Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2017

Verða ósanndi grunnurinn að nýrri ríkisstjórn?

Enn og aftur er farið að japla á því, að hefja aðildarviðræður við ESB, núna á að kjósa um hvort eigi að fara í þá vegferð.

Marg oft hefur það þó komið fram, að við þurfum að sækja um inngöngu, ekki að spjalla um hvað er í boði, ekki kíkja í pakkana.

------------

Því er eingöngu hægt að kjósa um:

Vilt þú að Ísland gangi í ESB

_ Já

_ Nei

----------

Þegar þjóðin hefur svarað þessari spurningu, þarf ekki að fara í þá ógeðfeldu vegferð, að plata kjósendur til að vera með í að kíkja í pakkana, eða ræða málið um inngöngu.

Annað hvort sækir þú um að gerast Frímúrari eða ekki.  Reglur Frímúrara gilda.  Þar er ekki um það að ræða að semja.  

Það sama er upp á teningnum við ESB.  Vilt þú að Ísland gangi í ESB?


mbl.is Þjóðaratkvæði um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband