Hafði trú á Sigurði Inga....en....

...nú þegar hann fer fram, þvert á það sem hann hafði áður gefið í skyn, neita ég því ekki, að á mann renna tvær grímur.

Það er landlægt meðal krata, að skipta út formanni, í von um betra gengi.  Síðasta útskipting þeirra virðist hins vegar hafa misheppnast, ef marka má skoðanakannanir.

Ég held að þetta framboð SIJ sé eingöngu til þess fallið að skemmta skrattanum rækilega og kljúfa Framsóknarflokkinn í herða niður og gera kosningar auveldar fyrir andstæðinga hans.

Skemmtileg afmæligjöf það, - eða hitt þó heldur.


mbl.is Sigmundur „ekkert hrópandi kátur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin lausn að skipta um formann.

Í fótbolta viðgengst það að skipta um þjálfara ef liðið stendur ekki undir væntingum.

Í útgerðinni er skipt um kallinn í brúnni ef ekki fiskarst.

Í sumum stjórnmálaflokkum viðgengst að skipta um formann, ef flokkurinn dalar í könnunum.

Stundum gefst þetta stundum ekki.

Kratar hafa oft skipt um formann í gegnum tíðina og jafnvel nafn, en það hefur litlu sem engu skilað til lengdar.

Háværi raddir gerast nú innan Framsóknarflokksins, um að skipta um formann.  Einhverjir eru að fara á taugum vegna umfjöllunar RÚV, sem flestir flokka nú undir eineldi á núverandi formann flokksins.  

Mesti styrkur flokksins er að fara í gegnum næstu kosningar án stórra breytinga í forustuliðinu og sýna þannig RÚV og öðrum andstæðingum flokksins, að það eru flokksmenn sem velja í æðstu embætti í flokknum, ekki andstæðingar hans.  

Nú er mikilvægt að menn dragi djúpt andann, gangi samstíga til verka, því það er samstaðan sem gildir, dagsformið og liðsheildin. 

Að fara í harðan formannsslag núna gerir einungis þrennt.

1. Það skemmtir fréttastofu RÚV og öðrum andstæðingum Framsóknarflokksins.

2. Að óeining og vantraust grefur um sig og veikir flokkinn verulega fyrir kosningar.

3. Það eykur stórlega líkur á klofningi og/eða að margir segi sig úr flokknum.

Eftir kosningar taka menn svo stöðuna í ró og næði.  

Koma tímar, koma ráð.


mbl.is Metur stöðu sína innan flokksins góða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband