Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2020

RÚV best einkavætt skv. stefnu ESB. Öryggisþátturinn jafnframt stórlega ofmetinn.

Þegar eingöngu ein útvarpsstöð var starfrækt á landinu og tæknin takmörkuð við að fá lesna áríðandi tilkynningar vegna válegra tíðinda, var hægt að skýla sér á bak við öryggisþáttinn.  Þá var hægt að sýna fram á hversu RÚV væri mikilvægur hlekkur í öryggi landsmanna.

Nú eru margar stöðvar í loftinu og tæknilega hægt, með samkomulagi við stöðvarnar, að senda sameiginlega tilkynningu í gegnum allar stöðvarnar beint frá Almannavörnum. Því er löngu tímabært að endurskoða allt ferlið og greiða öllum útvarpsstöðvum fyrir að sinna öryggisþáttum samfélagsins, sem myndi uppfylla ýtrustu kröfur um öryggi til hlustenda.....
 
.....eða selja RÚV ella. 

Enda kom berlega í ljós, þegar óveðrið gekk yfir landið fyrir jól, verulegir hnökrar á útsendingakerfi RÚV. Þá brugðust langbylgjustöðvarnar báðar.  Ekki það að þær sendu ekki út, heldur vegna bilana og/eða rafmagnsleysis á flutningsleiðum til Eiða og að Gufuskálum kom engin dagskrá til stöðvanna og þær sendu þar af leiðandi svikalaust út þögnina eina, - í margar klukkustundir.  Allir sjá hversu gríðarlega vel öryggisþátturinn virkaði þá. 

Svo heyrði maður að starfsmaður RÚV var að guma að þessum útsendingum, sem allir sjá að er ekki túskildings virði.

Notum tækifærið með nýjan sóp í sæti útvarpsstjóra og seljum allt bixið.
 
En auðvita er það vörn RÚV að útsendingar lágu niðri hjá hinum líka. 
 
Þá er spurningin.  Hvaða útvarpsstöð fær borgað sérstaklega fyrir öryggisþáttinn? 

mbl.is „Tel að við höfum valið þann hæfasta og besta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband