Bloggfærslur mánaðarins, júní 2021

Fílar í postulínsbúðum

Fyrir nokkru bloggaði ég; Stór-Reykjavíkursvæðið og Kraginn = Eitt kjördæmi

Ég setti þetta svona upp til að fá umræður um hve óheppilegt er að hafa einn stóran áhrifavald inn í stóru kjördæmi lítilla eininga, þar sem valdahlutföllin eru þeim minni mjög í óhag.  Sá stóri er eins og fíll í postulínsbúð. 

Svo merkilegt sem það kanna að virðast hafði einungis einn skoðun á málinu.  Ég verð að biðja vin minn, Magnús Sigurðsson, afsökunar á þessari útfærslu, þar sem ég ruglaði hann í ríminu með að setja hlutinn upp þvert á hug minn.

Ég hef nokkrum sinnum bent á að það sé óheppilegt að hafa Eyjafjörðinn í einni sæng í NA-kjördæminu og eins og að setja Reykjavík í kjördæmi með Kraganum, þá verður þyngdarpunkturinn á röngum stað og raddir minni sveitarfélaganna eru kæfðar af því stóra.

Þetta sést best á því að efstu menn framboðslistanna raða sér eftir búsetu í stærsta kjarnanum og hinir minni fá þann „heiður“ að raða sér neðar á listann, til að öllu „réttlæti“ sé fullnægt.  Allir vita að þar eru þeir eingöngu sem uppfylling.

Næsta þing verður að taka á þessu misvægi og í NA-kjördæmi verður að færa hlutina til betri vegar og kanna hvort ekki sé heppilegra að Eyjafjörður verði eitt kjördæmi í framtíðinni, og NA-kjördæmið nái frá Vaðlaheiðinni að Skeiðarársandi. 


Afréttarinn mættir til að rétta kúrsinn á....

...kútter D-listans áður Bjarni Ben siglir öllu í strand.

Hefði betur verið kominn við umræðuna um Orkupakka 3.


mbl.is Arnar þiggur sætið: „Ekki á móti alþjóðasamstarfi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spígsporandi um hálendisþjóðgarð með allt niður um sig?

Vá hvað forgangsröð VG er brengluð.  Rjúkandi rúst á bráðadeild og fleiri stöðum innan ríkisgeirans vegna fjárskorts og á sama tíma á að fari í þann flottræfilshátt að vera stæstir og bestir í þjóðgörðum í Evrópu.

Hvað er hægt að ganga langt í tómri vitleysu og rugli?

Sjá einnig: https://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/2265733/


mbl.is Fjórir flokkar berjist fyrir þjóðgarðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halló. Er Óli Björn að bjóða sig fram í fyrsta skiptið....

...til Alþingis???

Enhvernvegin finnst mér að hann hafa verið að væplast um ganga Alþingis áður.  

Hvernig gekk þá??

Er hann ekki samferða Sjálfstæðisflokknum í að setja Íslandsmet í hækkuðum álögum á landsmenn?

Skattar og/eða tilfallandi gjöld.

Hver er munurinn??


mbl.is Óli Björn vill lækka skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verndum Íslenska náttúru fyrir náttúruverndarsinnum

Náttúruverndarsinnar eiga mjög erfitt að beygja sig undir lög og reglur.  Löngu eftir að búið er að samþykkja framkvæmd eru þeir að hóta að stöðva framkvæmdir og það löngu eftir að öllu lögformlegu ferli lýkur og jafnvel dæmi um að heimta að stöðva framkvæmdir löngu eftir að þær eru hafnar.

Sérkennilegast er upplifa það ítrekað að vatnsaflsvirkjanir eru útskúfaðar af þessum háværa minnihluta, þrátt fyrir að vera þær hreinustu sem völ er á.  Sami hópurinn  hengir sig á vindrellur, sem enga leið eiga með Íslenskum raunveruleika í stóra samhenginu.  Ekki eingöngu valda þær yfirþyrmandi sjónmengun heldur hafa óafturkræf náttúrspjöll för með sér og auka CO2 gildið í náttúrunni, sem verður til við að flytja mikið hráefni og þungan búnað um  langan veg, heldur henta þær mjög illa veðurfari Íslands vegna óstöðugs veðurfars.

Það er ógjörningur að ræða raforkuframleiðslu vatnsaflsstöðva á vitrænu plani við þetta fólk.  Margar litlar virkjanir geta nýst til heimabrúks og við að framleiða orkugefandi efni á vinnuvélar svo sleppa megi því að flytja þann orkugjafa um langan veg.  Bændur hafa margir hverjir góðar aðstæður til smávirkjana án þess að raska náttúrunni að neinu marki.  Þeir geta framleitt sjálfir raforku á tæki og tól sín og dregið umtalsvert úr loftmengun.

Jafnvel stórar virkjanir eru að vinna að mestu með náttúruleg efni, a.m.k. er óumdeilt að vatnið er eitt það vist- og heilnæmasta efnið á jörðinni.


Grillaðar grísalappir getur verið afleiðingin.....

...á að haga sér eins og svín og ef eitthvað væri spunnið í þennan bjána ætti hann ærlega að skammast sín.

Því miður er alltaf til svona lið. Það sér ekki fyrir endann á háttalagi sínu og afleiðingum sem kunna af að hljótast. Það sem er svo öllu verra er að fljótlega koma aðrir, sem þurfa að toppa þennan fáráðleika.

Þetta er dauðans alvara.


mbl.is Ekki eðlilegt að haga sér svona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Önnur fluggátt inn í landið ekki í sjónmáli.

Þrátt fyrir fögur fyrirheit um að reyna að dreifa ferðamönnum um landið, m.a. með því að nýta ekki eingöngu Keflavíkurflugvöll í þeim tilgangi að koma ferðamönnum inn í landið virðist fátt eitt í sjónmáli um aðrar lausnir.

Ljóst að stjórnun í innkomu ferðamanna eru enn í sama gamla farinu, sem jaðrar við náttúrulögmál.  Ekkert virðist geta hnikað þeirri skoðun ráðamanna á SV-horninu og samgönguráðherra virðist ekki hafa neina stjórn á verkefninu þrátt fyrir stór orð um að breytinga sé þörf. Ráðuneytið gaf út Hvítbók þar sem átti að taka á þessu máli, en einhver hafði komist í að lagfæra kaflann um þau mál.

Nýsameinað sveitarfélag Múlaþing sá ástæðu til að álykta um þessi mál.

Byggðaráð Múlaþings mótmælir harðlega þeim áformum sem koma fram í Hvítbók um byggðamál um að aðgerð B.10. í núverandi áætlun, jöfnun á aðstöðumun á millilandaflugvöllum, falli þar út.

Byggðaráð Múlaþings lítur svo á að aðgerðinni sé ekki lokið og felur sveitarstjóra að skila inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

Hvar eru þingmenn NA-kjördæmis?


Jökulsá á fjöllum þarf nýja brú. Hefur þingmanninum ekki dottið í hug....

...að það sé meira aðkallandi en vegur yfir Kjöl?

Bara datt í hug hvernig vænlegt sé að forgangsraða fyrir íbúa NA-kjördæmis.


mbl.is Segja að veggjald gæti þurft að vera 10 til 20 þúsund kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband