Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012

Enn ein atlagan að landsbyggðinni.

Þessi ríkisstjórn er komin með enn einn skattinn sem bitnar nær eingöngu á landsbyggðinni. Þó flugfélög reyni að hagræða, lekur kostnaðurinn að lokum út í farmiðaverðið.
Hverjir borga borga kostnaðinn?
Landsbyggðamennirnir, sem nota þjónustuna sjálfir.
Landsbyggðamenn, sem þurfa að greiða fyrir aðföng.
Landsbyggðamenn, sem greiða þurfa fargjjöld fyrir "sérfræðinga að sunnan" sem koma og láta ljós sitt skína við að upplýsa hvernig vinna á sig í gegnum vandamál sem þeir sömu eru búnir að leggja á herðar landsbyggðarinnnar.
Er hægt að snúa málunum betur á hvolf?
mbl.is Ernir fækkar um tíu starfsmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband