Bloggfærslur mánaðarins, september 2021

Trúarbragðastríðið um nýja stjórnarskrá

Merkilegur er málflutningur þeirra sem vilja nýja stjórnarskrá, - strax.  Ekki einasta hvað það fer mikið í taugarnar á þeim að sú gamla sé þýdd og staðfærð að íslenskum veruleika úr dönsku, heldur tala þeir niður Stjórnarskrána án þess að vita um innihald hennar að neinu marki.

Ekki síst er það magnað, að sama grúppan er alveg föst á því að taka upp allar greinar, sem frá ESB koma, og þýða þær beint án þess að nokkur velti fyrir sér hve margar greinar þaðan eiga illa við okkar samfélag, - sumar bara alls ekki.

Að skýla sér á bakvið samþykktir stjórnlagaráðs, sem stofnað var til undir skuggalegum formerkjum og öll vinnubrögð þess í takt við það.  En náttúrulega var það bara enn eitt ruglið í samfélaginu.  Svona klúbbur getur ályktað út og suður án þess að það hafi aðrar afleiðingar en að vera vettvangur skoðanaskipta.  Það er hins vegar athyglivert að gefa sér það að Alþingi beri að taka þetta fyrir og nýti sem nýja stjórnarskrá.  Af sinni sérstöku hógværð telur þessi klúbbur sig vera fulltrúa meirihluta þjóðarinnar.  Það jafnast fátt á við slíkt lítillæti.

Þessi klúbbur skirrist ekki við að nota blekkingar og beinlínis lygar við að koma sínu á framfæri og svo kyrjar söfnuðurinn í kór og lítur á skoðun sína sem heilagan sannleik. 

 Þetta eru trúarbrögð, hver nýta sér heimatilbúna útfærslu á sannleikanum.

 


Viðreisn, - skúffuklúbbur Samfylkingarinnar.

Samfylkingin og Viðreisn eru helteknir af því að GERA SAMNING við ESB.  Það vita allir upplýstir einstaklingar að krafa um inngöngu er ekki samningsatriði, frekar en að það sé samningsatriði að fá að vera í gallabuxum og strigaskóm á fundum Frímúrara. 

Reglur ESB eru ófrávíkjanlegar og um það eitt hægt að semja, hve langan tíma ríkistjórnir gefa sér að fullgilda inngönguskilyrði ESB.  Þetta er margbúið tyggja ofan í mannskapinn en á einhvern óskiljanlegan hátt hefur það farið framhjá þingmönnum Viðreisnar og kjósendum hans.

Það vita allir upplýstir einstaklingar að innganga í ESB hefur það í för með sér að opna landhelgina fyrir veiðiskipaflota Evrópu.  Það er EKKI samningsatriði, það er krafa ESB og ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir inngöngu.

Viðreisn heldur að þeir geti unnið sigur á ESB, eins og Don Quixote, sem var að berjast við vindmyllur í líki aðalsins á Spáni á sextándu og sautjándu öld.

Samsvörun Viðreisnar og baráttan við vindmillurnar eru ótrúleg og merki Viðreisnar er þar punkturinn yfir i-ið, - eins og spaði vindmillunnar.

download


mbl.is Ríkisstjórnin gæti haldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er RÚV með augnleppa gagnvart Samfylkingunni?

Nú er frambjóðandi Samfylkingarinnar kominn á þunnan, hálan ís.  Það vekur athygli hve hljótt er á göngum RÚV um fjármál Kristrúnu Frosta­dótt­ur.

Öðru vísi áður brá hjá RÚV, þegar framsóknarmenn máttu ekki ganga fyrir húshorn án þess að samsæriskenningar voru komnar á flug hjá RÚV.  Allt sem miður fór í samfélaginu var framsóknarmennska og þar gilti einu hvort það var í fréttatíma, umræðuþætti eða skemmtiþætti.

Nú er öldin önnur og Miðflokkurinn hefur tekið við þessum eitraða kaleik RÚV, sem gerir það sem í þeirra valdi stendur að hunsa Miðflokkinn og og formann hans.

Þetta er sérkennileg hlið á óháðri umfjöllun.


mbl.is Sagði að Kristrún myndi svara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þolir heilbrigðiskerfið meiri afskipti Vinstri Grænna?

Heilbrigðiskerfið er búið að vera á forræði Vinstri grænna síðasta kjörtímabil.  Hver og einn getur svarað fyrir sig hvernig til hefur tekist.  Meirihlutinn hefur þá sögu að flest hafi þar farið hressilega úrskeiðis á vakt núverandi heilbrigðisráðherra Vinstri Grænna.

Katrín Jakobsdóttir skorar nú á landsmenn að framlengja umboð sitt og síns flokks, til að vinna betur í heilbrigðismálum þjóðarinnar.

Er hún að tala um að það þurfi lengri tíma til að rústa heilbrigðismálunum endanlega?


Maður spyr sig.


Bragð er að, þá barnið finnur

Ásmundur Stefánsson:

Ég kaus Sam­fylk­ing­una síðast en hún blaðrar bara út í eitt og hef­ur ekk­ert inn á borðið að setja.

Er hægt að orða þetta betur?

 


mbl.is „Samfylkingin blaðrar út í eitt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður forsetinn sá næsti sem verður látinn taka pokann sinn?

Miðað við múgsefjun síðustu daga má búast við að Stígamót gangi í málið og dómstóll götunnar krefjist aðgerða á Bessastöðum.

Ekki verður því að óreyndu trúað, að þessir aðilar verði uppvís að gróflegri mismunun.


mbl.is Fyrrverandi starfsmaður forseta lagði fram kæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sennilega mundi Helgi sleppa.....

.....frá þessu öllu ef hann greiddi Stígamótum einhverja milljón kalla og fengi í kaupbæti aflátsbréf.

Hvort eru Stígamót trúfélag eða pólitísk samtök?  


mbl.is Stígamót skora á Áslaugu að setja Helga af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tjáningarfrelsi bara fyrir suma.

Dónar pirra dömurnar

og djöflast á Facebook, Helgi

Það eru meiri þrautirnar

að þola slíka belgi.


mbl.is Helgi áður lent í klandri á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki benda á mig, sagði,,,

...varðstjórinn.

Auðvita er ljótt að segja að einhver sé að gera eitthvað sem má ekki, - jafnvel þó það sé sannleikanum samkvæmt.

Fróðlegt verður að fylgjast með framvindunni.  

Lögfræðingar ráðherra fá verk að vinna.


mbl.is Sakar Persónuvernd um rógburð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svikin loforð í Norðausturkjördæmi.

Það er að verða nokkuð ljóst, að það á að stinga öllum framkvæmdaáætlunum við Egilsstaðaflugvöll undir stól fyrir þessar kosningar.  Sveitastjórn Múlaþings þegir þunnu hljóði eins og þeim komi málið hreint ekkert við.  Aðeins mjóróma rödd Austurbrúar, um Loftbrú kemur tröllinu syðra til að rumska. „Hver er að trampa á brúnni minni“, heyrist úr samgönguráðuneytinu. 

Reyndar er þetta nær dæmisögunni um Litlu gulu hænuna þar sem margir gera tilkall til að hafa „fattað upp á“ Loftbrúnni.   Vandamálið er hinsvegar; - hver er Litla gula hænan í þessu ævintýri?

Loforð Framsóknarflokksins um stórkostlegar framkvæmdir 2020 breyttust á einni nóttu 2021 í björgunaraðgerðir til þess að flugvellinum yrði ekki lokað um óákveðinn tíma.  Hugmyndir samgönguráðherra um að færa verkefni Egilsstaðaflugvallar undir ISAVIA Keflavík hurfu eins og dögg fyrir sólu, þegar stjórn ISAVIA hunsaði vilja Sigurðar Inga Jóhannssonar, sem lyppaðist niður undan ströngu augnaráði undirmanna sinna.  Einhver hefði haft döngun í sér að skipa nýja stjórn við þessar aðstæður.  Fyrsta sæti Framsóknarlistans vermir þingmannsefni úr Eyjafirði.  Hvers má vænta?  Loforð, sem auðvelt verður að svíkja?  Sporin hræða, það er eina sem er alveg víst.

Sjálfstæðismenn, með Njál Trausta Friðbertsson við stjórnvölinn, sjá ekki austar en sem nemur Vaðlaheiðinni, þó búið sé að gera rándýrt gægjugat í hana.  Kjósendur Sjálfstæðisflokksins handan Vaðlaheiðarinnar geta gengið að því vísu, að atkvæði greidd flokknum núna, gera það eitt að efla efstu menn listans að auka lífsgæði fólksins á Eyjafjarðasvæðinu á kostnað hinna.  Egilsstaðaflugvöllur á ekki talsmann meðal þingmannaefna í fyrstu sætum D-listans í Norðausturkjördæmi.

Skammarlegast er þó, að sveitastjórnarmenn (-konur) nefndra flokka í Múlaþingi virðast ekki vera í neinu sambandið við móðurflokka sína á Alþingi, um málefni Egilsstaðaflugvallar,  frekar en að hvorki sé búið að finna upp síma né önnur fjarskiptatæki.

Máski er það annað sem veldur:

Algjört áhugaleysi á verkefninu hjá umræddum fulltrúum í Múlaþingi. 

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband