Bloggfærslur mánaðarins, september 2013

Er það sitthvað danskur köttur eða franskur?

mbl.is 31. júlí 2003

"LÖGREGLAN á Blönduósi stöðvaði frönsk hjón á húsbíl við Þrístapa í Þingi á mánudag. Ástæða þessa var ekki of hraður akstur heldur það að með í för hjónanna var köttur. Þar sem ólöglegt er að flytja lifandi dýr inn í landið nema að undangenginni einangrun var haft samband við yfirdýralæknisembættið og í samráði við það var kötturinn aflífaður.

Frönsku ferðamennirnir, sem komu til landsins með Norrænu, tóku þessari niðurstöðu afar illa og neyddist lögregla til þess að handtaka þá og gistu hjónin fangaklefa lögreglunnar á Blönduósi þar til starfsmaður franska sendiráðsins kom og ræddi við þau daginn eftir. Þrístapar, þar sem hin frönsku hjón með köttinn voru stöðvuð, er þekktur fyrir það að þar fór fram síðasta aftaka á Íslandi."


mbl.is Sá köttinn á hjólastígnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband