Bloggfærslur mánaðarins, október 2016

Krossfestingin afstaðin. Nýr kafli " Upprisan"

Eitt það dapurlegasta sem maður hefur orðið vitni að, undndanfarin missiri, er aðförin að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, sem ekki er hægt annað en að flokka sem einelti.  

Þar hafa fréttamenn RÚV farið fyrir hópi hrópenda, gegn fyrrverandi forsætisráðherra og endaði sú aðför með því að Sigmundur varð að láta í minni pokann fyrir Svartstökkum Framsóknarflokksins, sem aldrei gátu sætt sig við að almennur framsóknarmaður gæti haft skoðun í flokknum, hvað þá að ráða einhverju hvað þar fer fram.  

Svartstakkar Framsóknarflokksins fylgja ekkert frekar hugsjónum eða lögmálum samvinnustefnunnar eða Framsóknarflokksins.  Þeir flögra út og suður og teygja stefnu flokksins í þær áttir sem hentar þeim í hvert sinn.  

Þá skiptir engu hverjum blæðir, þar helgar meðalið eingöngu tilganginn og greinilegt að aðförin að SDG hefur ekki verið þeim sérstaklega þungbær né markmiðum þeirra sérlega andsnúin.

Sárast er hins vegar að sjá samherja hans í pólitík, leggjast eins lágt og þeir gerðu, í Háskólabíó á sunnudaginn, með og fylkja sér í flokk þeirra, sem af mestri óbilgirni hafa barið á SDG.

Svo hljóta stóru spurningingarnar að vera:

Af hverju er RÚV svona í nöp við Sigmund Davíð?

Af hverju fjallaði RÚV ekki meira um Bjarna Benediktsson og eignir hans í útlöndum?

Af hverju fjallaði RÚV ekki meira um Ólöfu  Nordal og eignir hennar í útlöndum?

Af hverju fjallaði RÚV ekki meira um Steingrím J Sigfússon og viðsnúning VG í máli ESB?

Af hverju fjallaði RÚV ekki meira um Katrínu Jakobsdóttur og að "kíkja í pakkann" hjá ESB?

RÚV biðst afsökunar þegar fréttastofan fer rangt með nafn einhvers viðmælenda, sem er rétt og sanngjarnt að gera, þegar farið er með rangt mál.

Hefur RÚV, svo mikið sem íhugað, að biðja Sigmund Davíð Gunnlaugsson afsökunar á að hafa ítrekað farið rangt með staðreyndir í hans tilfelli?

Nú er bara að vona að sárin grói fljótt og að Sigmundur rísi tvíefldur upp og sýni Svartstökkum Framsóknarflokksins, - hvar Davíð keypti ölið

 

 


mbl.is Sigmundur áfram oddviti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband