Bloggfærslur mánaðarins, desember 2018

Ný hugsun þarf að koma til.

Eins nauðsynleg og verkföll voru í fyrndinni, þegar fólk var að berjast fyrir almennum mannréttindum, eru verkföll úrelt leið til að ná samningum. Allir tapa á verkföllum.

Í nútíma samfélagi verður að vinna þetta meira á kúltiveraðan hátt og þar þurfa allir að bæta sig í samskiptum.  Til dæmis er það ólíðandi að nýr launasamningur sem næst, skuli ekki gilda frá lok þess síðasta.  ennþá er nokkur misbrestur á þessu, þó nokkuð hafi þokast í rétta átt. Með því eru launagreiðendur ekki í neinni pressu að ná fram samningum fyrr en til verkfalls kemur.

Þarna  kemur Alþingi sterkt inn til að nútímavæða samskipti launagreiðanda og launþega.  Vert að hugsa hvort ekki sé hægt að lögleiða að vinnuveitundur þurfi að greiða dagsektir fyrir hvern dag sem líður frá því að síðasti samningur rann út. 

Spurningin er um "Þriggja Fasa Samning" til að leiðrétta hraðar þá lægstlaunuðu,sem ég fjallaði um í fyrri færslu minni hér á bloggi mínu.


mbl.is Koma þurfi deilunni í annan farveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þriggja Fasa Samningur.

Samningar eru ávallt erfiðir viðfangs.  Með prósentuhækkun, bera þeir sem í hæsta launaflokki eru, ávallt mest úr bítum.  Í samningaferlinu eru samninganefnda-menn (-konur) ævinlega sammála um að hækka lægstu launin mest, en ávallt mislukkast það og þeir lægstlaunuðu dragast jafnt og þétt afturúr, þrátt góðan vilja um annað.

Þriggja Fasa Kerfið byggir að hluta á annarri hugmyndafræði og skiptist í þrjú tímabil á samningstímanum.

- Fasi eitt.  Samið er um lágmarkslaun lægstlaunuðu.  Mismunurinn á gildandi taxta og nýjum verður einhver upphæð, sem notuð er til grundvallar í útreikningi.  Upphæðin rennur upp launastigann þannig, að sá sem er í lægsta flokki fær fulla upphæð en sá í þeim hæsta fær ekkert.  Bilið þar á milli er jafnað línulega frá hámarksupphæðinni að núlli í þeim efsta.  Þannig fá allir einhverja hækkun, þeir í lægstu þrepunum mest og sá sem mestar tekjurnar fórnar sér og fær ekkert.  Þannig er komið á móts við fögur fyrirheit að hífa upp þá lægstlaunuðu.

- Fasi tvö.  Annað tímabilið er krónutöluhækkun, sama krónutalan gengur jafnt upp alla töfluna. 

- Fasi þrjú. Prósentutala gengur sinn venjulega veg upp töfluna.

Gangi ykkur vel. 

Það er borin von, að tala um niðurfellingu vísitölutengingarinnar, því á henni tapa lífeyrissjóðirnir einna mest.  Hverjir eru lífeyrissjóðirnir?  Það erum við, -fólkið í landinu. Það á hins vegar að tala um útlánsvext þeir eru himinháir á Íslandi. 

Lækkum vexti og almenningur tapar minna. 

Það er kjarabót sem fólk finnur fyrir.


mbl.is Of snemmt að tala um verkföll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misskilningur, mótmæli og fáfræði, - sitt er hvað.

Það eru því miður ekki allir með hlutina á tæru og sjá ekki samhengið í ýmsum málum.  Landbúnaður, kjötframleiðsla og rafmagnsframleiðsla kemur þar nokkuð sterkt inn, sem einn alsherjar misskilningur.  Eða frekar er að nefna það, - fáfræði.

Þegar þéttbýlingar koma á slóð frumframleiðslu er oft á tíðum sérkennileg afstaða sem kemur fram í máli þeirra við frumbyggja Íslands. 

- Hversvegna að drekka þessa ógeðslegu mjólk beint úr beljum, þegar hægt er að fá hana í fernum í Bónus. 

- Til hvers að vera að fokkast með öll þessi dýr og slátra, þegar hægt væri að fá tilbúð kjöt í búðum. 

Svo ekki sé minnst á eggin.

- Tína þetta drullugt hjá hænunum þegar hægt er að fá þau tandurhrein í plastbakka í stórmarkaði.

Á Alþingi fyrir nokkrum árum voru sem oftar, harðvítugar deilur um virkjanir og orkuframleiðslu.  Þá sagðist einn þingmaður sunnanlands:

- Ekkert skil ég í þessari umræðu um að stöðugt þurfi að virkja, heima hjá mér er nægt rafmagn í tenglunum.

Og svo til að botna þennan pistil, þá var Ómar Ragnarsson með frábæra Stiklu-þætti á RÚV, þar sem hann fór um landið og talaði við kynlega kvisti. Þessir þættir slógu í gegn og voru frábærir á sinn hátt.  Það runnu hins vegar á mann tvær grímur, þegar það kom í ljós, að þorri íbúa í landnámi Ingólfs Arnarsonar, héldu í fúlustu alvöru, að þetta væri "eðlilega fólkið" á landsbyggðinni.  Sem leiðir auðvita hugann að því, - er það svo?


mbl.is „Fólk sem hatar rafmagn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breimandi köttur á heitu tinþaki.

Drama í boð Samfylkingarinnar.  Sagan, eins og hjá Tennessee Williams, er fjölskyldudrama innan Samfylkingarfjölskyldunnar, þar sem ýmis óþægileg vandamálin skjóta upp kollinum.  Lengi vel var talið að ekki mundi neitt hvisast út um vandamálin, þar sem önnur fjölskylda var milli tannanna á fólki, vegna óheppilegra atvika á bar niðri í bæ sem vitni lak í fjölmiðla.

Athyglivert hve fjölmiðlar voru lengi að taka við sér, eins drjúgir og þeir eru þegar annar stjórnmálaflokkur á í hlut.  Voru þeir ef til vill hluti af plottinu, að þyrla upp nægjanlegu moldviðri, til þess að upp um hitt málið kæmist ekki???

Eru fleiri slík mál einhversstaðar föst milli þils og veggja, sem fjölmiðlar vita um og hentar að þegja í hel af pólitískum ástæðum. 

Eru fjölmiðlar á réttu róli að gæta jafnréttis og taka jafnt og hlutlaust á málum, hver sem á í hlut?  Einhvern veginn læðist efinn yfir, eins og hrollköld mara.

DÆMI:

a. Nei, nei, nei aldrei ESB.  Steingrímur J Sigfússon

b. Panamaskjölin.  Bjarni Benediktsson

c. IceHot1 á Ashley Madison.  Bjarni Benediktsson

d. Í ESB þótt að flokkurinn væri á móti slíkri aðild.  Katrín Jakobsdóttir

e. Borga, borga, borga ICASAVE.  Steingrímur J, Guðni Th., Jóhanna Sigurðardóttir og fleiri.

f. Selja vistvæna orku og fá í staðinn stimpil að framleiða með kjarnorku, kolum, olíu og gasi.  Þarna þegja allir fjölmiðlar, nema besta blaðið á Íslandi, - Bændablaðið.

Þetta er ekki tæmandi list, en við hæfi að skrifa hann niður, til að sýna misvægið sem er í boði fjölmiðlanna. 

 


mbl.is Vika er langur tími í pólitík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnimáttarkendin skiljanleg......

.....þegar Logi Már Einarsson kemst ekki á forsíðu fréttamiðla með skemmtiatriði (uppistand) í ræðustól Alþingis, nokkuð sérstaka tilburði, sem féllu þó ekki í kramið hjá forseta þingsins.  Þetta er skólabókardæmi Samfylkingarinnar í háttvísi.

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 4. desember 2018 13:31:

Þriðjudagskvöldið 27. nóvember fór fram önnur umræða um veiðigjaldsfrumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra. Höfðu þeir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, karpað um orðaval og útfærslur á frumvarpinu.

Í andsvari sínu virtist Logi orðinn pirraður á frammíköllum Kristjáns Þórs, sem eru ógreinanleg.

„Frú forseti, nennirðu að biðja hann um að steinhalda kjafti meðan ég tala ?“

„Nei hættu nú alveg, Logi ?“ heyrðist þá úr þingsalnum frá ónefndri þingkonu. Í kjölfarið bað Þórunn Egilsdóttir, 4. forseti Alþingis, „þingmanninn vinsamlegast um að gæta orða sinna.“

Spurði Logi þá að bragði og horfði á Þórunni:

„Hvorn?“

„Háttvirtan þingmann í pontu“, svaraði Þórunn, með ísköldu augnaráði.

 

Þetta eru náttúrulega mannasiðir í lagi, - og rúmlega það.

 


mbl.is Boðuðu Sigmund ekki á fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískar pyntingar fréttagammanna.

Nú er maður búinn að hlusta á, lesa um og innbyrða úr sjónvarpi í rúma viku, um svokallað Klaustursmál.

Dettur ekki augnablik í hug að verja þann gjörning sem þar átti sér stað, en hvað er þarna í gangi gagnvart sakborningum og almenningi í landinu.

Halda fréttahaukar þessa lands að einhver Íslendingur viti ekki af þessu máli?

Hvað er málið að þetta sé stórfrétt í hverjum einasta miðli dag eftir dag?

Vita fréttamenn ekki að þetta fólk á foreldra, maka, börn og vini, sem líða fyrir þessa umfjöllun?  Hvers eiga þau að gjalda?  Hvernig munu þeir  í framtíðinni, taka á nafngreindum ölvuðum ökumanni, sem veldur alvarlegu slysi, þar sem einstaklingar láta lífið?  Er fréttastuðullinn að breytast?  Hvar er meðalhófið? 

Fréttamenn, eða á að segja fréttatæknar, nú er mál að linni.  Þetta er komið á það stig að vera ofsóknir af ykkar hálfu, sem er ekki hótinu betra en það sem þið eruð að fjalla um og hneykslar ykkur svo mjög. 

Nú segi ég, skammist ykkar fréttagammar, og komið með eitthvað jákvætt í skammdeginu og í tilefni hátíðar ljóss og friðar. 


mbl.is Segir ekkert hafa sært sig eins mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband