Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

ESB er ennþá fast í miðöldum.....

....og reyna ítrekað að vaða yfir allt og alla á skítugum skónum og þegar það dugir málstaðnum ekki til framdráttar, þá er gripið til gamalkunnra örþrifa ráða og farið fram með ofbeldi og hótunum.

Nær þetta skrifstofupakk virkilega engum þroska?

Það er löngu ljóst, með þessu skrælingjaliði eigum við enga samleið.
mbl.is Vilja refsa Noregi vegna EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virkjum Landsdóm.

Hafi einhvern tíma verið nauðsyn á því að til kanna hlítar vinnubrögð stjórnmálamanna við aðsteðjandi vá, þá er það núna. 

Við hrunið skipti sköpum hröð og fumlaus vinnubrögð.  Þau gátu verið röng, undir þeirri gríðarlegu pressu sem sett var á þáverandi stjórnendur þjóðarinnar.  Þá var lausnin að vinda hratt og örugglega ofan af því sem miður fór.

Nú eru aðrir tímar.  Sitjandi stjórnvöld hafa haft nægan tíma til að velta upp öllum möguleikum í stöðunni.  En, - merkilegt nokk.  Það tókst alltaf að velja verstu lausnina.

Hvar liggja mörkin um landráð?

Er það þegar stjórnmálaforingjar ljúga upp á þjóðina sakir, - sem enginn fótur er fyrir?

Er það þegar gjaldeyri þjóðarinnar er ítrekað hallmælt og rakkaður niður af kjörnum fulltrúum hennar?

Tel rétt að koma því afdráttarlaust inn í nýjar tillögur um stjórnarskrá, ábyrgð stjórnmálamanna og refsiramma sem grípa má til.
mbl.is „Ætlið þið að biðjast afsökunar?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki rétt af Jóhönnu að íhuga stöðu sína strax?

Það sama gildir um Steingrím J.  Þau vinnubrögð sem voru í kringum skemmtiferð Svavars til London, Icesave ruglið og þau ummæli sem voru viðhöfð að hálfu þeirra hjúa í kringum allt það ferli, hlítur að kalla á endurskoðun setu þeirra í embættum.

Ekki hefði "forsetaræfillinn" átt sjö dagana sæla, ef niðurstaðan hefði verið á hinn veginn.  Þá hefði samkór SF og VG komið fram einum munni og krafist afsagnar Ólafs.

Þökkum almættinu að enn skuli vera vitsmunalíf á Bessastöðum.  Ekki fer mikið fyrir því við Austurvöll.
mbl.is Eigum ekki að leita sökudólga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hverjum er ekki sama.....

......þessi tappi er hvort eð er búinn að sýna það og sanna það, öfgar eru ekki til þess fallnar að ná árangri.

Veit ekki betur en að olía sé 100% náttúrulegt efni.  Hvers vegna ekki að nýta það?
mbl.is Gagnrýnir olíustefnu Steingríms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband