Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012

Einn af kostunum við Shengen-samstarfið....

....sem Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson handsöluðu í koktelpartýi í á erlendri grundu, þegar þeir báðir voru komnir með Evrópustjörnuglýuna í augun.

Er ekki tímabært að endurskoða þett Shengen, skoða kostina og gallana að fenginni reynslu og eftir atvikum að segja sig frá þessu rugli.

mbl.is Maðurinn enn um borð í skipinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú þegja ESBsinnar þunnu hljóði.....

....eftir að vera ítrekað búnir að gaspra fjálglega um að sjálfstæði þjóða væri ekki í húfi innan ESB.

Hafi þeir skömm fyrir.
mbl.is Tilbúin að gefa eftir hluta fullveldis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ógeðfelldar hótanir ESB verða viðvarandi.....

.....og þess vegna er löngu tímabært að þakka fyrir sig, slíta frakar viðræðum og kalla sendinefndina heim.

Nú er tímabært að snúa sér að því að byggja upp innviði þjóðfélagsins, efla atvinnulífið og laga stöðu heimilinna, - eins og kynntar voru í markmiðum Samfylkingarinnar, sem birtust almenningi fyrir síðustu alþingiskosningar.
mbl.is Sakar ESB um „ógeðfelldar hótanir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilar umtalsverðum tekjum inn í þjóðarbúið.......

....þrátt fyrir hrakspár margra, jafnvel virtra fræðimanna, sem létu pólitískar skoðanir sínar hafa meiri áhrif á niðurstöður og framsetningu sína, en að styðjast við beinharðar staðreyndir.
mbl.is Fluttu út fyrir 95 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðistund skal það vera í haust.....

....þegar öllum frekari áformum um inngöngu í ESB verður endanlega hætt, og sleppum þar með undan ófyrirleitnu áreiti sendiboða þess og verðum laus við að liggja undir stöðugum hótunum sambandsins og annarra miðevrópubúa.
mbl.is Ögurstundin er í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrátt fyrir þessa ríkisstjórn.....

...virðist atvinnulífið ætla að rétta úr kútnum.  Ekki munu mæringar skorta út í sitjandi ríkisstjórn, þrátt fyrir algjört innistæðuleysi í þeim herbúðum.  Hér sannast það enn einu sinni.  Minni kjósenda er af mjög skornum skammti.

Man einhver:
- Skjaldborg um heimilin
- Ekki aðildaviðræður um ESB
- Auknir skattar á atvinnulífið
- Auknir skattar á heimilin í landinu

Bara svona smá dæmi.

 


mbl.is Stjórnarflokkarnir bæta örlítið við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byrjað á öfugum enda

Merkileg samningatækni að byrja ekki á þeim málum sem löngu var vitað var að yrðu erfiðust. 

Nú er búið að opna og loka fullt af köflum, sem ljóst var að enga breytingu mátti gera.  Það er búið að taka upp haug af reglugerðafargani til að tjónka við ofdekraða bírokrata í Brussel.
 
Verður reglugerðafarganið bakfært ef upp úr slitnar?

Ótrúlega ruglað ferli í þessu öllu og enn furðulegra að ekki skuli viðurkennt af stjórnvöldum að aðlögunarferlið sé á fullu.  Það vita allir, samt er enn verið að ljúga að þjóðinni að það "sé bara verið að kikja í pakkana".
mbl.is Strandar á makríldeilunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband