Bloggfærslur mánaðarins, desember 2022

Á að moka snjó með skrifborðum eða snjóruðningstækjum?

Það er alveg með ólíkindum hvað það kemur mörgum á óvart að það skuli snjóa á Íslandi og ekki er síður áhugavert hvernig sumir telja að leysa eigi málið.  Lausnarorðið er því LOKUN

Til þess að koma megi þessum lokunum í framkvæmd, þarf að skipa starfshóp til að skoða stöðuna, senda út fyrirspurnir og bíða svara, fara yfir málin, velta vöngum og taka síðan afdrifaríka ákvörðun. LOKUN.

Enginn reynslubolti, sem notar vegakerfið að staðaldri, skilur neitt í þessum aðgerðum.   Það er oftast hægt að finna aðrar lausnir, sem hafa minni inngrip í daglegt líf fólks og fyrirtækja, en þá þarf að sjálfsögðu að skipa nýjan starfshop til að fara yfir þau mál sérstaklega.

En það er auðvita komin lausn á vandamálinu hjá innviðaráðherranum, nefnilega að skipa starfshóp, sem á að fara yfir málin og finna lausn svo ekki þurfi að loka Reykjanesbrautinni næst þegar snjóar, til þess að innviðaráðherra geti sett "LOKUNAR-nefndinni" skýrari verklagsreglur.  Ekki getur hann það sjálfur.

En ekki dettur honum heldur í hug það augljósa:

Að láta selja skrifborðin og kaupa snjóruðningstæki í staðinn!


Jólahársnyrtingin

Það voru að koma jól.  Um alla jörð var verið að undirbúa hátíðina.  Það var skúrað, skrúbbað og bónað um borg og bý.  Í fangelsinu var allt á fullu við að koma öllu í skikk fyrir hátíðina og þar var verið að klippa og snyrta hár fanganna. 

Það gekk nú svona og svona vegna þess að klipparinn var með skæri sem bitu ekki nægjanlega vel. Fanginn, sem sat í stólnum var mjög rólegur, þrátt fyrir að vera meira og minna hárreyttur á meðan á klippingunni stóð.  Að lokum brast þó þolinmæði fangans og hann stundi milli samanbitinna tannanna:

„Þú mátt alveg klippa þau hár, sem þú nærð ekki upp með rótum.“


Kanna búnað bifreiða og getu ökumanna í vetrarakstri.

Oft er gripið til þess ráðs að stoppa ökumenn og kanna ástand þess sem undir stýri situr, með tilliti til hugsanlegs áfengismagns í blóði og/eða aksturs vegna vímuefna.

Sama er uppi á teningnum er varðar hraðakstur og hvort bifreið hefur verið færð til skoðunar á tilsettum tíma.

Nú erum við farin að snúa málunum á haus þegar kemur að fólki, sem ekki kann að aka við vetrarskilyrði né er fært um að meta aðstæður vegna fannfergis á Íslandi.  Það tekur yfir alla heilbrigða hugsun hjá yfirstjórn vegamála að beita því að loka vegum, sem bitna á bílstjórum með mikla reynslu í vetrarveðrum og mörgum þáttum atvinnulífsins.

Er ekki gerlegt að setja upp pósta, eins og að framan greinir, þar sem dekk bíla eru skoðið og eftir atvikum hvort ökutækið hafi þá getu að takast á við krefjandi aðstæður og ekki síst ökumaðurinn?

Það ætti ekki að vera erfitt að sjá mun á lítilli eins drifa bifreið með ökumanni, sem ljóst má vera að hefur ekki reynslu af vetrarakstri og þaulreyndum bílstjóra á velbúnu farartæki til vetraraksturs.

Vissulega geta bílstjórar á velbúnum farartækjum verið óhæfir til að aka við umræddar aðstæður, en fá atvik eiga ekki að koma í veg fyrir að beita heilbrigðri skynsemi og nýta spart forræðishyggjuna. 

Meðalhófsreglan á sérlega vel við hér.


mbl.is „Bara grín“ að loka Reykjanesbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjarnorkuver á Fljótsdalshéraði

Á fundi sveitastjórnar í Múlaþingi 14. des. 2022 fór fram mögnuð umræða um orkumál og má segja að hún sé í beinu framhaldi af trúarbragðastríði vindorkugeirans á heilbrigða skynsemi Íslendinga, vegna orkumálum þjóðarinnar.  Ítrekað er búið að vara við slíkum framkvæmdum m.a. vegna sjón-, hávaða- og örplastmengunar.

Þá hefur verið nefndir gríðarlegir flutningar á steypu- og járnbindingaefnum um langan veg með tilheyrandi olíu útblæstri skipa og trukka, við að koma þessu efni í orkugarðana.  Samsvarandi mengun verður af því að koma vindmillum til landsins, sem að loknum líftíma þeirra kallar þar að auki á mjög erfiða förgun spaðanna.  Ending þeirra er jafnframt takmörkuð vegna þess að rigning tætir þá upp og lífríkið bíður skaða af örplasti frá þeim út í náttúruna.

Lausn framleiðanda spaðanna er að mála þá reglulega.  Það er sérleg sannfærandi í roki og rigningu eða slyddu.  Ekki verður það árennilegra í norðan garra og snjókomu.

Ótrúlegt hve margir eru til í að trúa slíkum skröksögum um vindorkuver á Íslandi.  Bakkabræður trúðu því að það væri hægt að bera sólarljósið í bæinn í skjólum.  Ætt þeirra bræðra er greinilega fjölmennari en nokkurn uggði.

Svo er annar vinkill á þessari tillögu.  Ríkisstjórnin virðis sammála því að raforka á Íslandi sé framleidd með kjarnorku, þó ekkert kjarnorkuver sé á Íslandi.  Það er einn furðulegur angi af ESB samþykktum.

Í Bændablaðinu 23.8.2018, er fjallað um að 87% af raforku á Íslandi sé framleidd með kjarnorku, kolum, olíu og gasi.

„Frá því í desember 2011 hafa íslensk orkufyrirtæki gefið út og selt upprunaábyrgðir raforku. Það ár voru seldir slíkir papp­írar sem námu um það bil 2 teravattstundum [TWst] vegna raforku­framleiðslu á Íslandi en heildarframleiðslan nam 16,8 TWst. Nú er salan komin í nær 17 terawattstundir, eða um 87% af  rúmlega 19 TWst framleiðslu samkvæmt gögnum Orku­stofnunar.

Samkvæmt gögnum sömu stofnunar var  nánast öll raforku­framleiðsla frá endur­nýjanlegum orkugjöfum árið 2011. Úr jarðvarma 27% og vatnsorku 73% en einungis 0,01% er framleidd með jarðefnaeldsneyti.  Meirihluti raforku í Evrópu átti hins vegar uppruna sinn í jarðefnaeldsneyti og kjarnorku“

https://www.bbl.is/frettir/87-raforku-a-islandi-sogd-framleidd-med-kjarnorku-kolum-oliu-og-gasi

Takið eftir  því að sem stendur hér að framan „Samkvæmt gögnum sömu stofnunar var  nánast öll raforku­framleiðsla frá endur­nýjanlegum orkugjöfum árið 2011.  Samt er bent á að á Íslandi sé 87% af orkunni ekki framleidd á vistvænan hátt.  Þetta er með vitund ríkisstjórnarinnar að einhverjir „góðvinir“ hennar hafi leyfi til að verðfella hreinleika íslenskrar orku.  Rúsínan í pylsuendanum er að gegn „vægu gjaldi“ er hægt að fá hreinleikavottorð, náðug samlegast, ef einhver telur þess þurf til að auka verðmæti framleiðslu sinnar.

Hverslags siðferði er þetta sem þrífst í skjóli yfirstjórnarinnar á Íslands?

Tillagan, sem er tær snilld:

„Fýsileikakönnun varðandi uppsetningu og rekstur kjarnorkuvers

Fyrir liggur erindi frá sveitarstjórnarfulltrúa Helga Hlyni Ásgrímssyni varðandi það að á vegum sveitarfélagsins verði unnin fýsileikakönnun varðandi mögulega staðsetningu kjarnorkuvers innan sveitarfélagsins.“

Liður 17 í fundargerð https://www.mulathing.is/is/stjornsysla/sveitarstjorn-rad-og-stjornir/fundargerdir/sveitarstjorn-mulathings/383

Á Fljótsdalshéraði er engin teljandi náttúruvá sem gæti haft áhrif á rekstur kjarnorkuvers, það er mun tryggari í rekstri en vindmyllur og mengun frá slíku er hverfandi.  Þessi tillaga er því í rökréttu framhaldi af kröfu um orkuskipti og mun einnig ríma bærileg við opinber gögn um að raforka á Íslandi er framleidd með kjarnorku.  Því næst er að finna orkuverum stað, sem drifin eru áfram á olíu, gasi og kolum. 

Þá loksins færi saman hljóð og mynd úr stúdíóinu við Austurvöll


 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband