Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012

Lækka hámarkshraðann og sekta grimmt....

....þá sem ekki virða settar reglur.  Þetta virkar þar sem viðurlögum er beitt af hörku.

Var oft ferðinni á einfaldri Reykjanesbrautinni á hámarkshraða, þegar rútur og vörubílar með tengivagna fóru fram úr.  Sama hefur gilt um marga aðra, fóru fram út á hraða sem var langt fram úr leyfilegum hámarkshraða.  Þetta hefur lítið skánað, nema það er meira pláss fyrir þennan glæfra akstur.

Svo virðast menn oft vanmeta aðstæður í rigningu og hálku.  Vanmeta búnað bílsins og síðast en ekki síst, vanmeta eigin getu til að stjórna ökutæki við slíkar aðstæður.

Þetta er náttúrulega ekkert annað en rússnesk rúlletta.
mbl.is Tvíbent öryggi í umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað voru þeir búnir að "græða" til 2008?

Eru menn ekki að missa sig í þessu?  Var ekki "ofsa gróði" fram á haustið 2008.  Var það ekki sýnd veiði en ekki gefin?  Voru þeir fjármunir ekki meira og minna "Matadorpeningar"? 

Stjórnendurnir á þessum árum, voru búnir að slá sér á brjóst og lýsa á hendur sér mikilli fjármálasnilli og stjórnkænsku.  En hver var innistæðan?  Var þetta ekki í takt við bankauppsveiflu þessara ára?  Allir voru að græða svo svakalega. 

Skoðum hlutina í samhengi frá árinu 2000 til ársins 2010 og sleppum ruglinu þar á milli.  Þá kemur hin raunverulega staða í ljós.  Þessi aðferð er "2007" og engum til gagns að velta sér upp úr henni og hún er gjörsamlega ómarktæk.
mbl.is LSR tapaði 101 milljarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað voru þeir búnir að græða fyrir hrun?

Voru það ekki tölur án raunveruleika tengingar?   Hver var staðan árið 2000 og hver er staðan nú? Er það ekki sá samanburður sem við þurfum?  Það er ekki til neins að taka með í reikninginn ruglið sem var í gangi á árunum rétt fyrir hrun.  Þá voru menn að græða "Matadorpeninga" sem ekkert gildi hafa í alþjóðaviðskiptum.

Legg til að allir ársreikningar frá 2001 til og með 2009 verði settir á ís og hvergi notaðir til samanburðar, hvorki til góðs né ills.  Þeir hafa ekkert vægi í samanburði. 

 


mbl.is Endurskoða þarf lög um sjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband