Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2018

Mikið er ég sammála Steingrími.

Ef einhver axlar ábyrgð, er það vel.  Fleiri þingmenn mættu í því sambandi hugsa sinn gang.

 


mbl.is „Hörmung að horfa upp á“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá yðar sem syndlaus er.....

Ummæli þingmanna dæma sig sjálf.  Það er morgunljóst og þeir sjálfir hafa skaðað mannorð sitt, sem erfitt verður fyrir þá að byggja upp aftur.  Ekki dettur mér í hug augnablik að verja þessa framúrkeyrslu þeirra á almennu siðferði eða skynsamlegri umfjöllun á öðru fólki.

Hitt er hinsvegar athyglivert, sem ekki er fjallað um í fjölmiðlum:

- Hvernig má vera að samtöl milli manna kemst í hámæli og hvaða tækni er beitt til að taka þau upp?

- Hvernig stendur á því að ekki stafkrókur kemur um þann vinkil, er þetta ekki gróflegt inngrip í persónuleg samskipti fólks, - þ.e. persónunjósnir?

- Hvernig á að taka á því?

- Er líklegt, að þeir sem hvað mest hneykslast á þessu ölvunarrausi,  hafi aldrei, drukknir eða ódrukknir, talað illa um nokkurn mann?

- Hvað með Steingrím J Sigfússon?  Er vandlæting hans hrein og bein? 

Sjálfur er ég ekki það skyni skorpinn, að ég viti ekki upp á mig skömmina að kríta liðugt þegar talað er um aðra.  Stundum er það í fúlustu alvöru og stundum er það í hálfkæringi. 

Vandamálið er hins vegar það, að það kann að reynast erfitt fyrir þann sem hlustar, - að greina þarna á milli. 


mbl.is Skammarleg viðhorf til kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sæstrengur skiptir máli ef til hamfara kemur....

...segir Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets.  Þetta eru að sjálfsögðu réttmætar áhyggjur, eins og menn hafa í gegnum tíðina byggt upp innviði á Íslandi.

Hverjar eru líkurnar á að hægt verði að koma raforku til notenda, ef til hamfara kemur?

Er ekki megnið af línum ofanjarðar, sem þola tæplega hressilegt íslenskt vetrarveður án þess að bila?

Þola raflínurnar betur hraunflóð, jarðskjálfta og öskufall?

Hvaða vit hefur verið að koma öllum helstu stofnunum fyrir á einu ótryggasta svæði landsins?

Hver er rýmingarálætlun Reykjavíkur ef til hamfara kemur?

Í fljótu bragði lítur út fyrir að hér sé um áróður að ræða, og sönnun þess að alltaf verður með í þriðja orkupakkanum að leggja sæstreng til meginlandsins og öll meðul notuð til að tala fyrir því.  

Nær væri að tala um hvernig rýma eigi Reykjavík við slík átök náttúrunnar, hvar á að hýsa fólkið og hvernig á að hlúa að slösuðum.  Hvað með flugvöll í Vatnsmýrinni þegar til slíkra hamfara kemur og rýminga er þörf, er Bláfell og/eða Hengillinn fara að rumska.

Þá kemur sæstrengur að litlu gagni, - ég verð að segja það.


Afhverju fjallar Samfylkingin og VG ekki um kjarnorku....

....olíu, kol og gas, sem Íslendingar eru sagðir nota til að framleiða raforku????

Hvernig stendur á því að við erum sagðir framleiða raforku með þessum efnum, þegar við gerum það ekki???? 

Hvernig væri að einhver sérfræðingur Samfylkingarinnar skýrði hvernig þetta tengdist orkupakka eitt og tvö.  Viðkomandi má hringja í vin, - hjá VG.

Bændablaðið fjallaði um þessi mál.  Sjá: https://www.bbl.is/frettir/frettir/87-raforku-a-islandi-sogd-framleidd-med-kjarnorku-kolum-oliu-og-gasi/20353/

Ef það er ekki galið að við Íslendingar séum að nota mengandi orgugjafa, samkvæmt pappírunum, veit ég ekki hvað orðið galið þýðir. 


mbl.is „Á dagskrá til að fela fjárlögin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orkusóðinn Ísland. Stefna VG í umhverfismálum?

Bændablaðið segir svo frá:

"87% raforku á Íslandi sögð framleidd með kjarnorku, kolum, olíu og gasi

Frá því í desember 2011 hafa íslensk orkufyrirtæki gefið út og selt upprunaábyrgðir raforku. Það ár voru seldir slíkir papp­írar sem námu um það bil 2 teravattstundum [TWst] vegna raforku­framleiðslu á Íslandi en heildarframleiðslan nam 16,8 TWst. Nú er salan komin í nær 17 terawattstundir, eða um 87% af  rúmlega 19 TWst framleiðslu samkvæmt gögnum Orku­stofnunar.


Samkvæmt gögnum sömu stofnunar var  nánast öll raforku­framleiðsla frá endur­nýjanlegum orkugjöfum árið 2011. Úr jarðvarma 27% og vatnsorku 73% en einungis 0,01% er framleidd með jarðefnaeldsneyti.  Meirihluti raforku í Evrópu átti hins vegar uppruna sinn í jarðefnaeldsneyti og kjarnorku."

https://www.bbl.is/frettir/frettir/87-raforku-a-islandi-sogd-framleidd-med-kjarnorku-kolum-oliu-og-gasi/20353/

Sjá einnig: https://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/2225358/

Hvað er í gangi hjá Íslenskum stjórnvöldum?


mbl.is Tilraunaland með tækninýjungar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

87% raforku á Íslandi sögð framleidd með kjarnorku, kolum, olíu og gasi....

...samkvæmt samantekt í Bændablaðinu. https://www.bbl.is/frettir/frettir/87-raforku-a-islandi-sogd-framleidd-med-kjarnorku-kolum-oliu-og-gasi/20353/

Hvernig má það vera?
Hver getur selt mengunarkóða?
Er það gert með vilja ríkistjórnar og Alþingis?
Veit Umhverfisráðherra VG af þessu?
Er þetta gert í samráði við Umhverfisráðherra VG?
Hvert er hreinleiki Íslenskrar náttúru kominn?
Hvernig er þetta orðað í þriðja orkupakka ESB?
Er Atvinnu- og nýsköpunarráðherra og (S) og Umhverfisráðherra (VG) samstíga?
Hvort er betra í ráðherrastól atvinnu- og nýsköpunar, Reykfjörð eða Reykás?

Sjá einnig: https://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/1987367/

 

 

 


mbl.is Orkupakkinn innleiddur þrátt fyrir viðvaranir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðlindagjald / veiðigjald. Hver er mismunurinn???

Þann 21.10.2017 bloggaði ég um sama mál.

Af hverjur er eingöngu talað um veiðigjald (lesist: auðlindagjald) á fiskinn í sjónum?

Hvað með aðrar auðlindir?:

- Heita vatnið

- Kalda vatnið

- Gufuaflið

- Raforkuna

- Landið sem fer undir vegi

- Landið sem fer undir raflínur, ljósleiðara og aðrar lagnir

- Sand og möl í byggingar, flugvelli og vegi

Allt sem nefnt er hér að ofan tengis atvinnustarfsemi, eins og útgerðin og þeir sem eru að nýta sér þjónustuna, borga uppsett verð.

Nefni þetta bara sem dæmi um atriði, sem sumir hafa meiri aðgang að en aðrir.  

Hvað á að skattleggja og hvað ekki?
Hverja á að skattleggja og hverja ekki?
Er það ekki mismunun að leggja þyngri birgðar á sum byggðarlög en önnur?
Hver er jafnræðisreglan í stjórnarskránni?
Er þessi mismunun undanþegin henni?


mbl.is „Gríðarlegt högg fyrir svona samfélög“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband