Í júlí 2017 kviknaði í annarri vind­myllunni og eyði­lagðist hún í brunanum. Stuttu síðar bilaði hin vind­myllan og hætti að fram­leiða raf­magn. Stein­grímur Er­lings­son, eig­andi Bio­kraft, greindi frá því skömmu síðar að fyrir­tækið hefði keypt nýjar og hærri vind­myllur og að hann vildi setja þær upp. Það fékk hann hins vegar ekki í gegn vegna and­stöðu íbúa og sveitar­fé­lags Rang­ár­þings ytra.

Félagið var svo að lokum úrskurðað gjaldþrota í mars 2019.