Bloggfærslur mánaðarins, október 2015

Nágrannakærleikar á Austurlandi

Fjarðabyggð er þeirrar gæfu aðnjótandi, að búið er að „slá í gegn“ í nýjum Norðfjarðagöngum.  Til hamingjumeð það.  Allir íslendingar, sérstaklega austfirðingar, gleðjast með íbúum Fjarðabyggðar.

Það er því miður ekki hægt að yfirfæra þá gleði á stjórnendur Fjarðabyggðar, þegar kemur að öðrum samgöngbótum í fjórðungnum.  Þá virðast öll sund lokast og verkefni verða lítt físileg og í flestum tilfellum arfavitlausar framkvæmdir, að mati þeirra.  Þeir eru að vísu nokkuð einangraðir með þá skoðun, en eru á hinn bóginn handvissir um að allir sérfræðingarnir í samgöngumálun Íslands, sitji í Fjarðabyggð. 

Fáráðnlegt er að halda því fram að þeir séu á móti vegabótum.  En þær verða klárlega að koma Fjarðabyggð til góða á einn eða annan hátt, sérstaklega litlu Moskvu.  Því kemur það ekkert sérlega á óvart, þegar  rætt er um bættar samgöngur um Öxi eða jarðgöng til Seyðisfjarðar, að sérfræðingarnir í Fjarðabyggði umhverfist og séu á öndverðu meiði við aðra á Íslandi.  Sérstakleg er þeim í nöp við þann fjölda í öðrum sóknum, sem eiga allt undir bættum samgöngum.

Egill rauði kveður:

Götur vilja bæir byggja
og bæta líf í gleði og sorg
En allar leiðir skulu liggja
lóðbeint heim á Rauðatorg


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband