Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2022

Mismunandi vægi frétta í Morgunblaðinu

Auðvitað á rétt að vera rétt
ræðst það á því hvað telst frétt.
Frétt er hjá sumu fólki slík
að smella betur að pólitík

Oft furðar maður sig á fréttamati blaðamanna. Nokkrum sinnum hefur því verið slegið upp í frétt þegar fólk á höfuðborgarsvæðinu hefur "lent í þeim hremmingum" vera sent út á land til að leita bót meina sinna.  Það er frétt, en ekki þegar landsbyggðarfólk þarf hundruðum saman, ár hvert, að koma sér til lækninga í Reykjavík með tilfallandi kostnaði og óþæginda.

Það sama á við fréttir, sem eru "of langt í burtu til að skipta máli" og fréttamat Reykjavíkurmiðlanna nær ekki yfir.

Fyrir nokkru var upphlaup í stjórnsýslunni í Múlaþingi, sem beitti bolabrögðum til að þagga niður í minnihlutaflokki í sveitastjórninni. Málið varðaði heilbrigða umræðu um stórmál í framtíðarskipulagi fyrir íbúa á Egilsstöðum. Rök meirihlutans var eins og rjúkandi ruslahaugur. Þau tímamót urðu þá, að meirihlutinn samþykkti að tveir áheyrnarfulltrúar voru kosnir vanhæfir til setu undir umræðu um vegalagningu vegna Seðisfjarðaganga.

Ekki hefur tekist að upplýsa eftir hvaða lagabókstaf sá gjörningur styðst við.

Hér veltir maður fyrir sér fréttamati Morgunblaðsins. Hveragerði þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í minnihluta og Múlaþingi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta.

https://xmulathing.blog.is/blog/xmulathing/

https://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/2280626/


mbl.is Fundurinn boðaður einni mínútu of seint
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er minnimáttarkenndin viðvarandi í sveitastjórn Múlaþings?

Jarðgöng til Seyðisfjarðar hafa verið í vinnslu í langan tíma og stöðugt hefur verkefninu verið frestað. Nú sér fyrir endann á því og sveitastjórnarmenn svæðisins hleypur kapp í kinn.  Þvert á gildandi skipulag ætlar meirihlutinn í Múlaþingi að afhenda Vegagerð ríkisins skipulagsvaldið.  Færa á vegstæðið og er meirihlutinn í Múlaþingi til í að fórna hverju er fyrir væntanleg Seyðisfjarðagöng, - allt er undir.  Dýrmætu byggingarlandi á Egilsstöðum á að fórna, stærsta svæði villta Blæaspar á Íslandi verður eins og þverskorin ýsa og fjármunum skal varið í nýtt aðalskipulag.

Minnimáttarkenndin nær svo nýjum hæðum í sveitastjórn Múlaþings gagnvart fulltrúum M-listans í ráðum sveitarfélagsins.  Það er mikið lagt undir að reyna að stinga undur stól réttmætum ábendingum M-listans um að sveitastjórn Múlaþings sé að afsala til Vegagerðar ríkisins (VR) skipulagsvaldið og eru að kokgleypa hugmyndir VR um framkvæmdina.  Þar að auki ætlar sveitastjórn Múlaþings gagnrýnislaust að samþykkja matskýrslu VR um framkvæmdina þó fulltrúar M-lista hafi ítrekað bent á misræmi í henni og gallaða framsetningu. 

Í Byggðarráði var áheyrnarfulltrúinn Þröstur Jónsson M-lista, ákvarðaður vanhæfur með kosningu.

Þeir sem greiddu því atkvæði voru:

Berglind Harpa Svavarsdóttir D-lista
Ívar Karl Hafliðason D-lista
Vilhjálmur Jónsson B-lista
Öll í meirihlutanum.

Auk þess greiddi Hildur Þórisdóttir L-lista atkvæði með vanhæfi.
Helgi Hlynur Ásgrímsson, V-lista, sat hjá.

https://www.mulathing.is/is/stjornsysla/sveitarstjorn-rad-og-stjornir/fundargerdir/byggdarad-mulathings/305

Í Umhverfis- og framkvæmdaráði kvað við sama tón gagnvart áheyrnarfulltrúa M-listans.  Þar var áheyrnarfulltrúinn Sveinn Jónsson einnig ákvarðaður vanhæfur með kosningu.

Þeir sem greiddu því atkvæði voru:

Úr meirihlutanum.

Jónína Brynjólfsdóttir B-lista
Ólafur Áki Ragnarsson D-lista
Eiður Gísli Guðmundsson B-lista
Þórhallur Borgarsson D-lista

Minnihlutinn ákvað að vera með í gjörningnum og var það Ásdís Hafrún Benediktsdóttir L-lista, sem þar var að verki.
Ásrún Mjöll Stefánsdóttir og Þórunn Hrund Óladóttir sátu hjá, báðar á V-lista, 

https://www.mulathing.is/is/stjornsysla/sveitarstjorn-rad-og-stjornir/fundargerdir/umhverfis-og-framkvaemdarad-mulathings/306

Sérstök lög gilda um vanhæfi aðalmanna í sveitarstjórn.
Hvar má finna vanhæfisreglur um áheyrnarfulltrúa?
Hver ofantalinna getur svarað því?

Er ef til vill verið að brjóta stjórnskrávarin réttindi á fulltrúa M-listans er varðar tjáningar- og skoðanafrelsi?

 


Á hvaða vegferð er Eftirlitsgrúppur ríkisins?

Eitthvað kostar þetta hvalveiðiverkefni.  Hver á að borga?

Hvernig er hægt að fá dýralækna til sjós á sama tíma og sveitir landsins eru frekar illa mannaðar dýralæknum. Hver á að greiða þann sjó-spendýra-kostnað?

Hvenær verður gerð krafa um að dýralæknir fylgi hverri skyttu á hreindýraveiðum? 

Eru virkilega alltaf til fjármunir af skattfé okkar í endalaust rugl?


mbl.is Dýravelferðarfulltrúi myndi allar aðgerðir við hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband