Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Orð gegn orði.

Þessa dagana stendur ekki steinn yfir steini í málflugningi þeirra sem tjá sig opinberlega um vandamál fjármálageirans og eru viðriðnir þann gjörning.  Þar stangast hvað á annars horn.    Allir gerendur í þessu fjárviðri (s.b.r. fárviðri) og virðast á einhverjum tímapunkti hafa hliðrað sannleikanum, ekki sagt alla söguna eða hreinlega farið með rangt mál. 

Hverju eigum við síðan að trúa, við sem höfum eingan möguleika að skoða málin ofan í kjölin. 

Við spyrjum því að leikslokum.
mbl.is Seðlabanki andmælir Björgólfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæjarskipulagið á Egilsstöðum og nágrenni.

Bæjarstjórnin á Egilsstöðum (Fljótsdalshéraði) boðað nýlega til fundar til að kynna vinnu við nýtt skipulag samfélagsins við Lagarfljót sem á að gilda frá 2008 - 2028.  Ekki verður sagt að sú vinna hafi haft það að leiðarljósi að vera hlaðin háleitum markmiðum.  Rauði þráðurinn í skipulaginu var að reyna að breyta því sem fyrri bæjarstjórnir höfðu gert og kollvarpa þeirri vinnu í grundvallaratriðum.  

Þetta nýja skipulagið miðast einnig við að koma umferð út fyrir miðbæ Egilsstaða, frá fyrirtækjum í þjónustugeiranum, sem settu sig niður þar vegna þess að þar eru vegatnamót.  Það eru gömul sannindi og ný, að þar sem eru krossgötur er þjónustan einnig.  Þetta geta menn séð um allan heim og virðist flestum ljóst öðrum en þeim sem fjalla um skipulagsmálin í Egilsstaðabæ.

(Jón Bergsson (1855-1924) forfaðir Egilsstaðaættarinnar var framsýnn og sá að þarna væri skynsamlegt að byggja upp þjónustu - setning hans "hér verða vegamót".)

Það sem vekur einnig athygli þeirra sem áhuga hafa á þessum málaflokki, er að á sama tíma sem tækifri gefst á að færa þjóðveg eitt, sem klýfur Fellabæ að endilöngu, er stefnan að skera bæinn áfram að endilöngu og koma nýrri brú fyrir nánast á sama stað og gamla brúin er.  Sú brú er að stofni til síðan 1904-5 http://www.glettingur.is/lagarbru35.htm).

Skipulagið gerir einnig ráð fyrir að þrengja svo að flugvellinum til frambúðar, að hann verði ekki lengdur eftir þá legngingu sem nú er fyrirhuguð, c.a. 400 metra.   Hvaða samfélag þrengir svo að sínu hafnarsvæði, að það hafi ekki möguleika á stækkun??

Svo tekur steininn úr, þegar kynnt er nýtt svæði til sögunnar, í landi Evindarár.  Þar er svæðið klofið að endilöngu með Seyðisfjarðarvegi.  Að mati sveitarstjórnarmanna er í lagi að klúfa svefnbyggð að endilöngu, en ekki þegar það kemur þjónustugeiranu til góða. 

Hvað er hér í gangi??

Er furða, að menni detti í hug að núverandi bæjarstjórn sér fyrirtækjafjandsamleg??


Ekki benda á mig.....

Það er ekki verra en vant er með íhaldið, eignar sér stöðugt það sem jákvætt er, en er síðan sneggra en skuggi Lukku Láka að bend á samstarfsflokka sína, þegar smá kusk fellur á hvitflibbann.

Þegar flokkurinn var í samstarfi við Framsóknarflokkinn, var “tröllið” stöðugt að feka sig á bakvið “dverginn”, - samstarfsflokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn kenndi honum um það sem illa fór.  Áróðursmaskínan var það miklu stærri og öflugri, að Framsóknarflokkurinn áttu ekki roð við henni.

Enn ætluðu sjálfstæðismenn að leika sama leikinn með nýjum "partner", en það gengur ekki eins vel, þar sem sá flokkur hefur úr fleirum að moða til að berja íhaldið niður.  Nú bregður svo við, að samkvæmt könnun Fréttablaðsins, að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stærstur legngur.  Áróðursmaskínan höktir í mótlætinu, enda eldsneytið gamalt og margnotað og samstarfsflokkurinn stærri og öflugri.  Hann lætur ekki vaða yfir sig á skítugum skónum. 

En það er raun þyngra en tárum tekur, að verða ítrekað vitni að því, að Sjálfstæðisflokkurinn opinberi óheilindi sín í öllu sínu stjórnarsamstarfi. Það furða mann einnig, að jafn lítilfjörleg sál skuli hafa grafið um sig í jafn stórum stjórnmálaflokki og Sjálfstæðisflokkurinn er?

Síðast en ekki síst, er athyglivert hve margir landsmenn voru tilbúnir að leggja nafn sitt við jafn auðvirðulega framkomu og styðja í blindni slíka framgöngu, - trekk í trekk.

Nú fara væntanlega breyttir tímar í hönd, þar sem þrautagöngu einkavæðingarinnar er brátt lokið, því miður með gjaldþroti fyrirtækja og þjóðar.


Alltaf í boltanum.....

....Geir minn? 

Var Geir að falast eftir vinnu í Englandi, fyrir Davið Oddson og reyna þar með fullvinna síðasta Þorskastríð, með því að láta DO leggja fjarhaginn þar í rúst einnig? 

D. Oddson, - maður með reynslu!!
mbl.is Geir og Brown ræddust við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Koma fjallagrösin til bjargar??

Hvar eru nú bjargráð VG?  Það má ekki virkja né reysa álver. 

Samt er það ljóst að það fé úr sjóðum landsmanna, sem fór í að bjarga Glitni fyrir horn, samsvarar útflutningstekjum á ári frá öllum álverum Íslands. 

Vilja menn eitthvað ræða það frekar??

 


mbl.is Skýrist á næstu klukkustundum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki ljóst, - þeir eru ekki tengdir.....

Neitaði að svara um gróða eigenda
Már Másson, upplýsingafulltrúi Glitnis (t.h.) ræðir við fréttamann NRK.

......Ísleskum raunveruleika þessir bankamenn.

Frábær frétt á RÚV í hádeginu http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item229868/.

"Í sjónvarpsviðtali sem birtist í gærkveldi í norska ríkissjónvarpinu var rætt við Má Másson, upplýsingafulltrúa Glitnis. Fréttamaður spurði Má hvort rekja mætti vanda bankans til óráðsíu eigenda bankans sem hefðu tekið til sín milljónir dollara í bónus, hvort það væri ekki svo að eigendur Glitnis væru nú þessa dagana að græða stórfé á efnahagskreppu landsins, á meðan fólkið í landinu væri að tapa sínu fé. Már neitaði að svara spurningum fréttamanns og rauf að lokum viðtalið."

 

Er einhverju við þetta að bæta?  Það er ljóst að þessir menn hafa tekið það fé út úr bankanum, sem vantar nú til að hlutirnir gangi upp.  Þeir liggja nú grátklökkir á hnjánum og reyna að fá þá sem þeir féflettu áður, til að koma og leggja þeim til meira fé.  Er ekki allt í lagi með þessa gaura????

 

Már Másson lét taka hljóð-
snúruna úr sambandi á 
meðan hann ræddi einslega
við fréttamann eftir að hafa
látið rjúfa viðtalið.

 

Sjá atriðið í heild: http://www1.nrk.no/nett-tv/indeks/146301

 


Því ekki að senda hann í Seðlabankann !!

Hvernig væri að reyna að laga ruglið í Dimmuborgunum við Arnarhól, að fá þurkaðan haus af ættarhöfðingjanum og töframanni Shuar-indíánaþjóðflokksins í Ekvador til að leysa fjármálakrísuna sem landinn eru kominn í ??  

Alltént getur ástandið varla versnað úr þessu. 
mbl.is Þurrkað höfuð í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú....?!?!

Með hvaða gjaldmiðli ætla menn að greiða??  Íslenskum krónum??


mbl.is Engin hætta á olíukreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru......

.....orð í tíma töluð.  Gildir það ekki einnig um seðlabankastjórann?? Shocking
mbl.is Davíð: Menn tali varlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú kemur sér vel....

...að hafa orku og álver.  Þökk sé Valgerði Sverrisdóttur.  Seðlabankinn þurfti að nota það sem samsvarar útflutningsverðmætum allra álvera til að bjarga Glitni.
mbl.is Tæplega 1.500 sagt upp í hópuppsögnum í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband