Bloggfærslur mánaðarins, mars 2022

Hliðarvagn Austurgluggans á hálum ís

Héraðsfréttablaðið Austurglugginn og Austurfrétt.is eru rekin samsíða með sama starfsfólki en ekki með nákvæmlega sömu efnistökum.  Slíkir miðlar eru ómissandi hverju nærsamfélagi vegna umræðu og frétta sem eiga ekki endilega greiðan aðgang að stóru fréttaveitunum í landnámi Ingólfs.  Mikilvægt er héraðsfréttamiðlum að segja satt og rétt frá og vera ekki áberandi á flokksklafa einhverra framboða fram yfir önnur og gæta hlutleysis. 

Eftirfarandi var á: https://www.austurfrett.is/frettir/sagdhi-fordaemingu-mulathings-gegn-russlandi-of-harkalega

„Höfundur: Albert Örn Eyþórsson • Skrifað: 21. mars 2022.

Fulltrúi Miðflokksins í sveitarstjórn Múlaþings, Þröstur Jónsson, telur að nýleg bókun sveitarstjórnar þar sem innrás Rússa inn í Úkraínu er fordæmd og fullum stuðningi lýst við Úkraínu gangi of langt.

Ályktun þess efnis var bókuð á síðasta sveitarstjórnarfundi Múlaþings en sú bókun var í samræmi við bókanir annarra sveitarfélaga og sömuleiðis Evrópusamtaka sveitarfélaga. Bókunin var eftirfarandi:

Sveitarstjórn Múlaþings fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu og brot þeirra á sjálfstæði og sjálfræði þjóðarinnar. Sveitarstjórn lýsir yfir fullum stuðningi við úkraínsku þjóðina og þær aðgerðir er alþjóðasamfélagið hefur gripið til gegn yfirvöldum í Rússlandi. Sveitarstjórn Múlaþings lýsir sig reiðubúna til að koma að aðstoð við fólk á flótta og tekur einróma undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga.

Þröstur taldi bókunina of harkalega og sagði að Ísland væri hluti af því vestræna alþjóðasamfélagi sem væri með blóð upp að öxlum vegna styrjalda á borð við þá sem varð í Líbíu og hefði skilið það land eftir í rúst.

Setti Þröstur fram sína eigin bókun vegna málsins:

Sveitarstjórn Múlaþings harmar stríðsástand í Úkraínu sem og annars staðar í heiminum og lýsir yfir samkennd og samhug með almennum borgurum þar sem og annarsstaðar sem þurfa að búa við ofbeldi og yfirgang stjórnvalda, innlendra sem erlendra. Sveitastjórn Múlaþings hvetur alla deiluaðila að leggja niður vopn og setjast að samningaborði, hlusta á kröfur hvers annars, með hag og öryggi almennra borgara að leiðarljósi. Sveitarstjórn Múlaþings lýsir sig reiðubúna til að greiða götu fólks á flótta en leggur til að vanda sé til verka, þannig að fjármunir nýtist sem best í stuðningi við flóttafólkið.

Bókun Þrastar var felld með níu atkvæðum.“

Fréttin er frekar illa unnin og ber með sér að sá sem hana ritar er ekki vel að sér í fundarsköpum þar sem hann nefnir „bókun“ sem er í raun „tillaga“.  Um bókun er ekki kosið, það er hins vegar gert um tillögur.  Svo snýr hann hlutunum á haus með kosninguna, þar sem tillaga Þrastar gengur lengra en aðsend tillaga til sveitastjórnar og þá ber, samkvæmt fundarsköpum, að taka hana fyrir á undan, eins og lesa má í fundargerð sveitastjórn Múlaþings 9.3.2022 liður 6. þar sem tillaga Þrasta var felld. "Tillagan felld með 9 atkvæðum en 1 greiddi atkvæði með (ÞS), einn sat hjá (HHÁ)."

https://www.mulathing.is/is/stjornsysla/sveitarstjorn-rad-og-stjornir/fundargerdir/sveitarstjorn-mulathings/256

Það er athyglivert að ekki skuli vera fréttnæmt, atkvæði þeirra níu, sem vilja eingöngu bóka um hörmungar í Úkraínu, en ekki nefna það í sömu andránni að það eru hörmungar víðar.  Hörmungar sem eru jafn skelfilegar og í Úkraínu. Það eru flóttamenn víða að flýja heimalönd sín og eignir vegna aðgerða misvitra þjóðhöfðingja.  Þeir flóttamenn eru oft ofurseldir glæpagengjum, sem eru að innheimta gjald til að koma þeim á betri stað.  Sumir ná aldrei landi.

Allir eiga rétt á friðsælu lífi.
Er það ekki útgangspunkturinn í tillögu Þrastar?  
Eru flóttamenn ekki sama og flóttamenn?
Hvað með Jón og Séra Jón?

Því verður ekki trúað að óreyndu, að Austurglugginn og viðhengi, séu að færa sig út á hinn pólitíska ritvöll og birta fréttir í gegnum pólitísk gleraugu eða eftir ritskoðun út í bæ.


Hvar er friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna?

Á síðu Félags Sameinuðu þjóðanna UNA ICELAND má lesa eftirfarandi:

„Einn megintilgangur Sameinuðu þjóðanna er að standa vörð um heimsfriðinn. Stofnsáttmálinn gerir þá kröfu til hvers aðildarríkis að það leitist við að jafna deilur og ágreining eftir friðsamlegum leiðum og forðist hótanir og valdbeitingu í garð annarra ríkja.

Í áranna rás hafa Sameinuðu þjóðirnar gegnt lykilhlutverki við að afstýra hættuástandi í heiminum og leysa langvarandi átök og deilur. Þær hafa stýrt flóknum aðgerðum á borð við friðarumleitanir, friðargæslu og mannúðaraðstoð. Samtökin hafa unnið að því að koma í veg fyrir að átök brjótist út. Í kjölfar átaka hafa þau í æ ríkara mæli reynt að ráðast að rótum styrjalda og leggja grunn að varanlegum friði.

Afskipti Sameinuðu þjóðanna hafa skilað stórkostlegum árangri. Samtökin áttu þátt í að leysa Kúbudeiluna 1962 og deilur Araba og Ísraelsmanna 1973. Árið 1988 urðu friðarsamningar, sem komust á fyrir atbeina Sameinuðu þjóðanna, til þess að endi var bundinn á stríðið milli Írana og Íraka. Árið 1989 leiddu samningaviðræður á vegum Sameinuðu þjóðanna til þess að sovéskar hersveitir voru kvaddar heim frá Afganistan.

https://www.un.is/stadreyndir/fridarstarf/

Hver er staðan nú hjá SÞ þegar óöld í boði Pútín í Úkraínu ógnar heimsfriðnum?

Er eitthvað í gangi hjá SÞ?

Getur einhver upplýst um það?


mbl.is „Sókn Pútíns er föst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB þráhyggjan

Það er ekki annað hægt en að dást að þráhyggju sumra sem ítrekað eru að berja hausnum við steininn og endalaust að taka upp gamlar úreltar, vitlausar og vanhugsaðar tillögur um umsókn inn í ESB.  Hvað er lengi búið að benda á vankantana og ófrávíkjanleg skilyrðin sem sambandið setur um fiskveiðar upp í kálgarða landsmanna.

Hvað er það sem hringlar í höfði þess sem svona lætur eða uppi á því?

 

 

PastedGraphic-38


Er allur sannleikurinn sagður?

Það kostar fórnir að lifa í samfélagi.  Því fylgja bæði kostir og gallar.  Það er erfitt að reka bæjarfélag án þess að atvinnulífið sé blómlegt og íbúar hafi atvinnu til að framfleyta sér og sínum. Á Seyðisfirði er staðan snúin eftir hörmungarnar, svo vægt sé til orða tekið.

- Hvað um stærstu atvinnurekendurna?
- Er fiskvinnslan ekki á hættusvæði?
- Hvað verður um hana?
- Hvaða líkur er á að henni verði lokað endanlega?
- Hvað kemur í staðinn?

Þar með er ekki sagt að ekki skuli hlustað á íbúana, einungis bent á að finna þarf út hvað hægt er að gera í staðinn fyrir þau störf sem tapast og helst að bæta í þegar kemur að atvinnuuppbyggingu.

- Hvaða lausnir eru í sjónmáli?
- Er t.d. hægt að vera með landeldi í Seyðisfirði?
- Hvað annað er í boði?

Upphrópanir bæta atvinnuástand lítið, jafnvel þó verið sé að höfða til háværs hóps íbúa, ekki endilega meirihlutans.

Öflug atvinnustefna er grunnur hvers samfélags.


mbl.is Gagnrýnir sveitastjórn Múlaþings harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband