Bloggfærslur mánaðarins, maí 2022

Fyrsta þyrla Landhelgisgæslunnar sem fer út á land skal gerð út frá Egilsstaðaflugvelli.

Austfirðingar eru ávallt verið aftas á merinni í allri þjónustu frá Reykjavík, ekki síst þegar kemur að björgunaraðgerðum og sjúkraflugi. Því er krafan að fá eina af þyrlum Landhelgisgæslunnar með heimahöfn á Egilsstöðum, enda lengst að fara á sjúkrahús allra landsmanna í Reykjavík.  Mikil umferð ferðananna á þjóðvegakerfinu og fjarri byggð kallar á betri lausnir til björgunaraðgerða, þegar neyðin bankar upp á.

Nokkrar greinar hef ég skrifað um þessi mál og hér er ein sem menn ættu að líta yfir og var upphaflega birt 2008.  Lítið hefur breyst síðan.

Rétt til að minna á það:

Það býr fólk á Austurlandi, sem borga ríflega til samfélagsins og ástæðulaust að það upplifi sig ítrekað, sem þriðjaflokks íbúa þessa lands. 

https://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/2264892/


mbl.is Þörf er fyrir sérstakar sjúkraþyrlur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinabæjarsamstarf

Egilsstaðir (og við sameininguna í Fljótsdalshérað) voru lengi vinabæjarkeðju Suolathi í Finnlandi, Skara í Svíþjóð, Sorö í Danmörku og Eidsvoll í Noregi. Þegar Suolathi var sameinað Äänekosti slitnaði keðjan vegna þess að Äänekoski var í vinabæjarkeðju með Hveragerði.  Raseborg í Finnlandi kom inn í fyrrnefnda vinabæjarkeðju.  Runavík í Færeyjum var ekki með í vinabæjarkeðjunni en mikið og gott samvinna var milli Héraðs og Runavíkur og meðal annars var lengi sent jólatré til þeirra, - það eina sem sent var frá Íslandi.

Fundur hjá Byggðaráði Múlaþinga 3.5.2022

Mál 16.

"Fyrir lá ósk frá Helga Hlyni Ásgrímssyni um að nú að loknum heimsfaraldri verði endurnýjuð kynnin við vinabæi sveitarfélagsins í Færeyjum, Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Einnig er lagt til að, með vísan til samstarfssamnings við UHI, verði leitað eftir vinabæ í Skotlandi. Einnig lágu fyrir minnispunktar frá skrifstofustjóra varðandi vinarbæjartengsl sveitarfélagsins."

Ég tel ekkert mál er að endurvekja samstarfið við þessa keðju okkar, bara hafa samband og taka upp þráðinn.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband