Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Róttæk uppstokkun eina svarið.

Núverandi skattkerfi er með innbyggða landsbyggðarfjandsamlega stefnu.  Þetta óréttlæti hefur viðgengist í mörg ár og eru þar allir stjórnmálaflokkar jafn sekir.  Landsbyggðin aflar en ríkisstjórn og borgaryfirvöld eyða.

Fjármunum á að verja á þeim stöðum er þeirra er aflað og þá kemst á jafnvægi í byggðum landsins.  Byggðastofnun, Jöfnunarsjóður, Nýsköpunarmiðstöð og Ferðamálastofa verða í framhaldi óþarfar einnig mætti spara stórfé í nefndarstörfum og “sértækum björgunaraðgerðum”
við landsbyggðina.  Þær nefndir, stofnanir og björgunaraðgerðir stjórnvalda, eru og verða ávallt mislukkaðar eins og ótal dæmi sanna.

Það þarf einnig að skera við trog eftirlitsgeirann.  Þvílíkan frumskóg sem búið er að planta af réttkjörnum fulltrúum landsins, er óhugnanlegur.  Það má ekki baka kökur í eldhúsum landsmanna til að selja til góðgerðarstarfsemi, en á sama tíma er í lagi að elda súpu á Dalvík ofaní 30.000 manns.  Af hverju er það minna hættulegi en að baka kökur en elda súpu í eldhúsum landsmanna?

Annað ruglið er hjá Siglingastofnun.  Lagarfljótsormurinn á Lagarfljóti þarf að vera með björgunarvesti gúmmíbáta með sjálfvirkum sleppibúnaði fyrir alla um borð á meðan sambærileg skip í Evrópu þurfa eingöngu björgunarvesti, björgunarhringi og einfalda fleka.  Búnaðurinn um borð í Lagarfljótsorminum er ekki einasta margfalt dýrari í innkaupum, heldur þarfnast hann meiri sinningu og reglulegt eftirlit sem kostar offjár í hvert sinn.

Ofan í kaupið þarf að greiða til Siglingastofnunar vitagjald, þó enginn sé vitinn við Lagarfljótið.  Síðan tekur steininn úr, það þarf að taka skipið upp á 12 mánaða fresti til að botnskoða í ósöltu vatninu.

Framtakssjóður enn eitt dæmið um ruglið.  Hann var ekki til þegar verið var að virkja við Kárahnjúkana, en það voru lífeyrissjóðirnir hins vegar sem standa nú að Framtakssjóði.  Hver var þáttur þeirra í Kárahnjúkavirkjun?  Enginn minnir mig.  Kárahnjúkavirkjun malar nú gull.

Lífeyrissjóðirnir eru hins í því að sópa upp gjaldþrota fyrirtækjum og redda þeim með því að eyða í  þau almannafé.  Það er ekki flókið verk, svo framarlega að þau fyrirtæki séu stödd í landmnámi Ingólfs heitins Arnarsonar
.

Það sannar best það sem ég skrifa um Framtakssjóð, að þeir treystu sér ekki til að eiga 33% í kapalverksmiðju á Seyðisfirði, sem er með góða arðsemisspá og ekki í samkeppni við aðra sambærilega á Íslandi, en tóku Húsasmiðjuna upp á arma sína 100% sem er tæknilega gjaldþrota og í bullandi samkeppni við aðra í sama geira.


"Markmið FSÍ um samfélagslega ábyrgð

8. Stjórn FSÍ og starfsmenn hans eru meðvitaðir um þá ábyrgð sem fylgir því að ráðstafa fjármunum hluthafa FSÍ, sem eru almannafé, og taka jafnframt tillit til samfélagslegrar ábyrgðar í rekstri fyrirtækja.  FSÍ tekur ekki þátt í fjárfestingum sem orka tvímælis út frá almennum siðferðisreglum."

Hafa stjórnarmenn FSÍ haft 8. grein að leiðarljósi?

Þegar bent er á mismunum, ósamræmi í hlutum og hallann á úthlutun lífsgæða, dettur mönnum það eitt í hug að skipa nefnd til að skoða málið. 

Hverjir veljast í þannig nefndir?  Vinir og vandamenn ráðherra og embættismanna í Reykjavík. 

Hvað vinnst?  Margar síður af einskisnýtum skýrslum. 

Hver er ávinningurinn?  Nefndarmenn fá greitt fyrir sitt framlag. 

Hver er niðurstaðan?  Óbreytt óviðunandi ástand.

Til þess að gæta jafnréttis milli ríkis og sveitarfélaga, verður að bylta skattkerfinu og gjörbreyta.  Öll skattinnheimta verði í höndum bæjar- og sveitarfélaga, sem síðan verði gert að greiða í einn sjóð skv. höfðatölu, öll sömu krónutölu miðað við hvern einstakling óháð aldri og stöðu. 


mbl.is Vill ný lög um Byggðastofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlega fattlaus.

Framsóknarflokkurinn og Guðmundur Steingrímsson hafa aldrei átt samleið.  Það hafa allir séð nema Guðmundur sjálfur. 

Ótrúlega fattlaus drengurinn.

mbl.is „Á ekki lengur heima í Framsókn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðmundur inn Jón Bjarnason út?

Jón Bjarnason hefur setið á púðurtunnu um nokkurt skeið.  Nú er kveikurinn aldeilis farinn að styttast og Jóhanna komin með eldspýturnar á loft. 

Jón hefur setið í trausti þess að ekki hefur verið hægt að stugga við honum, því þá hefði ríkisstjórnin fallið.

Nú er komin upp vænleg staða fyrir Jóhönnu.  Guðmundur situr utan flokka með einhverri dúsu Samfylkingarinnar gegn því að verja hana falli við fráhvarf Jóns Bjarnasonar.

Svo er bara stóra spurningin.  Á hvaða verði kaupir Steingrímur J Sigfússon, ráðherrastólinn  sinn?
mbl.is Gísli Tryggvason úr Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara tímaspursmál um Siv.

Verst að Samfylkingin skuli ekki veita þeim skjól.  Það væri allt of áberandi að plottið hefði mistekist svo hraparlega, um að breyta ESB umræðunni í Framsóknarflokknum.

Til hamingju Sigmundur Davíð!
mbl.is Tilkynnir ákvörðun sína á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryllingsmynd ríkisstjórnarinnar.

Leikstjóri: Jóhanna Siguðardóttir

Leikendur

Steingrímur J Sigfússon
Össur Skarphéðinsson
Katrín Jakobsdóttir
Jón Bjarnason
Katrín Júlíusdóttir
Árni Páll Árnason
Svandís Svavarsdóttir
Ögmundur Jónasson
Guðbjartur Hannesson


mbl.is Sækja um bætur á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið hirðir helminginn.....

...sveitarfélögin borga.  Helmingurinn af þessari hækkun fer til ríkisins í formi skatta. 

Þetta leiðir enn og aftur hugann að skiptingu tekna.  Sveitarfélögin eiga að fá að njóta þeirra tekna af verðmætum sem verða til í heimabyggð. 

Alþingi á að sjá um löggjafavaldið og framkvæmdavaldið á í ríkara mæli að vera hjá fólkinu, þ.e. hjá sveitarfélögunum. 

Hef áður bent á þetta ranglæti.  Hvar eru landsbyggðar þingmennirnir? 
mbl.is Tekjuaukning eða niðurskurður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar Íslendingar stálu lýðræðisdegi Eista

Hin Norðurlöndin voru í mörg ár búin að taka við flóttamönnum og bjarga skipreka fólki frá Baltnesku löndunum og aðstoða á alla lund.  Þetta varð að gerast með gætni, til þess að ögra ekki Birninum í austri.  Grannarnir urðu að gæta að sér til þess að ekki syði upp úr af minnsta tilefni.

Hins vegar voru það Íslendingar, sem skautuðu fram úr á lokasprettinum og voru fyrstir að viðurkenna sjálfstæði Eistlands, í lítilli þökk hinna Norðurlandanna, sem höfðu þó staðið að baki Eistlands, Lettlands og Litháen í mörg ár og aðstoðað á ýmsa lund, svo lítið bar á. 

Hvað gerðu Íslendingar?  Ekkert.  Þegar búið var að setja endapunktinn á verkefnið og sjálfstæðið var í höfn, þá stökk utanríkisráðherrann fram;  "Nú get ég"!

Hafa menn heyrt þennan áður í íslendingasögunum?
mbl.is Íslendingadagur í Tallinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er upp á líf og dauða.

Það verður að finna fjármagn til Landhelgisgæslunnar.  Það er ekki nóg að setja lög og gera kröfur til ákveðinnar þjónustu, en gleyma því að það kostar fjármuni.  Þetta hendir stjórnvöld allt of oft, vinstri höndin virðis ekki hafa hugmynd um hvað sú hægri er að gera.

Hef áður bent á nauðsyn þess að koma björgunarþyrlu út á landsbyggðina og fært sérstaklega rök fyrir því að staðsetja hana á Egilsstaðaflugvelli.

Læknar landsins hafa enn og aftur hvatt til þess að þyrlur verði staðsettar á landsbyggðinni og ekki er hægt að vera meira sammála þeim samþykktum.  Þeir eru hins vegar fastir í að staðsetja fyrstu þyrluna á Akureyri, því þeir líta eingöngu á þyrlur sem tæki til sjúkraflugs. 

Þyrlur eru fyrst og fremst heppilegar til björgunarstarfa við erfiðar aðstæður til sjávar og sveita, en geta nýst ágætlega til flutninga á sjúklingum um styttri veg.

Í ljósi nýlegra yfirlýsinga innanríkisráðherra, Ögmundar Jónassonar um að ekkert fjármagn séu til í ný veggöng milli Eskifjarðar og Norðfjarðar verður ekki annað séð en að verkefnið sé því brýnna sem lengra dregst að það verk hefjist.

Mikil og vaxandi umferð er um hálendið austan lands.  Hópferðabílar hafa lent á hliðinni, slys hafa orðið á hálendinu og leitir hafa staðið dögum saman.  Í þessum tilfellum hefði komið sér vel að hafa þyrlu tiltæka til að auðvelda aðgerðir á staðnum, koma sjúklingum til byggða og jafnvel bjarga mannslífum.

Ég bendi á að um Egilsstaðaflugvöll er mikil flugumferð og í ljósi atburða fyrir nokkru, þegar Fokker flugvél Flugfélagsins varð að lenda þar með annan hreyfilinn dauðan, þarf ekki ríkt ímyndunarafl til að sjá að þá má á ekki mikið út af bera  til þess að flugvöllurinn lokist.  

Ef flugvél brotlendir á flugvellinum á Egilsstöðum, þá er líklegast að vellinum verði lokað og þar með er ekki hægt að lenda venjulegum flugvélum á vellinum til að ná í sjúklinga.  Þyrlur gætu þrátt fyrir það athafnað sig á svæðinu.  

Næsta aðgerðasjúkrahús er á Norðfirði og það tekur þyrlu um 15 mínútur að fara þangað með slasaða  en um klukkustund tekur að fara þessa leið í sjúkrabíl við bestu skilyrði.  Á Norðfirði  er flugvöllur til að ná í sjúklinga, ef flytja þarf þá annað, t.d. til Reykjavíkur.  

Engin sjúkraflugvél er staðsett á Egilsstaðaflugvelli, þrátt fyrir um 12.000 manna byggð innan áhrifasvæðis flugvallarins og frá Austurlandi er lengst að fara á besta sjúkrahús landsmanna. 

Verði óhapp á Akureyrarflugvelli, er einungis um fimm mínútna akstur á mun betra og fullkomnara sjúkrahús en hægt er að státa af Austurlandsfjórungi. 

Það er staðreynd, að best búna sjúkrahús landsins er í Reykjavík.  Næstbesta á Akureyri og síðan slappast þetta allt niður í kofaþyrpingu eins og á Egilsstöðum, þar sem menn skilja bara hreint ekker í því að læknir viji treglega ráða sig til starfa.  

Hvernig reka á sjúkraflug og heilbrigðisþjónustuna er mat til þess bærra manna. Það eru sömu "sérfræðingarnir" sem eru ráðuneyti heilbrigðismála til ráðgjafar um starfsemina vítt og breytt um Ísland og það ráðurneyti sinnir, merkilegt nokk, einnig heilbrigðismálunum hér á Austurlandi. 
Því hljóta sömu rökin að gilda og gæta skal jafnræðis í þessum málaflokki eins og best verður við komið.

mbl.is Hróplegur þyrluskortur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn og aftur, - það er vitlaust gefið.

Þegar farið er ofan í saumana á kjarasamningnum, er talað að um laun hækki um 30.000 kr.  Af þessari upphæð fer um helmingur í skatta, - til ríkisins. 

Sveitarfélögin, sem eru að berjast í bökkum fjárhagslega, þurfa því að rétta ríkinu u.m.þ.b. helminginn af þessari hækkun til starfsmanna sinna.   

Síðan kemur embættismannakerfið og heimtar að sveitarstjórnarmenn sýni ábyrgð í rekstri.  Hverslags rugl er þetta?

Ýtrekað hefur verið bent á að skattakerfið er meingallað.  Það er vitlaust gefið.  Tekjuskipting sveitarfélaga og ríkis eru í tómu rugli.  Sérstaklega er þetta brogað á landsbyggðinni.  Þökk sé landsbyggðarþingmönnum allra flokka.

Það er ekki eðlilegt að meirihluti tekna sem aflað er í sveitarfélagi renni úr greipum heimamanna.  Kerfið verður að vera þannig, til að jafnræðis sé gætt, að allar tekjur verði eftir í því sveitarfélagi sem teknanna er aflað og síðan greiði hvert sveitarfélag til ríkisins sömu krónutölu miðað við höfðatölu óháð aldri íbúa þess.

Alþingi á að fara með löggjafavaldið og framkvæmdavaldið á að flytjast í auknu mæli til sveitarfélaga.

Á meðan þessi ójöfnuður er við líði, næst enginn vitræn niðurstaða í jafnvægi um byggð landsins og fólksflótti heldur áfram á suðvesturhornið og öðrum sveitarfélögum blæðir til ólífis. 


mbl.is Ekki búinn að gefa upp von
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný fjallvegaviðmið, - upphafið að jarðgangaæði?

Nú hafa menn sett ný viðmið í því hvað kallast eigi fjallvegir á Íslandi. Til hamingju Ísland.

Með því að samþykkja að grafa göng undir Vaðlaheiðina, sem ætlað er að leysa af hólmi þann gríðarlega farartálma norðlendinga, - Víkurskarð, eru ný viðmið sett um hvað skal flokkast sem fjallvegur.  Víkurskarð er um 325 metrum yfir sjó.  Ætla má að hér eftir skulu göng grafin, ef fjallvegurinn er 325 metrum  yfir sjó eða meira. 

Ekki trúi ég öðru en að þetta gildi utan Eyjafjarðasvæðisins einnig.  Á Austurlandi lítum við björtum augum til framtíðarinnar. 

Ný göng milli Vopnafjarðar og Héraðs, Seyðisfjarðar og Héraðs, göng milli Norðfjarðar og Eskifjarðar, ein milli Eskifjarðar og Héraðs, milli Djúpavogs og Héraðs og undir Lónsheiðina. 

Veit ekki alveg hvernig menn ætla að tækla göng frá Jökuldal alla lelið í Lauga í Þineyjarsýslu því öll fjöllin eru yfir þessum nýjum viðmiðunum sem sett hafa verið.

Hins vegar er maður hugsi yfir skollalleiknum í kringum þessa sérstöku framkvæmd.  Ríkið á 51% á móti 49% annarra, en megnið af fjármagninu kemur frá ríkinu, - samt er þetta einkaframkvæmd.

Þetta er svo sem ekkert neitt nýtt módel.  Svipað sást þegar bankarnir voru keyptir og önnur opinber fyrirtæki.  Nokkrir kaupa og græða, flytja fjármuni úr verkefninu, en;  - almenningur borgar!

 


mbl.is Fjármögnun ganga tryggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband