Bloggfærslur mánaðarins, desember 2013

Sæstrengur, - gæluverkefni EXEL-nörda

Sæstrengur til að flytja raforku úr landi, er ein arfavitlausasta hugmynd sem komið hefur upp á Íslandi lengi.  Hún ruglar nokkra í ríminu og þeir fá einhverja raforku-glýju og dollaramerki í augun og léttur EXEL-sælustraumur skekur allan skrokkin á þeim.

Þetta er eins og að hætta að veiða allan fisk við landið og selja útlendingum aðgang að miðunum.  Við þurfum ekkert að gera annað en að telja peningana.

Trúa menn þessu bulli í alvöru???

Fjármunir sem verða í þessu verkefni, verða teknir úr sameiginlegum sjóðum, en innkoman lendir í vasa Landsvirkjunar í Reykjavík.  Sagan sýnir það, svo ekki verður um villst, að þeir sem eiga landið og orkuna þar sem verður virkjað, fá lítið sem ekkert í sinn hlut.

Jarðið þessa EXEL-hugsun, - og það strax.
mbl.is Arður af sæstreng óviss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Votir draumar um sæstreng

Að selja orku úr landi er ein arfavitlausasta hugmynd sem upp hefur komið lengi og ég er mjög dapur yfir þætti forseta vors í þessu sambandi.  Þeir sem vilja selja, sjá gróða í hverju horni, en þegar betur að gáð, hefur þetta sömu áhrifin og að pissa í skóinn sinn, - tímabundin áhrif.

"Gróðinn" sem menn sjá, er vegna þess að lítið sem ekkert á að greiða landeigendum fyrir vatnsréttindin, heldur á "ágóðinn" að renna beint í hítina fyrir sunnan, eins og allar "góðu " hugmyndirnar sem koma frá EXEL-tæknunum.  Summan sem fæst fyrir orkuna, rennur beint til Landsvirkjunar og sama og ekkert er greitt af því fyrirtæki í fasteignagjöld fyrir stíflumannvirki, sem með réttu ætti að renna til sveitarfélaga.

Orkan okkar er hrein og verðmæt afurð, og vilji erlendir menn nýta hana, þá "versgú" komið og nýtið hana hér.  Skapið vinnu á Íslandi.  Sé eins mikil orka til í "kerfinu" eins og menn vilja vera láta, getum við nýtt hana í matvælaframleiðslu, ylrækt og þess háttar.

Orkan okkar er hrein og verðmæt afurð, því á ekki að eyða henni í tap í köplum milli landa.
mbl.is Nokkur ár í sæstrengsákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB mafían sýnir sitt rétta eðli.

ESB mafían hefur þráfaldlega neitað því að neitt samasem (=) merki sé milli þeirra styrkja, sem veitt eru til Íslands og aðildarumsóknarinnar.

Getur það orðið skýrara að þetta er RÖNG fullyrðing hjá ESB !?!

Ef einhver fótur hefði verið fyrir þeirri fullyrðingu, hefði ekkert gertst.   Það þykir greinilega fínt að beita mútum innan ESB, sem aðrir telja til lögbrota.

Hvaða önnur lögbrot viðgangast þar í skjóli nætur?  
mbl.is Hættir við einhliða og án fyrirvara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband