Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2021

Er eitthvað líf austan Ártúnsbrekku?

Það er örugglega ekki margir meðvitaðir um gróskumikið atvinnulíf á landsbyggðinni þegar kemur að Tjarnar-Bakkabræðrum og -systrum.

Þau eru öll með MikluMýrarsyndromið.

Það lýsir sér í þeirri óbilandi trú:

- að ekki er hægt að flytja fólk til og frá Íslandi nema --

- að ekki er hægt að flytja vörur til og frá Íslandi nema --

- að ekki er hægt að flytja póst til og frá Íslandi nema --

                      -- það fari um gatnamót Miklu- og Kringlumýrarbrautar.

Auk þess fylgir þessari óværu nokkrar hliðarverkanir:

1. Allt stórt á að vera í sjónmáli úr turni Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti.

1.1. Sjúkrahús.

1.2. Stjórn landsins

1.3. Allar menntastofnanir landsins

1.4. Yfirstjórn alls fjármálakerfisins

1.5. Yfirstjórn allra stórfyrirtækja landsins

1.6. Fyrirtæki sem enga framleiðslu hafa í Reykjavík s.s. Landsvirkjun.

1.7-999. Sem er of langt upp að telja.

 

2. ER BARA EKKI BEZT AÐ GANGA Í ESB?

2.1 Þá flyst allt bixið til Brussels.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur sýni landsbyggð lítilsvirðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tær snilld

Að fara þarna upp og virða fyrir sér útsýnið er frábært.

Það er ævintýri út af fyrir sig að fara þara upp í snjóflóðavarnirnar og horfa yfir Seyðisfjörð í góðu veðri.

Vegurinn upp er ekki upp á marga fiska og helst ekki fyrir aðra bíla en 4x4 og má byrja á að lagfæra hann þó hringurinn sé ekki kominn.

Hlakk til að fara hringinn þegar þar að kemur.


mbl.is Baugur Bjólfs verði aðdráttarafl eystra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er MDE með hraðþjónustu?

Það bregður þá nýrra við.  Gott ef niðustaða verður komin að fjórum árum liðnum.

Á þá að kjósa í NV-kjördæmi?

Ef þarf að víxla stólum, eiga þeir sem þar kunna að sitja, að endurgreiða launin til þeirra sem teljast rétt kjörnir?

Verða öll lög næsta þings ómerk?

Eina lausnin, sem er marktæk núna úr því sem komið er, er að senda kjörna fulltrúa heim launalaust og forseti lýðveldisins skipar starfsstjórn.

það er eini löglegi leikurinn í stöðunni, að mínu mati.

Auglýsa þarf nýjan kjördag með tilskyldum fyrirvara í vor og kjósa upp á nýtt í landinu öllu og fara að þeim loknum í stjórnarmyndunarviðræðurnar.

Ella verður enginn friður á landinu, vegna þess að þeir sem ekki fengu það sem þeir vildu, setja eigin hag ofar hag landsmanna.

Þannig met ég stöðuna.

 


mbl.is Vísa verði niðurstöðum kosninga til MDE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og fyrst sæstrengurinn er hvort eð er kominn svona langt - - -

- - - borgar það sig þá ekki bara að fara með hann alla leið í land og þá verður jafnræðið virkt og raforkan á Íslandi hækkar til samræmis við löndin, sem koma til með að fá orku frá okkur.

Vá hvað þetta skín í gegn. Það er plottið.

Hvað gerist svo?

Dagprísar poppa upp og efnaminna fólk neyðis til að elda og þvo þvott á nóttinni þegar raforkuverðið er lægst.

Það er kristaltært að raforkuverð til heimila og fyrirtækja hækkar snarlega.

Er þetta það sem þjóðin vill?

Hverra hagsmuna er ráðherrann að gæta?

Ekki almennings. 


mbl.is Metnaðarfullar hugmyndir um vindorkugarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn ganga ekki til rjúpna með fallbyssu

Af hverju eru sóttvarnayfirvöld ekki að vinna með skynsemina í farteskinu?

Af hverju er ekki hægt að vera með svæðisskiptar aðgerðir í takt við fjölda smitaðra.

Af hverju er ekki hægt að banna fólki að nota almenningssamgöngur, sem ekki framvísa gildu sóttvarnarvottorði?


Geta sóttvarnayfirvöld ekki sniðið tillögur sínar að mismunandi ástandi svæða?

Kvikni í húsi á 101 Reykjavík, kalla menn ekki út slökkvilið um allt Ísland til að sprauta á eitthvað hús einhversstaðar.  Það sjá allir hvað það er galið. 


mbl.is 50 manns mega koma saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjarðónæmi gegn heilbrigðri hugsun

Þjóðin er að verða komin á það stig, að lesskilningurinn er takmarkaður við að nýta fyrirsagnir og frasa.  Þetta lýsir sér í því að með því að lesa eingöngu fyrirsögn í blaði, telur viðkomandi sig skilja innihald greinarinnar, sér í lagi ef hún rímar við einhvern frasa sem lesandinn er nú þegar búinn að tileinka sér.

Í góðri grein í Morgunblaðinu í dag á bls. 16, eftir Hauk Ágústsson fyrrverandi kennara, er farið yfir greiningu á heilaþvegnum fórnarlömbum samfélagsins og vandamálið skilgreint með skýrum hætti.  Hún er ýtarlegri en greining mín á sama vandamáli. Greining er ekki alveg ný og þar nefnd hóphugsun og þeir sem hópnum fylgja í blindni eru fórnarlömb 

Irving L. Janis (1918-1990) var rannsóknarsálfræðingur við Yaleháskólann. Árið 1972 gaf hann út bókina Victims of Groupthink (Fórnarlömb hóphugsunar)

Haukur nefnir til sögunnar nokkur af einkennum fórnarlamba hóphugsunar og telur upp eftirfarandi liði:

  • Meðlimir hópsins telja sig fullkomna og óskeikula.
  • Þeir ígrunda e.t.v. ástæður þess, að aðrir eru ekki sammála, en hagræða þeim og láta þær engu breyta.
  • Þeir telja sig þekkja mun rétts og rangs og trúa því, að það sem þeir gera, sé óumdeilanlega rétt.
  • Meðlimir hópsins gera sér staðalmyndir af þeim, sem eru ósammála og telja þá vanhæfa til þess að taka réttar ákvarðanir.
  • Þeir ógna andmælendum innan hópsins (og utan hans) og beita þrýstingi til að ná fram samþykki.
  • Meðlimir hópsins beita sig sjálfsrýni og telja, að ef þeir efast, hljóti þeir að hafa rangt fyrir sér.
  • Þögn einstakra meðlima hópsins er talin samþykki.
  • Innan hópsins taka menn sér það hlutverk, að hindra að andstæðar hugmyndir komi fram.

Hver hefur ekki upplifað sig í minnihluta gagnvart slíkum söfnuði?

Rétt er að hafa það í huga:
Meirihlutahópur þarf ekki endilega að hafa rétt fyrir sér, þó hann orgi á torgi.


Þetta er náttúrulega alveg skelfilegt- - -

...þegar fólk þarf að fara út á land til að fá lögboðna þjónustu.  Það er líka stórfrétt.

Fyrir okkur á landsbyggðinni er þetta ekki-frétt því nær alla þjónusta sérfræðinga þurfum við að sækja til Reykjavíkur.

Svona eru vandamálin mis alvarleg eftir af hvaða hóli er horft og fréttamatið líka.

 

 


mbl.is Kallar eftir breytingum á „meingölluðu“ kerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Egilsstaðaflugvöllur: Starfstöð fyrir þyrlur Landhelgisgæslunnar

Austurland er lengst frá bestu sjúkrahúsum landsins, en til þess að gera stutt frá siglingaleiðum frakt- og farþegaskipa til og frá landinu.  Norræna kemur vikulega til Seyðisfjarðar.  Allt flug frá Evrópu til Íslands er út af Austurlandi.  Oft hefur verið bent á að sjúkraflug með þyrlum sé ekki heppilegt um langan veg, en til björgunaraðgerða á slysstað er ekki til betri tækni en þyrlur.  Þá er frábært að koma slösuðum frá vettvangi slysa á næsta byggða ból til aðhlynningar og þaðan á hraðfleygum flugvélum á viðeigandi stofnun, oftast sjúkrahús í Reykjavík.

Á Austurlandi er búið að hagræða svo í heilsugeiranum að til óheilla horfir og nánast ekki hægt að tala um neina bráðaþjónustu í fjórðungnum, sem stendur undir því nafni.  Nokkur dæmi er hægt að nefna, þar sem bjarga hefði mátt mannslífum, ef þyrla hefði verið staðsett á Egilsstaðaflugvelli.

Rökstuðningur um að staðsetja þyrlu á Egilsstöðum var sett fram í Morgunblaðinu 3.3.2008 og er enn í fullu gildi.  Ekkert hefur þokast í lausn á þessu máli og ekki verður lengur unað við að þumbast við eins og staðið hross.

Við viljum starfsstöð fyrir þyrlur Landhelgisgæslunnar á Egilsstöðum, - STRAX.

https://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/2264892/


mbl.is Freyja fékk góðar móttökur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Akureyri 2026. Verður lausaganga músa bönnuð?

Innlent | mbl | þriðjudagur 3.11.2026 | 14:50

Ljóst er að árið 2025 hefur verið Akureyringum þungt í skauti, en í dag er eitt ár frá því að lausaganga katta tók gildi, en það var samþykkt síðla árs 2021 af bæjarstjórninni.  Engu er líkara en músafaraldur hafi stungið sér niður í bænum og ekki er þverfótað fyrir haga- og húsamúsum um allan bæ.  Mýsnar skriða inn um allar rifur og taka yfir öll rými í bænum, þar sem kettir eru ekki á heimilinu. 

Meindýraeyðar vita ekki sitt rjúkandi ráð.  Matvæli í verslunum bera þess glögg vitni að þar hafa nagdýrin farið um og nartað í flest það sem er á boðstólunum.  Ekki geta þau tekið einn ávöxt eða einn kexpakka og étið hann upp til agna.  Nei aldeilis ekki, þessi kvikindi þurfa að smakka á öllu, eins og það sé einhver munur á innihaldi þegar um sömu vöru er að ræða.  Dömubinda pakkar eru kjörnir fyrir hreiðurgerð músa og í stað túrtappa var mús rétt lent í blóðugum aðstæðum, en gat forðað sér á ögurstundu.

Ekki er þá öll sagan sögð, því verslanir sem selja föt eru eingöngu með götóttum flíkum og í vefnaðarvöruverslunum hafa mýs byggt sér fjölbýlis-  og raðhús inn um alla efnastrangana fulla af hoppandi, skríkjandi og skoppandi músaungum. Svo tók steininn úr þegar kartöflumús lá útglennt á diski bæjarstjóra í hádeginu í gær.   

Fuglar flögra einnig um allt í stórum flokkum og eru að langt komnir að skíta bæinn í kaf.  Fólk lætur ekki bjóða sér þetta ástand lengur og er að flýja bæinn umvörpum vegna ástandsins. 

15:50 Fréttin hefur verið uppfærð:

Nú stendur yfir neyðarfundar bæjarstjórinnar um hvort setja á bann við lausagöngu músa.

 


Nauðsynleg mannvirki og staðsetning þeirra

Allir er hafa á hreinu hvar stórskipahöfnum er best fyrir komið þ.e. við sjávarströnd.

Flestir eru sammála að brýr eiga að vera þar sem þær eru best staðsettar vegna umferðar og í þjóðvegakerfinu.

Margir skilja það að, flugvöllum er best fyrir komið þar sem há fjöll eru ekki áhættuþáttur í aðflugi og/eða fráflugi viðkomandi flugvallar.

Sumir skilja það, að sjúkrahúsum er best fyrir komið þar sem margir búa og samgöngur eru greiðar til og frá sjúkrahúsinu.

Fáir skilja að það er ekki endilega best að hnoða hlutum í heimabyggð, þegar annar staður hentar heildinni vel og fjármagn nýtist betur.

Og enginn skilur hvað ég er að fara með þessari færslu, - eða hvað

En svona er lífið dásamlegt og margt skrítið í kýrhausnum.


mbl.is Tvö tilboð bárust vegna Akureyrarflugvallar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband