Bloggfærslur mánaðarins, maí 2021

Fréttastofa RÚV er ekki sú sem biður afsökunar á rangfærslum......

.....nema þegar rangt er farið með nöfn í fréttum.

Aðrar rangfærslur lenda milli þils og veggjar hjá RÚV.

Athylivert hvernig stofan sleppir fréttum, sem henni eru ekki þóknanlegar.

 


mbl.is Furðar sig á afsökunarbeiðni Samherja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DV er með falsfrétt í formi myndar um Covid útbreiðsluna.....

....og notar hana óspart þegar fjallað er um smit eða ekki smit á Íslandi.

Þekkt er að ein mynd segir meira en þúsund orð og eftir að skoða myndina í DV er ekki flókið að setja sig í spor lesendans, sem dregur sína ályktun út frá því sem hann sér.

Hvaða ályktun dregur þú, lesandi góður, eftir að skoða þessa mynd?

Hvar telur þú að Covid-19 sé mest grasserandi?

Covid-19-7

 Það ömurlega við þessa birtingu er að   Austurland hefur nánast verið   smitlaust frá upphafi faraldursins.

 Hvað gengur DV til með þessu?


Eitthvað, sem mátti búast við

Hér ættu kjósendur að staldra við og skoða framboð sjálfstæðsflokksins frá því síðast.

Njáll Trausti Friðbertsson, Kristján Þór Júlíusson og Valgerður Gunnarsdóttir, öll í framboði fyrir Eyjafjörð.

Ekki er von á stórum breytingum, nema nöfnin eru að hluta ný en þungaviktafólkið á listanum er í skjóli hárra fjalla í Eyjafirðinum.

Er einhver von til að kjördæminu austan Vaðlaheiðar verði í nokkru betur sinnt af umræddum lista frekar en hingað til?

 


mbl.is Gauti hafnar þriðja sætinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningaórói Njáls Trausta.

Ekki hafa margir Alþingismenn orðið á vegi íbúa Austurlands undanfarið og ef ekki hefðu komið til hörmungarnar á Seyðisfirði hefði enn minna sést til þeirra á svæðinu en ella.  Covid19 er ekki eina skýringin á fjarveru Alþingismanna og svo merkilegt sem það kann að hljóma, þá er þeirra sárt saknað.  Fátt jafnast á við gott samtal, maður við mann, -  jafnvel við Alþingismann.

Njáll Trausti Friðbertsson er einn þeirra.  Hann er núna hrokkinn í kosningagírinn og búinn að manna skjálftavaktina, enda mikið í mun að haldast inn á þingi.  Hann birtir hverja greinina af annarri um allt sem hann ætlar sér að gera næsta kjörtímabil.  Nánast allt tilheyrir það í Eyjafjarðarsvæðinu. 

Kjósendur á Austurlandi blekktir

Hitt er ekki síðir athyglivert hjá Njáli Trausta.  Hann er að reyna að blekkja kjósendur á Austurlandi.  Af veikum mætti gefur hann í skyn að hann beri einhverja umhyggju fyrir svæðinu og sérstaklega Egilsstaðaflugvelli.  Það er öðru nær.  Ef svo væri hefur hann haft mörg tækifæri til að þrýsta á um endurbætur á flugvellinum.  En það hefur hann ekki gert.  Hann hefur nánast aldrei lagt nokkuð til málanna á Egilsstaðaflugvelli nema að nefna Akureyrarflugvöll í sömu andránni.  Það gerir hann þrátt fyrir að það stefni í að allt að fimm milljörðum verði búið að verja í framkvæmdir á Akureyrarflugvelli frá síðustu aldarmótum, en núll krónum í Egilsstaðaflugvöll.  Þar að auki þarf tvo milljarða til að klára nýju flugstöðina fyrir 2025.

Gott er að eiga hauk í horni fyrir suma a.m.k.

Fyrir Njál er það ekki ónýtt að hafa á sínu bandi, framkvæmdastjóra flugvallasviðs Isavia, Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, fyrrverandi bæjarstjóra á Akureyri og flokkssystur.  Það getur ekki klikkað.

Fyrir löngu var búið að nefna veikleika Akureyrarflugvallar vegna hárra fjalla umlykjandi.  Einmitt vegna þeirra var farið í uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar og þar auki eru hvað bestar veðurfarslegar andstæður miðað við Keflavíkurflugvöll og gerir hann heppilegastan til að taka við þegar eitthvað truflar rekstur Keflavíkurflugvallar.

Börnin læra það sem fyrir þeim er haft

Rétt er einnig hér að minnast á læriföður Njáls, Kristján Þór Júlísson. Áherslurnar hans voru þrjár í samgöngumálum NA-kjördæmis alls, þ.e. betra vegasamband frá Akureyri til Reykjavíkur, Akureyrarflugvöllur og Vaðlaheiðargöng. Þá sjaldan hann kom austur á land var það til að etja mönnum saman í hrepparíg t.d. þegar hann hvatti menn til að beita sér fyrir að færa þjóðveg eitt svo hann lægi um þéttbýliskjarnana við sjávarsíðuna.  Engu breyttu rök um lengingu þjóðvegarins, sem af því hlytist.  Aðspurður um hvort hann mundi nota sömu rök og beita sér fyrir legu þjóðvegar eitt fyrir Tröllaskaga.  Því svaraði hann engu. 

Öfugt við Kristján er Njáll ekki í náðinni hjá Samherja.  Óljóst er hvort það er kostur eða galli og hæpið að það verði mælanlegt þegar vegin verða saman önnur afrek Njáls fyrir Austurland.

En hvað varðar sjálfstæðismenn austan Vaðlaheiðar, ættu þeir alvarlega að hugsa sinn gang, þegar kemur að því að velja þingmannsefni á lista flokksins.


Einhver fer að nefna hlutina og aðrir apa eftir

Þetta er ekki einsdæmi á Íslandi.  Einhverjum sjálfskipuðum sérfræðingi finnst eitthvað vera rangt og gengur þá bara í verkið, óháð því hvort hann hefur umboð til þess eða ekki.

Heitið Lögurinn er seinni tíma nafn. Lagarfljótið hefur alltaf heitið Lagarfljótið þar til einhverjum datt það í hug að setja inn á landakort orðið Lögurinn, skilgreint svæði frá Lagarfljótsbrú inn að botni þar sem Jökulsá í Fljótsdal og Kelduá renna saman í Lagarfljótið. Ég veit ekki til þess að heimamenn hafið verið spurðir.

Fagradalsbraut yfir Fagradal hefur haft þetta heiti frá upphafi.  Á einhverjum tímapunkti virðist Vegagerð ríkisins hafa ákveðið að kalla veginn Norðfjarðaveg, án þess að hafa á bak við sig nokkrar samþykktir um nafnabreytinguna. Nú er þetta Þjóðvegur 1 og liggur ekki einu sinni til Norðfjarðar, nema sem afleggjari númer 92.

Svona gerast hlutirnir og festast í málinu ef menn halda ekki vöku sinni.

 


mbl.is Nafnlausidalur er merkingarleysa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG vilja ekki sjúkrahús á Egilsstöðum

Við alla flugvelli landsins eru boðlegt sjúkrahús, - ekki á Egilsstöðum.

Þetta stendur samfélaginu fyrir þrifum vegna þess að eitt af atriðum, sem ungt fólk setur fyrir sig þegar það ákveður hvar það vill búa, er sjúkrahús.

Þetta ástand er í boði VG og rétt að muna það í kjörklefanum í haust.

 


mbl.is Flestir hafna einkarekstri í heilbrigðiskerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já er það?

En peniningarnir frá Samherja eru vel þegnar í kosningasjóðinn, - eða hvað?


mbl.is Listinn laus við fingraför Samherja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stór-Reykjavíkursvæðið og Kraginn = Eitt kjördæmi

Um nokkurn tíma hefur talsverður þrýstingur á sveitarfélög Íslands að sameinast.  Það ku vera svo hagkvæmt.  Kjördæmaskipan hefur hins vegar verið óbreytt, að kalla, í langan tíma fyrir utan það að NA-kjördæmi varð til með hrókeringum frá Tröllaskaga að Lónsheiði.

Nú tel ég, að fenginni reynslu í NA-kjördæmi, að hafin verði vinna við sameiningu Stór-Reykjavíkursvæðisins og Kragans í eitt kjördæmi og jafnframt að innlima Akranes í leiðinni.

Þetta ætti að verða gríðarleg hagræðing í stjórnsýslunni, ekki síst ef Hafnafjörður, Garðabær, Kópavogur, Seltjarnanes, Mosfellsbær og Reykjavík yrðu sameinuð.  Illmögulegt er hvort eð er að vita innan hvaða bæjarmarka maður er í kerfinu eins og það er uppbyggt núna.


Loforð og efndir Sigurðar Inga Jóhannssonar í öryggismálum

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur ítrekað talað fyrir því að endurbætur á Egilsstaðaflugvelli séu rétt handan við hornið og tæplega það. Tvö ár eru nú liðin síðan samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra lofaði því að verkið væri að fara í útboð, ekki aðeins það, heldur átti að byggja fyrsta hluta akstursbrautar meðfram flugbrautinni, til þess að liðka fyrir umferð um brautina, og að sá hluti mundi jafnframt nýtast til að leggja flugvélum skamma hríð.

Þannig hafði akstursbrautin tvíþætt áhrif, liðka fyrir umferð loftfara á flugbrautinni, og flýta fyrir að rýma brautina fyrir annarri umferð. Að auki átti sá kostur að vera fyrir hendi að nota akstursbrautina sem stæði fyrir flugvélar þegar ástand lokaði öðrum flugvöllum á Íslandi um stundarsakir. Hugmyndin var góðra gjalda verð og ekki að sjá annað en hún gæti virkað fullkomlega, enda kviknaði hugmyndin heima fyrir.

Nú er loks búið að bjóða út endurbætur á flugvellinum sem felast í því að endurnýja yfirborð brautarinnar. Brautin er orðin mjög varasöm að mati Öryggisnefndar íslenskra flugmanna og flugrekenda almennt. Það voru vissulega mikil tíðindi að nú skyldi standa við stór orð samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og hefja framkvæmdir. En sælan varði ekki lengi hjá áhugafólki um Egilsstaðaflugvöll sem þó er löngu orðið vant því að loforð séu ekki efnd þegar kemur að framkvæmdum á landsbyggðinni. Stóra áfallið var að akstursbrautin var skorin frá verkinu og framkvæmdum frestað um óákveðinn tíma en eins og allir vita getur slík frestun varað í áratugi.

Austfirðingar hafa þagað þunnu hljóði vegna annars flugvallaverkefnis í NA-kjördæmi, sem virðist hafa betri aðgang að ríkiskassanum. Eflaust blöskrar mörgum eyðslan í það verkefni, einkum Austfirðingum. Samkvæmt áætlunum verður, árið 2025, framkvæmdakostnaður við það eina verk kominn í sjö milljarða frá aldamótum talið. Þar er ekki stýft úr hnefa. Ljóst er að digur sjóður er í umsjá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og ætti honum ekki verða skotaskuld úr því að koma myndarlega að verkefni um Egilsstaðaflugvöll, standa við gefin loforð, og leggja það fé sem til þarf í Egilsstaðaflugvöll.

Flugvöllinn er einn sá fremsti í flugöryggislegu tilliti á Íslandi.


Háskólaklasi á Austurlandi

Austurland hefur lengi mátt sæta því að vera langt á eftir þegar kemur að samfélagsþjónustu og verklegum framkvæmdum með þátttöku hins opinbera.  Að hluta til má kenna heimamönnum um, vegna þess að þeir eru mun orkuríkari í hrepparíg en þegar kemur að sameiginlegum hagsmunum heildarinnar.  Undantekningin var verkefnið í kringum Kárahnjúka og Álver Alcoa á Reyðarfirði.  Þar sannaðist að þegar allir ýta vagninum í sömu átt, verður framvinda.

Í mörg ár hefur verið þrýst á um háskóla á Austurlandi.  Lítið hefur þokast m.a. vegna alkular á slíku verkefni hjá Háskóla Íslands.  Ráðamenn skólans eru haldnir Ártúnsbrekkusyndrominu eins og flestir ráðamenn með heimilisfestu í Reykjavíkurhreppi.  Fleiri íslenskar menntastofnanir á háskólastigi hafa verið þuklaðir, en þær beiddu allar upp.

Ekki er hallað á nokkurn mann þó nefndur sé Jón Þórðarson, fyrrverandi sveitastjóri á Borgarfirði eystra.  Hann hefur vakinn og sofinn unnið að þessu verkefni og dregið vagninn í átt að endapunktinum svo hlutirnir eru nú farnir að skýrast.

Austurfrétt 20.5.2021:

Forsvarsmenn skoska háskólans University of the Highlands and Islands (UHI) segjast líta björtum augum til væntanlegs samstarfs á sviði háskólastarf og rannsókna sem gert var við sveitarfélagið Múlaþing í mars.

„Tilgangur okkar að breyta framtíðarmöguleikum svæðisins okkar, efnahags þess, fólki og samfélögum. Í gegnum þetta samstarf reynum við að færa þetta markmið út fyrir landsteinana og hjálpa Múlaþingi til að takast á við sínar áskoranir og væntingar. Þetta er spennandi samstarf sem ég vona að við getum byggt á til framtíðar,“ segir Todd Walker, rektor skólans í tilkynningu.

Til hamingju Austurland!

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband