Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2017

Er ekki nokkuð seint í rassinn gripið?

Nú virðist orðin tíska hjá nokkrum einstaklingum í landinu, að mótmæla verkefnum á lokastigi þeirra og krefast þess að verki verði stöðvað samstundis.

Kísilver og Þeistareykjavirkjun krafan um að stöðva línulögn, þegar framkvæmdin er á lokastigi.

Laxeldi í Reyðarfirði, þegar fyrstu laxarnir eru komnar í kvíarnar.

Fosshótel í Mývatnssveit, þegar fyrstu gestirnir eru komnir í hús.

Hvað er að þessu fólki sem stendur að þessum mótmælum?  Er þetta athyglissýki?

Lái mér hver sem vill, að mér detti í hug sagan af heimsku konunni:

Í höfuðstaðnum var kona sem átti svo vangefinn son, að ekki var viðlit að kenna honum nokkurn skapaðan hlut. Einn daginn tók hún það ráð að heimsækja lækni sinn.   Þar sem hún sat á móti lækninum, stundi hún upp erindinu.

-Ég þarf fóstureyðingu.
-Jæja Gunna mín er nú svo komið fyrir þér?
-Já og það má ekki dragast meir úr þessu.
-Já, - en hann Steini þinn dó fyrir þremur árum, hvernig kom þetta til?
-Hvað kemur þetta Steini við?
-Ja sko, - ég velti bara fyrir mér hvernig þetta hafi komið til, þú á sjötugsaldri. Auðvitað er hollt er að stunda allskonar líkamsrækt, en það verður að hafa í huga afleiðingar og grípa til viðeigandi ráðstafana á réttum tímapunkti.
-Gert er gert. Er hægt að fá fóstureyðingu eða ekki?
-Já, svosem, - ehh..... Er ekki rétt að ég skoði þig og sjái hvað þú ert langt gengin
-Langt gengin? Er ekki í allt lægi með þig. Það er ekkert að mér. Ég þoli þetta barasta ekki lengur. Ég þarf að losa mig við drengsfáráðlinginn, - og það strax.

 

 


mbl.is Ákvörðun Skipulagsstofnunar ógild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband