Bloggfærslur mánaðarins, október 2018

Jarðgöng milli Héraðs og Vopnafjarðar

Nú hillir undir að grafin verði göng til Seyðisfjarðar og víst kominn tími til. Næsta verkefni hér eystra er að gera göng norður fyrir Smjörvatnsheiðina, sem ítrekað hefur verið ályktað um. Það er því tímabært að fara að vinna að fullum þunga við undirbúning að jarðgöngum til Vopnafjarðar og hefja framkvæmdir um leið og Seyðisfjarðagöng verða tekin í gagnið.

Svæðið, sem nyti góðs af þessari framkvæmd, nær til íbúa Þórshafnar, Bakkafjarðar og Vopnafjarðar og sveitanna í kring. Þetta verkefni væri vænlegast með því að vinna þetta í tvennu lagi. Í fyrsta áfanga væri farið í gegn hjá Torfastöðum í Jökulsárhlíð og yfir í Böðvarsdal og í þeim seinni milli Böðvarsdals og Skjaldþingsstaða.

Sem dæmi má nefna, að það er landfræðilega styttra frá Þórshöfn til Egilsstaða en frá Þórshöfn til Akureyrar, bæði hvað varðar beina loftlínu og eftir vegakerfinu. Samkvæmt gögnum Vegagerðarinnar eru 163 km frá Þórshöfn til Egilsstaða (Hellisheiði, Sandvíkurheiði) á meðan það eru 231 km frá Þórshöfn til Akureyrar miðað við að fara Vaðlaheiðina, Tjörnesið og Öxarfjarðaheiði. Þar munar 68 km aðra leiðina. Einhverjar styttingar eru mögulegar, en það gildir einnig um leiðina til Egilsstaða. Loftlínan frá Þórshöfn til Akureyrar er um 139 km á meðan hún er um 112 km til Egilsstaða. Hér munar um 27 km aðra leiðina. Það er þar með ljóst, að þetta svæði hefur meiri samleið með Mið-Austurlandi, en Akureyri.

Meðfylgjandi er tillaga að samgöngubótum milli Héraðs og Vopnafjarðar. Þar sem Út-Héraðsvegur (94) er beinn og lítill kostnaður því samfara að klæða hann varanlegu slitlagi á þann kafla sem slitlag vanta milli Eiða og Laufáss. Utan við Móberg verði lagður nýr vegur, sem beygir til norðurs með tveim brúm á Lagarfljóti og Jökulsá á Brú og á heppilegum stað við Torfastaði í Jökulsárhlíð verði grafin göng í Böðvarsdal. Nýr vegur lagður út Böðvarsdal að Eyvindastöðum. Þessi fyrri áfangi (Göng 1) rýfur vetrareinangrun byggðalaga norðan Smjörfjalla og liggur þar að auki á láglendi inn Fljótsdalshérað og vegfarendur sleppa við leiðinlegan kafla um Heiðarendann. Aksturstími milli Vopnafjarðar og Egilsstaða yrði um sextíu mínútur á löglegum hraða.

Áfangi tvö (Göng 2) er síðan að grafa önnur göng, frá gangamunnanum í Böðvarsdal í Skjaldþingstaði og stytta leiðina enn frekar. Við þá styttingu kæmust vegfarendur á fjörutíu og fimm mínútum milli umræddra áfangastað.

Það er hinsvegar athyglivert hve Vopnfirðingar eru litt þenkjandi um vegabætur við Fljótsdalshérað, sem mundi kalla á gríðarlegar samgöngubætur með meiri samvinnu og samlegðaráhrifum inn á öflugt þjónustusvæði, sem er með verslun, þjónustu, menntastofnanir og samgöngur við höfuðborgina, svo eitthvað sé nefnt. Þó er ekki sjálfgefið að ríkisvaldið komi til móts við svæðið með samgöngubætur, því verður að negla það sem skilyrði ef kemur til sameiningaviðræðna.

Hvað varðar aðra þætti eins og hitaveitu, gæti Hitaveita Egilsstaða og Fella komið sterk inn með verkþekkingu og fjárhagslegan stöðugleika, til að koma heitu vatni frá Selá í þéttbýlið við Kolbeinstanga, ef nægjanlegt vatn er þar fyrir slíka notkun.

Væntanlega vekja þessar vangaveltur upp umræður og meiri samvinnu á milli svæða til hagsbóta fyrir alla íbúa þess Eins og kemur fram hér að framan, tekur þessi framkvæmd yfir stærra svæði en Vonafjörð og ætti því að vera framarlega í röðinni hjá sveitastjórnum norðan Smjörfjalla, til að auka lífsgæði íbúa þessara svæða.

Það sakar ekki fyrir sveitarstjórnarmenn að ræða hver við annan. Orð eru til alls fyrst.image001


Landsbyggðafólk á ekki séns hjá sértrúarsöfnuðum Íslands

Það má ekkert til að halda uppi eðlilegum lífsgæðum á landsbyggðinni, ef það hugnast ekki einhverri sértrúargrúppu í Reykjavík. Þetta er einelti af verstu sort, sérstaklega þegar dregnir eru fram hámenntaðir einstaklingar með mjög þröngan sjóndeildarhring.


mbl.is „Lögfræðilegt stórslys“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða laxveiðiá er ekki ræktuð upp fyrir sportið?

Laxveiði er ein birtingarmynd sértrúasöfnuðar, þar sem bara enn “sannleikur” á rétt á sér.  Auðvita má þessi söfnuður rækta fisk og pína, gegn hóflegu gjaldi og skattfrítt.

Annað er upp á teningnum, ef heilu fjórðungarnir eygja möguleika í laxeldi til að auka tekjur sínar, snúa fólksflóttanum við og skapa samfélagslegan stöðugleika og heilbrigt og fjölskylduvænt umhverfi. Þessi birtingarmynd laxasöfnuðarins hugnast laxakóngunum illa, svo vægt sé til orða tekið og slá þeir um sig að náttúran eigi að njóta vafans.  

Heldur mjóróma og holur er slíkur málflutningur í ljósi þess, að þeir eru að rækta upp, veiða og sleppa, til þess eins að fullnægja drápseðlinu sem býr innra með þeim.

Hollt væri að leiða hugann að því af og til, að fólkið á landsbyggðinni er hluti af náttúrunni, sem á rétt á að njóta vafans, þegar kemur að því að skapa betri búsetuskilyrði.

 


mbl.is Laxeldismálin rædd í Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær er laxastofn villtur?

Er laxastofn í á villtur, þegar búið er að setja í laxveiðá, fimm milljónir seiða og einungis 1-2% rata heim aftur í ána.

Er það ekki fiskurinn sem kemur ekki aftur sem er villtur?  Hann ratar allavega ekki í ána aftur.  

Er það kanski vegna þess að seiðin eru úr einhverri annarri laxveiðiá og genatísku ratvísarnir leiða þá eitthvað annað?

Hvað eru þeir ræktuðu laxar kallaðir, sem eru svo "lánsamir" að rata "heim" í sælureit laxveiðmannanna?  Upphaflega villti stofninn í ánni?

Fyrirgefið, ég fatta ekki muninn á eldislaxi, ræktuðum laxi og villtum laxi, sem laxveiðikóngarnir eru að tala um. 

Ég fatta heldur ekki að "veiða og sleppa". 

Er laxinn ekki dauðvona, þegar búið er að láta hann berjast um á öngli í örvæntingu og angist? 

Hvað lifa margir laxar af slíka helför á önglinum? 

 


mbl.is „Víðs fjarri raunveruleikanum“ 
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða laxveiðiá er enn með sinn upphaflega laxastofn???

Getur einhver upplýst hvaða laxveiðiá á Íslandi hefur sloppið við að fiktað hefur verið við hana, með seiðasleppingum?

Eru aðkomnir laxveiðimenn rétthærri íbúa landsbyggðarinnar?

Hversu lengi þurfa landsbyggðafólk að sæta því, að óvandaðir einstaklinga komist gagnrýnislaust upp með ósannindi í fréttamiðli allra landsmanna, RÚV?

Geta fjársterkir einstaklingar og samtök greitt fyrir umfjöllun í fjölmiðlum?


mbl.is Gera athugasemdir við frétt RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilbrigð skynsemi (common sense).

Oft hef ég velt fyrir mér hve margar ár á Íslandi eru "ómengaðar", þ.e. hvað er maðurinn er búinn að fikta mikið við þær og hvað er mikið þær hafa verið "ræktar" upp, til að þær teljist nothæfar laxveiðiár og seljanlegar sem slíkar.

Einnig hefur maður óhjákvæmilega velt öðru fyrir sér.  Hvað er að veiða og sleppa?  Í mínum huga tel ég að það komist býsna nærri því sem flestir skilgreina sem dýranýð. 

Það virðist vera landlægt hjá mörgum einstaklingum, sem hafa fastar tekjur í þéttbýli, að hafa mjög þröngan sjónvinkil á það sem aðrir eru að bjástra við út um land.

- Það má ekki virkja, það á að gera eitthvað annað.
- Það má ekki reisa stóryðju, það á að gera eitthvað annað.
- Það má ekki stunda loðdýrabúskap, það á að gera eitthvað annað.
- Það má ekki stunda laxeldi, það á að gera eitthvað annað.
- Það má ekki stytta leiðir, það fer yfir gróið svæði.  Það verður að velja eitthvað annað.

Því miður virðist hópur í samfélaginu ávallt geta unnið gegn framförum í krafti fjármagns, vinahóps í fjölmiðli, pólitískra samherja og þá kemst heilbrigð skynsemi hvergi að í umræðunni.    

Einhvern tíma rökræddi ég við félaga minn um hvort heilbrigða skynsemi (common sense)væri hægt að kenna í skólunum.

"Nei,..." sagði félagi minn "...common sense er ekki hægt að kenna, hún þarf að vera meðfædd".


mbl.is Óvissan á Vestfjörðum óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband