Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2020

Þarf lög frá Alþingi til að stoppa uppbyggingu í Reykjavík?

Er það ekki ábyrgðalaust að halda áfram að byggja í Reykjavík, án þess að til sé heildstæð rýmingaáætlun fyrir svæðið, þegar til hamfara kemur?

Verður Alþingi ekki að grípa í taumana og setja almennar reglur um almannavarnir, lámarkstíma sem má taka að rýma bæjarfélag og reglur um að flóttaleiðir séu ávallt greiðar?

Hvernig er hægt að forsvara að hrúga niður byggð á einu eldvirkasta svæði, án þess að huga nægjanlega að flóttaleiðum?


Velkominir með höfuðstöðvarnar á Egilsstaðaflugvöll

Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á Egilsstaðaflugvelli.  Þar verður á næsta ári lagt nýtt slitlag ofan á eldra frá 1993, sem eykur burð brautarinnar og auk þess er fyrirhugað að leggja akstursbraut samsíða flugbrautinni.  

Fljótlega eftir það verður að huga að nýrri og glæsilegri flugstöð, þar sem núverandi er farin að þrengja að flug- og akstursbraut. Jafnframt þarf að auka við flughlöð, til að þjóna sem best að vera varaflugvöllur fyrir Ísland og yfirflugið milli Evrópu og Ameríku.

Margt er í gerjun í tengslum við Egilsstaðaflugvöll, sem mun á næstu vikum verða kynnt almenningi.


mbl.is Nýtt flugfélag er í bígerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættið þessu bulli

Hvað þarf til að koma vitinu fyrir ráðamenn flugmála?

Er ekki komið nóg af fáráðsgangi?

Er náttúran sjálf ekki búin að sýna fram á að ekkert vit er í að leggja flugbraut þarna?

Hver er rýmingaáætlun Reykjavíkur þegar fer að gjósa á Reykjanesi?

 


mbl.is Setja 200 milljónir í rannsóknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Austurland afgangsstærð í heilbrigðismálum

Vegna ítrekaðra frétta um vandamál Landspítalans er full ástaða að velta öðrum lausnum fyrir okkur þannig að við íbúar Austurlands geti búið við það öryggi í heilbrigðismálum, sem við höfum fortaklausan rétt á.

Nú ríkir nánast stríðsástand milli Landspítala og stjórnvalda er málið því brýnna en ella.  Óviðunandi er að búa við þann djúpstæða ágreining sem einkennir samstarf fjárveitingavaldsins og spítalans og þær „pillur“ sem eru sendar sitt á hvað, beggja megin víglínunnar.

Ekki bætir úr skák, að borgarstjórinn í Reykjavík hefur í stöðugum hótunum um að leggja af Reykjavíkurflugvöll, sem er anddyri Austurlands að Landspítala ríkisins.   Engin önnur rök eru gild í því máli, að mati borgarstjóra, nema hans eigin.

Mikið óveður sunnan lands hefur sett mark sitt á alla umræðu um farþega um Reykjanesbrautina, en þar mynduðust langar laðir bifreiða sem komust hvorki lönd né strönd.  Svo bágt var ástandið, að sjúkrabíll frá Keflavík komst ekki leiðar sinnar í neyðarakstri og var s.k.v. fréttum um þrjátíu mínútur á leiðinni að sinna einstaklingi í hjartastoppi.  Annað dæmi um sama leiti vegna alvarlegs slyss að miklar tafir urðu á Reykjanesbrautinni.  Slíkt ástand er gjörsamlega óviðunandi.

Þegar svo jörðin fer að skjálfa á Reykjanesi, eldfjallaaskan byrgir sýn og hraun fer að fljóta, munu þeir sem þar búa eiga fullt með sig sjálfa við að rýma svæðið og bjarga sér og sínum.

Því er rétt að ráðamenn á Austurlandi velti fyrir sér öðrum lausnum í heilbrigðismálum og er vá knýr dyra hjá þeim.

Á hraðfleygri flugvél er hægt að komast til Bergen á innan við einum og hálfum tíma og við bætist um fimmtán mínútur við akstur milli flugvallar og sjúkrahúss.  Það er u.m.b. sami tíminn og má búast við að koma sjúklingi í bráðaaðgerð, ef notast þarf við Keflavíkurflugvöll og Reykjanesbrautina, - við bestu skilyrði.

Það er ljóst að Austfirðingar fá ekki nútímalegt sjúkrahús, vegna hreðjataks EXCEL sérfræðinga á ráðamönnum þjóðarinnar um að koma öllu fyrir í nafni hagkvæmni stærðarinnar á einn stað. 

Austfirðingar verða því sjálfir að taka heilbrigðismál fjórðungsins í sínar hendur og leysa þau á þann hátt að sómi sé að og kannaðir verði í fullri alvöru, möguleikarnir á því að ná samningum við Haukeland háskólasjúkrahúsið í Bergen, um að sinna bráðaþjónustu við íbúa Austurlands.

   

 


mbl.is „Óstarfhæft sjúkrahús fyrir bráðveika“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkfælin og vonlaus ríkisstjórn

Ofanflóðasjóður er tómur, en stjórnin sjóðsins er með það á hreinu hvað skal gera, hvar og hvenær.  Það vantar bara stolnu peningana og eitt orð frá ríkisstjórninni. "GO"

Nei....það er ekki svona einfalt vinnuferlið hjá ríkisstjórninni. Það þarf nauðsynlega að skipa nefnd til að fara yfir málið. TIL HVERS????

Þegar Útlendingaeftirlitið vinnur eftir reglum sem Alþingi setur vegna erlendra reglugerðafargans og býr sig undir að vísa fólki úr landi eftir landslögum, tekur fólkið í landinu sig til og mótmælir brottvikningunni.  Ráðherra nýtir þá rétt sinn, vegna þess að hann vill ekki dala í skoðanakönnunum og frestar því brottvikningunni.  Þá kemur enn og aftur að því að það vantar peninga frá ríkisstjórninni til að ná upp hraða hjá Útlendingastofnun. 

Þar að auki sannast eina ferðina enn, að það kostar minna að hafa þrýstihópa sem ráða, því við höfum handónýtt kerfi til að fara yfir þessi mál og verklausan ráðherrann sem setur ekki nothæfar leikreglur að vinna með.  Greinilegt er hver er ekki að vinna vinnuna sína, en fær samt greitt fyrir úr sjóðum almennings. TIL HVERS???

Auðvita bíður maður hundspenntur eftir því, að ríkisstjórnin skipi millinefnd og aðalnefnd yfir allar nefndirnar, til að fylgjast með hinum nefndunu, sem eru að vinna óþarfa vinnu að málum sem ríkisstjórnin á að vera vinna í. 

Ríkisstjórn??  TIL HVERS??  

 

 


mbl.is „Múhammeð og fjölskylda eru örugg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband