Bloggfærslur mánaðarins, mars 2021

Nota tvo stóra dráttarbáta....

....stilla þeim við skut skipsins, festa þá saman og setja taug í festu í landi bakborðs megin og stjórnborðsmegin sett taug í skipið.  Vélar dráttarbátanna keyrðar á fullt og þá mun sandurinn undan skut skipsins skolast í burt. Enn betra væri síðan gera sama hinu megin við stefnið, þar sem dráttarbátarnir snéru í gagnstæða átt.


90AC56C1-C3A8-42E6-881F-77B73597D139


mbl.is Skipið álíka langt og Empire State byggingin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri Sigurður Ingi til í að rúnta á Egilsstaðaflugvöll....

...og rifja upp með Karli Gauta það sem Sigurður Ingi  sagði haustið 2019!

„Eins og mér hefur skilist af þeim sem í fluginu starfa að þá séu það aðstæðurnar til flugs að og frá. Það er opið hér til allra átta. Eins að hér er þá rými til þess að gera þessa viðbótarbraut og þannig á mjög fljótlegan hátt að koma hér upp öruggu umhverfi í fluginu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra.

Þar var hann að vitna bæði í grænbók að flugstefnu og nýlegri skýrslu um flugvallakosti á suðvesturhorninu er talið ódýrast og fljótlegast að byggja upp Egilsstaðaflugvöll sem helsta varaflugvöll landsins.

Áfram heldur Sigurður:

..."að ISAVIA taki við rekstri og uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar býr til svigrúm strax á næsta ári sem felst í viðbótarfjármagni sem nýtist til viðhalds á öðrum flugvöllum. Ástandið er vægast sagt orðið mjög bágborið víða og of lítið fjármagn fer í flugvöllinn á Akureyri. Með því að ISAVIA taki að sér Egilsstaðaflugvöll þá verður hægt að setja meira fjármagn til annarra flugvalla, m.a. hér á Akureyri".

https://www.ruv.is/frett/egilsstadaflugvollur-byggdur-upp-sem-adal-varavollur

Af hverju hef ég misst í loforðaflaumnum?

Að öðru

Ekki verður komist hjá því að velta upp kostnaði við framkvæmdir við Akureyrarflugvöll á fyrsta fjórðungi þessarar aldar og velta því upp hvað ríkið er tilbúið að leggja mikið fjármagn í hann.  Það er vitað að við hverja framkvæmd fer kostnaður talsvert fram úr áætlunum.  Ég hef reynt að fá þingmenn Norð-Austurlands að gefa mér upp heildarkostnað við framkvæmdir á Akureyrarflugvelli fram að 2025, en engin svör hafa borist.

  1. Getur verið að heildar kostnaður við lengingu á flugbrautarinnar hafi farið í a.m.k. 3,0 milljarða? 
  2. Að kostnaður við allar breytingar í kortagerð, hönnun og flugprófanir á aðflugsbúnaði úr suðri (ILS og LLZ fyrir RWY01) séu 0,6 milljarðar?
  3. Að kostnaður við allar breytingar í kortagerð, hönnun og flugprófanir á aðflugsbúnaði úr norðri (ILS RWY19) séu 0,4 milljarða?
  4. Að hönnun á flughlaði og bygging þess verði 1,2 milljarður?
  5. Að hönnun á nýrri flugstöð og byggingakostnaður verði 1,8 milljarður?
  6. Getur verið að allur framkvæmdakostnaður og breytingar við Akureyrarflugvöll verði kominn í a.m.k. 7,0 milljarða fyrir árslok 2025?

Það má velta fyrir sér, þar sem svo ríkulega er veitt í einn flugvöll, sé ekki vandamál að fjármagna aðra.

Hafin var bygging Egilsstaðaflugvallar vegna þess að hann skoraði hæst veðurfarslega og landfræðilega þeirra fjögurra flugvalla sem voru til skoðunar.  Veðurfarslega  er mesti munur á veðri milli Egilsstaða- og Keflavíkurflugvallar og landfræðilega eru engin fjöll hindrun í flugferlum við Egilsstaðaflugvöll. 

Viðhald Egilsstaðarflugvallar er hinsvegar komið á það stig, að Öryggisnefnd Íslenskra flugmanna sá fyrir skömmu ástæðu til að benda á bágborið ástand á yfirborði Egilsstaðaflugvallar.  Þetta kallar á eftirfarandi spurningar:

  • Hvaða fjármagn er áætlað í viðhald flugbrautarinnar og byggingar akstursbrautar á Egilsstaðaflugvelli?
  • Hvenær á að hefja framkvæmdir á Egilsstaðaflugvelli og hvenær eru verklok áætluð?
  • Hvar í fjárlögum er hægt að finna áætlað fjármagn í Egilsstaðaflugvöll? 

 

 


mbl.is Ráðherra hyggst bjóða þingmanni á rúntinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er munurinn á hrúgast saman á gossvæði eða skíðasvæði??

Hvað er að gerast hjá ráðamönnum þjóðarinnar?

Eru sóttvarnagrúppan alveg að missa sig?

Afhverju má hópast á gossvæði með hjálp björgunarsveita, en ekki fara á skíðasvæði?

Afhverju þurfa Austfirðingar að sæta sömu takmörkunum og í Reykjavík?

Hvað eru mörg smit í Reykjavík á móti smitum á landsbyggðinni?

Afhverju er ekki hægt að koma upp litakerfinu, sem hefur verið talað um?

Hvers vegna eru ekki sett upp sóttvarnahlið eins og þegar mæðuveikin var í algleymingi?

Næst þegar sóttvarnargrúppan fer í berjamó, verða þau líklegast öll saman í einni jarðýtu!?!


mbl.is „Átti erfitt með að hemja mig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband