Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Útvaldir njóta, almenningur borgar brúsann

Lifið breytist lítið. 

Nokkrir útvaldir fengu bankana á slikk.  Ábyrgð þeirra var slík að borga þurfti ofurlaun til að ofurbankamenn gætu sofið rótt um nótt.  Þyrftu ekki að hafa fjárhagsáhyggjur og gætu beitt sér að fullum þunga fyrir almenning í landinu, án þess að vera þjakaðir af eigin fjáhagsáhyggjum.    Ábyrgðin í raun?  Engin!  Þessir útvöldu fengu að njóta, almenningur borgaði brúsann. 

Fyrrverandi þingmenn og ráðherrar komu þjóðinni á kaldan klaka.  Fengu góð laun við það og nægan tíma.  Ábyrgðin?  Engin!  (Geir??)  Hverjir hirtu laun fyrir afglöp í starfi?  Hverjir eru látnir borga brúsann?


Nokkrum útvöldum var boðið í forsýningu Hörpu, almenningur fékk ekki að njóta, hvorki í útvarpi né sjónvarpi.  Atburðurinn var mikill, hvort sem menn eru með eða á móti verkefninu.  Harpan er byggð með almannafé og RÚV er á framfæri almennings.  Útvaldir njóta, almenningur borgar brúsann.

Af hverju er þetta ekki öfugt?  Af hverju borga þeir ekki ríflega fyrir sig sem eru í góðum álnum.  Væri ekki rétt að boðið væri í miða á forsýningu og vigsluna?  Væri atburðurinn eftirsóknarverður, ættu fjármunirnir að flæða í kassann.  Ekki mun af veita.

Er menningarelítan ef til vill einungis elíta vegna þess að hún þrífst á snýkjum?  Almenningi er síðan gert að borga brúsann.

Eða.....er þetta eini....einungis eini möguleikinn á að fylla húsið?  Þarf að bjóða fólki í húsið til að nýta það að fullu?  Það er sárt, en gerir eftil vill ekki svo mikið til.  Almenningi verður í lokin hvort eð er, -  gert að borga brúsann.


mbl.is Lifnar yfir Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skyggn blaðamaður?

Hinsta för er ferðin þar sem farið snýr ekki aftur, - óvænt endalok.  Síðasta ferð, eða lokaferð er hinsvegar allt annað og fyrir fram áætlað.

Fréttamaður getur skrifað sína síðustu frétt.  Fyrirfram áætlað. 

Fréttamaður skrifaði sína hinstu frétt, því hann var látinn taka pokann sinn vegna óvandaðra vinnubragða.  Óvænt endalok.

Ef til vill hef ég rangt fyrir mér og fréttamaðurinn veit að farið er að fara sína hinstu för, - á semsagt ekki afturkvæmt.  Það er skyggnigáfa og ekki ástæða að gera lítið úr því.  En, - látið NASA endilega vita.


mbl.is Styttist í hinstu för Endeavour
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta ástand er fjármálakreppa hússins.

Þetta hús er íburðameira en samskonar hús sem Kaupmannahafnarbúar fengu gefins.  Þar eru menn í vandræðum að reka það hús, sem var skuldlaust í upphafi vertíðar.  Hvernig verður það hér?  Hætt við að skuldaklafinn verði draugur framtíðarinnar í buddum landsmanna. 

Merkilegast var þó, að landsmenn, sem borga sukkið hvort sem þeim líkar það betur eða verr, fengu ekki að vera aðnjótandi dagskrár fyrsta dagsins í húsinu.  Það voru tímamót, hvernis sem á það er litið og hreinn dónaskapur við íbúa þessa lands að fá ekki að vera þáttakendur í því. 

Að bera fyrir sig tæknilegum ástæðum eru hreinræktað bull, vegna þess að hljómburður í útvarpstækjum almúgans getur aldrei hljómað jafn vel og góður tónlistasalur.  Því er allur slíkur samanburður og afsakanir um að fyrst þurfi að fínstilla salinn áður, - gjörsamlega út í hött.
mbl.is Hættuástandi aflýst í Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flakið er af Heinkel HE111 H5...

....sem liggur á Valahjalla undir Krossanesfjöllum.  Með flugvélinni fórust fjórir ungir menn.  Vélin var að koma frá Noregi í njósnaleiðangur.  Um borð voru tvær öflugar sprengjur.  Við slysið sprakk önnur þeirra, svo bergmálaði í fjöllunum yst í Reyðarfirði.

Flugvélin var árgerð 1941 og var því einungis nokkurra mánaða gömul þegar hún fórst.  Kom af færibandinu í lok janúar og var númer 3900.  Fjöldi þeirra véla sem var framleidd er eitthvað á reiki, en rúmlega 7300 vélar voru framleiddar á árunum 1936 - 1944, en fyrsta flugið var reyndar tíu manna farþegaflugvél sem hönnuð var fyrir Lufthansa.

Í stríðinu var þessari flugvél breytt, þannig að hún nýttist sem sprengivél.  Farþegavélin var með tvo 880Hp BMW mótora.  Það þótti ekki henta fyrir hertól og voru settir stærri mótorar í nýrri módel og margar voru með Jumo 1350Hp.  Í lok striðs voru mórorarnir komnir í 1700 Hp.

Mörgum munum var bjargað úr flakinu, m.a. logbókinni.  Fróðlegt væri að vita hvort einhver veit hvar hún er niðurkomin.  Eins væri akkur í því að fá hluti úr flakinu til varveislu á Stríðsminjasafninu á Reyðarfirði.


Fer réttlætið að standa undir nafni.

Einhverjir eru klárlega með skitu í dag, eftir dóminn.  Mátulegt á þá.

Réttlætið hefur nú um nokkra hríð verið í gíslingu fjárglæframanna, sem hafa ekki einasta haldið sig eins langt frá sannleikanum eins og komist verður, heldur hafa þeir farið hamförum um bánkareikninga landsmanna. 

Þeir voru of seint stöðvaðir í þessum háskaleik og komu nær öllum sjóðum frá almenningi í eigin vasa með sjónhverfingum, sem vísir menn eru nú á fullu að fletta ofan af. 

Það er von mín og vissa að þessi uppljóstrunin gangi áfram vel.

Vonandi verður ekkert bakslag í þessu og þessir ofsafjárfestar fái nú loks að vita hvar Davíð keypti ölið.
mbl.is Bera ábyrgð á eigin lánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveggja hreyfla þýsk herflugvél ferst í Reyðarfirði á stríðsárunum

Í hildarleik seinni styrjaldarinnar fórust margir ungir menn í baráttunni fyrir föðurlandið.  Þrátt fyrir að vera ekki beinn þáttakandi í styrjaldarátökunum, drógust íslendingar inn í baráttu stórveldanna og skyndilega varð Ísland einhvers virði í augum alheimsins. 

Þjóðverjar vildu komast þangað, en bretar urðu fyrri til og hernámu landið, eins og lesa má um viða, m.a. á sérvef ruv, en þar segir:

Hinn 10. maí 1940 urðu þáttaskil í sögu Íslands, en aðfaranótt þess dags steig breskur her á land í Reykjavík. Í Evrópu hafði heimsstyrjöldin síðari geisað í átta mánuði. Þjóðverjar höfðu ráðist inn í Pólland, hernumið Danmörku og Noreg og innrás vofði yfir Niðurlöndum og Frakklandi. Það var Bretum mikil nauðsyn að Ísland félli ekki undir þýsk yfirráð, en það hefði haft slæm áhrif á hernaðarstöðu þeirra á Atlantshafi. Ísland stóð ekki lengur utan hringiðu heimsviðburðanna.

Hingað voru send skip og kafbátar auk þess sem flugvélar þýska heimsveldisins voru á ferðinni og gerðu nokkurn óskunda m.a. hér austan lands.  Nokkrar þessara véla voru skotnar niður viðsvegar um land og í flestum tilfellum fórst áhöfnin með vélum sínum.

Ein þessara véla kom fljúgandi inn á Austurland og vegna dimmviðris við austurströndina fipaðist flugmaðurinn og flaug í Krossanesfjallgarðinn rétt við Snæfuglinn og leifar hennar liggja á svokölluðm Valahjalla.

Áhöfnin fórst öll og var jarðsett á Reyðarfirði, síðar voru lík þeirra grafin upp og flutt til Reykjavíkur og liggja í grafreit þjóðverja í Fossvogskirkjugarði.

Flugvélin var af gerðinni Heinkel HE111 og var með bækistöð á herflugvellinum við Gardermoen, sem er núna aðalflugvöllurinn Norðmanna við Osló. 

Enn er hjúpuð dulúð tilgangur ferðarinnar. 
Var þetta könnunar og njósnaflug? Hver var síðasti viðkomustaðurinn í Noregi.  Var það Sola flugvöllur við Stavanger, eða var hún að koma frá Værnes flugvelli við Þrándheim?

Vélin var ný þegar hún fórst.  Heimamenn sóttu í gott efni til að gera við tæki og tól og smíða nýja hluti.  Svona vandaða bolta höfðu menn ekki handleikið fyrr.  Ýmsa nytsama hluti tóku menn til handagagns og nokkrir hafa skilað sér á Stríðsminjasafnið á Reyðarfirði.  Enn eru margir hlutir til viðsvegar um land.  Hér með eru menn hvattir til að senda þá á safnið, þar sem þeir verða varveittir til frambúðar innan um minjar frá þessum tíma.

Í nokkrum komandi pistlum mun ég fjalla frekar um þennan atburð og draga fram nokkrar staðreyndir og sögulegar skýringar. 

 


Viðskiptaleg furðufuglaflensa.

Þetta lið man ekki stundinni lengur að það var kreppa fyrir nokkrum misserum. 

Þessi furðufuglaflensa er í ætt við alzheimer-sjúkdóminn og fer ekki í manngreinaálit.  Allir geta fengið hann og hann smitast fyrst og fremst með pappír s.s. blaðpeningum, skuldabréfum og hlutabréfum.  Sérstaklega er smitleiðin greið, ef öllum er ljóst að engin innistæða er fyrir þessum pappír.

Þessi sjúkdómur hrjáir ekki einungis þá sem hann hafa og fjölskyldu sjúklingsins.  Þetta mein smitar út um allt samfélagið og þessi faraldur rústar afkomu milljónir manna.

Það á því að vera krafa almennings, þegar þessi einkenni gera vart við sig, skuli menn umsvifalaust vistaðir á viðeigandi stofnun, helst langt frá öðrum til að varast smit. 

Búðir á Jan-Mayen hugnast mér sérstaklega vel. Devil
mbl.is Laun forstjóranna hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofnotkun á orðinu "nauðlending".

Ýtrekað eru blaðamenn með upphrópun um nauðlendingu þegar vikið er frá upphaflegu flugplani.  Það er vissulega alvarlegt mál þegar þarf að lenda einhversstaðar vegna drykkjuláta farþega eða annarra truflunar misgáfulegra farþega.  Í þessu tilfelli var það hins vegar ekki nauðlending hvað þá að farþegaþotnan  "neyðarlenti".

Nauðlending er þegar flugstjóri sendir frá sér neyðarkall um að fá forgang til að lenda vélinni á næsta flugvelli án tafar vegna þess að flughæfi flugvélarinnar er skert eða það yfirvofandi, t.d. aðvörun um eld um borð eða sprengjuhótun.

Læti í rugluðu fólki og fyllibyttum getur seint flokkast undir það, en auðvitað geta verið undantekningar á því.

Dyr á þotum eru þannig úbúnar, að ógjörningur er að opna þær á flugi.  Minni vélar hafa sumar hverjar hinsvegar þann möguleika á að opna á flugi.  Það átti ekki við í þessu tilfelli, ef fréttin er að öðru leyti rétt og því nær að fjalla um öryggislendingu.


mbl.is Reyndi að opna flugvélarhurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar 400 metrar er langt innanhúss.

Fyrir nokkrum árum var í fréttum lífsreynslusaga ungra foreldra sem þurftu að flytja fárveikt barn sitt af barnadeild yfir á bráðadeild, um 400 metra leið. 

Það þótti fréttnæmt að þurfa að fara alla þessa leið með sjúkling.

Þeir sem eru að fjasa um að leiðin um Reykjanesbrautina skipti ekki sköpum í sjúkraflutningi af landsbyggðinni, ættu að hugleiða þá frétt.


mbl.is Mannfórnir færðar ef flugvöllurinn fer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Schengen, - óráð tveggja ráðherra.

Þeir Þorsteinn Pálsson, (forsætisráðherra) og Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) handöluðu gjörninginn um Schengen.   Þeirra óráð hafa lengi reynst landi og þjóð dýr. 

Atlandshafið eru umhverfis Ísland eru náttúruleg landamæri, landamæri sem er með skársta móti að vakta.  Innlimun í Shengen er því bara áþján á þjóðarbúið.

Nú er tímabært að taka púlsinn og þá kemur væntanlega í ljóst að þessi ráðstöfun var landinu ekki til framdráttar, svo ekki sé  minnst á það hvað herlegheitin hafa kostað.

 

 


mbl.is Vilja endurskoða Schengen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband