í hönd og lesa að kvöldi dags, virkar betur á lífsklukkuna og er mun meira róandi en tölvu- og leikjagón.

Hins vegar ætti að vera hægt að nýta sér þennan eiginleika heilans og birtunnar frá ljósgjafa.  Það er þekkt í hænsnahúsum að plata hænurnar með því að "stýra sólahringnum" með ljósum í gluggalausu rými.  Þá er "dagurinn" og "nóttin" eftir því hvort ljós er kveikt eða slökkt.  Þannig er hænan plötuð til að verpa oftar.

Í ljósi ofanritaðs, legg ég til að allir morgnar í skólum, byrji á kröftugri tölvunotkun og ljósið frá skjánum notað til að plata heilann og telja honum trú um að það sé kominn bjartur dagur.  Skemmtilegt námsefni í tölvum og sjá, vandamálið með  morgundrungann verður nánast úr sögunni.  Foreldrar verða hvattir til að taka tölvur af börnum sínum fyir klukkan tuttugu og eitt á kvöldin og gerð ábyrg fyrir því að þau verði sofnuð klukkan tuttugu og tvö. 

Þau börn sem ekki lagast við þetta í skólanum, fái sérstakan eftirlitsbúnað sem sýnir klukkan hvað þau sofna og þá verður tekið á því vandamáli sérstaklega.


Eingöngu ætlaður húsdýrum!

Væri ekki rétt að merkja bjórinn þannig.  "Eingöngu ætlaður húsdýrum!"

Hverjum og einum væri þá í sjálfsvald sett hvort hann vilji neyta hans,  eins og að leggja sér til munns annað dýrafóður.  Það er ekki hægt að banna það.

Þá er einnig spurning um það, má þá ekki selja húsdýravarning í venjulegum búðum.  Maður spyr sig. Devil
mbl.is Banna framleiðslu hvalabjórs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vá! Er þetta frétt?

Rúta með sextíu manns, varð að bíða við einbreiða brú í nágrenni Hornafjarðar í gær, vegna þess að fólksbíll var á leiðinni yfir brúna.  Þegar fólksbíllinn var komin hjá, komst rútan klakkaust yfir.

Talsvert uppnám varð meðal farþega af þessum sökum og einn bloggaði um þessa hræðilegu lífsreynslu sína.

Þetta gæti einnig að vera frétt hjá gúrkuleitandi fréttamönnum.

Glelðilegt ár. 


mbl.is Flugvél var fyrir á flugbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband