Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

Löngutímabært að sameina þorpin í landnámi Ingólfs.

Magnað, - að stöðugt er verið að tala um hagræðið við að sameina þorp úti á landi, en þegar kemur að þorpunum við Kópavoginn þá er það allt annað mál.

Þegar ekið er um þetta svæði, þarf að vera í meiralagi staðkunnugur til að átta sig á því í hvaða hreppi maður er í það og það skiptið, því í fæstum tilfellum eru skilti sem upplýsa um hreppamörk.

Það meiga þeir þó eiga sem búa úti á landi, að þau mál eru í góðu lagi í flestum tilfellum.

Aðalmálið er þó, að sameina allt "bixið" til þess að lágmarka kostnaðinn í hverjum hreppi, vegna skipulagsmála og sameiginlegra þarfa.  Flest sem skiptir máli er hvort eð er orðið sameiginlegt eða í mjög náinni samvinnu.  

Til að friða smákóngana, má gjarnan vera með einhverja "heimastjórn" í málum sem litlu skipta fyrir heildarhagsmunina. 
mbl.is Sameining er ekki tímabær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Því ekki bara nefna það Reykjavík?

Er ekki löngu tímabært að sameina þessi þorp við Faxaflóa í eitt stórt?

Hver er munurinn að sameina á landsbyggðinni og við Faxflóa?

Ef lítil þorp geta sameinast á landsbyggðinni geta stór við Faxaflóa það einnig. Lítið til þeirra sveitarfélaga sem hafa á umliðnum árum sameinast og takið slaginn alla leið, - enga hálfvelgju.

 Reykjavík = (Kjalarnes, Mosfellsbær, Seltjarnarnes, Kópavogur,Garðabær, Álftanes og Hafnafjörður)

Til þess að virkja smákóngaveldið, má hverfaskipta nýja samfélaginu eitthvað.
mbl.is Vill stofna sveitarfélagið Heiðmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppskerum í takt við það sem við sáðum

Kratakommisararnir Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson handsöluðu Shengen samkomulag í kokteilpartíi, báðir með fulla rænu, - eða þannig sko.

Halldór Ásgrimsson kom síðan og staðfesti þetta "heiðursmannasamkomulag" með undirskrift sinni og varð þar með þáttakandi í þessum gjörningi.

Það hefur enginn viljað upplýsa hvað þessi flumbrugangur Þorsteins og Jóns Baldvins hefur kostað þjóðina í beinhörðum peningum.  Allir vita hins vegar um flæði ógæfumanna til landsins í  misheiðarlegum tilgangi.

það er því orðið löngu tímabært að endurskoða Shengen-samstarfið.
mbl.is Mafíur horfa til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorstein Pálsson sem formann Samfylkingarinnar......

.....þá er hann skriðinn upp í ESB-bólið, þar sem honum líður best og getur malað af hjartans lyst.  Blái fáninn með gullstjörnunum er það sem hann vill sjá. eins og þorri kjósenda SF, sem enn styðja flokkinn.

Kjósendur taka síðan afstöðu til þess hvort þeim hugnast stefna Samfylkingarinnar í næstu kosningu.

Þorstein Pálsson sem formann SF.  Það er málið.  Smile


mbl.is Árni Páll í formannsframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband