Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012

Og hve margir VG þingmenn falla út af þingi í kosningunum?

Ljóst er að flokkurinn mun lenda í verulegum hremmingum í kosningunum og geldur afhroð, vegna svikinna kosningaloforða.   
mbl.is 4 af 12 þingmönnum VG hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottræfilsháttur á undanhaldi.

Sjúkrahús:
Hvernig dettur mönnum í hug að fara í að byggja bæjarfélag yfir ónýt tæki og láglaunahópa? Væri ekki rétt að byrja á réttum stað. Endurnýja búnað, borga mannsæmandi laun til heilbrigðisstarfsmanna og endurskoða síðan heilsugæslu og sjúkrahús á landsbyggðinni.  Að því loknu er tímabært að hugsa að flottræfilshættinum.

Ps.  Margir hafa blásið á þau rök dreyfbýlismanna, að vera með flugvöll nærri stjórnsýslunni í miðbæ Reykjavíkur og Alþingis.  Hvers vegna þarf sjúkrahúsið að vera þar?


Vaðlaheiðagöng:
Víkurskarð flokkast sem hraðahindrun, ekki fjallvegur, enda ekki nema um 325 mys. Nær væri að laga veginn eitthvað og minnka hallann og endurbæta síðan veginn um Dalsmynni. Vilji norðlendingar hins vegar gera þetta sjálfir með stuðningi milljarðamæringanna við Pollinn, er það reyðilaust af minni hálfu.

Bara ekki vera í þessum feluleik með staðreyndir. Það sjá allir í gegnum grát- og lygakór sveitarstjórnamanna á Akureyri og i Eyjafjarðasveit. Einkafyrirtæki getur aldrei staðið undir nafni, ef ríkið á 51% í því og á einnig að bera fulla ábyrgð á verkinu.


mbl.is Opinber fjárfesting í sögulegu lágmarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband