Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Krefjum EFTA svara.....

....á hvern hátt aukið skrifræði (EFTA, ESB, EASA) hafi stuðlað að bættu flugöryggi í einkaflugi.

Hvað hefur flugslysum fækkað mikið á flogna flugstund í Evrópu?
Gefur það tilefni til þess að íþyngja einkaflugi í Evrópu?
Hvað hefur einkaflugið dregist mikið saman árlega í prósentum á sl. 5 árum?
Hvað hefur EASA þanist mikið út árlega í prósetum á sl. 5 árum?
Hvað kostar rekstur EASA árlega?


mbl.is ESA krafðist skýringa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kökubakstur og einkaflug

Fyrir nokkru rataði það í fréttir að nokkrar mæður á Akureyri áformuðu að baka muffins til að selja og gefa ágóðann til góðgerðamála.  Sama var upp á teningunum þegar mæður skáta á Egilsstöðum áformuðu bakstur til ágóða fyirir skátastarfið.  Fréttin var semsagt sú, að heilbrigðisyfirvöld stoppuðu gjörninginn vegna þess að það var ekki stoð fyrir því í lögum og ekki leyfilegt að nýta eldhúsið heima til að framleiða afurð til sölu.

Undanfarin ár hafa Dalvíkingar verið með magnaða fiskiveislu og boðið heim.  Fiskurinn er matreiddur í eldhúsinu heima og gefinn gestum og gangandi.  Enginn hefur amast við þessu.

Hver er munurinn?  Sama eldhúsið og sömu mæður leggja sig í verkið.  Sælla er að gefa en þyggja en er eitthvað hættulegra að selja en að gefa.  Gera sýklar greinamun á seldri vöru og gefinni?  Er þetta ekki frekar skattamál en heilbrigðismál?
Afsökunin er tilskipun frá ESB.

Nú hefur landbúnaðarráðherra tekið í taumana og undanþága hefur verið veitt fyrir þessum „glæp“.

Einkaflugmenn hafa flogið um loftin blá á flugvélum sem flestar eru smíðaðar í Bandaríkjunum.  Nú hafa þeir í Brussel komist að því að það er stórhættulegt að fljúga flugvélum sem hafa ekki réttann stimpil frá „kerfinu“ í Evrópu.  Semsagt flugvélar sem hafa flogið lukkulega um loftin blá í tugi ára eru nú allt í einu hættulegar vegna þess að þær hafa ekki rétt útfylltu pappírana.  Hvað breytti skyndilega flughæfi þessara loftfara?
Það er tilskipun frá ESB.

Með réttu eyðublöðunum er auðvelt að auka flughæfi flugvéla aftur.  Það stríðir hins vegar gegn lögmálunum um loftflæði um vænginn, sem fram að þessu hefur þótt gott lögmál.  Eyðublaðaúrvinnslan útheimtir hins vegar talsverða vinnu og það kostar fúlgur fjár. 

Eyðublaðabunkinn um eina eins hfeyfils flugvél er eins og um Júmbóþotu í farþegaflugi.  Þetta getur ekki talist eðlilegt og er að ganga að einkafluginu dauðu með þessum auknu álögum.   Ekki verður í fljótu bragði séð, að eyðublöð auki flugöryggi svo neinu nemi.

Ísland er langt frá landamærum annarra Evrópuríkja og líkur á að einkaflugmann lendi óvart innan landamæra annars ríkis þar með engar.  Þetta skilja reglugerðasmiðir í Evrópu ekki og það sem verra er að það eru 63 þingmenn á Íslandi sem skilja þetta ekki heldur.  Þeir sóttu því ekki um undanþágu frá þessu regluverki á sínum tíma hjá ESB.

Er einhver von til þess að innanríkisráðherra feti í fótspor flokksbróður síns og vindi ofan af þessu rugli, sem lítið sem ekkert á skylt við flugöryggi?


mbl.is Orðalag vegna Nató mildað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrælar klukkunnar?

Nú er komið að þeirri árlegu, seinni athöfn í Evrópu að færa klukkuna til baka og nú gildir vetrartíminn þar til næsta vor, að hún verði færð fram yfir í sumartímann.  Þannig hefur þetta verið í mörg ár og þannig verður þetta í einhver ár enn. 

Fyrstu dagana eftir þessar tímabreytingar fer stór hluti samfélagsins í Evrópu úr skorðum vegna þess að fólk er utan við sig og fylgist ekki nægjanlega með.  Það er að mæta á vitlausum tíma í vinnuna, skólabörn ruglast  í ríminu , samgöngukerfin fara úr skorðum og svona mætti áfram telja.

Við þessar breytingar hrökkva alltaf einhverjir Íslendingar upp og heimta sömu aðgerðir hér.  Þeir skilja illa að við færðum fram klukkuna 1968 og höfum síðan þá keyrt á sumartíma.  Með því að færa sumartíma enn frekar fram, erum við að rugla baugstímann um tvær klukkustundir.

Þeir sem eru svona þjakaðir af þessum tímamismun ættu frekar að beina kröftum sínum að því að koma á sveigjanlegum vinnutíma og uppfæra samninga í samhengi við það.  Það á ekki vera trúarathöfn að vakna klukkan 08:00 og mæta í vinnuna klukkan 09:00 þegar hægt er að fara á fætur klukkan 07:00 og vera komin í vinnustöð klukkan 08:00.  Á mörgum vinnustöðum er mjög auðvelt að vera með breytilegan vinnutíma á meðan aðrir geta það ekki.  En það er hvort eð er ekki hægt gera svo öllum líki.

Í sjálfu sér skiptir litlu máli að breyta klukkunni, - en það skiptir enn minna máli að gera það ekki. 

Í nútíma samfélagi skiptir miklu máli tími og tímasetningar.  Allt samfélagið er klukkuverk þar sem tími er hluti af stoðkerfinu.   Kjarasamningar eru rígbundnir við tíma.  Opnunartímar banka eru rígbundnir við tíma.  Samgöngur eru rígbundnar við tíma.  Þetta eru bara nokkur dæmi.  Þess vegna er óráðlegt að rugla fram og til baka með tímann.

Tímalega væri nær að vera sveigjanleg, heima, í vinnunni, í skólanum og í fríinu.  Við eigum ekki að vera þrælar klukkunnar.  Við verðum að læra að vinna með tímanum og klukkan á að vera leiðbeinandi viðmiðun, - ekki yfirþyrmandi ógn.

mbl.is Klukkan færð til um klukkutíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er bara að bretta upp ermar......

.....og fara aftur út í þjóðfélagið og fara að ganga á skjön við samþykktir landsfundarins.

Shocking  Ísland úr Nato?
Sleeping  Hagsmunum Íslands best borgið utan ESB?
W00t  ...og svo framvegis....


mbl.is Litlar breytingar á stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það áhættunar virði að lifa?

Það er orðið ögn sérstætt að lifa í þessum heimi.  Hingað til hefur hver og einn verið sinnar gæfu smiður.  En nú er öldin önnur.  Endalaust spretta upp hópar, sem hafa það að atvinnu að bera þessar byrgðar fólks, - gegn vægu gjaldi.  Hópar þessir eru á ríkiframfæri og stækka með ógnarhraða. 

Það má ekki fljúga einkavélum, nema fylla út bílfarma af pappír, sem raða á í hillur skrifstofufólksins, sem er að fórna sér fyrir einkaflugmenn.  Auðvitað er það í nafni flugöryggis.  Ef fyllt er rétt út í öll form á A4 pappírnum, geta menn áhyggjulaust flogið um allt.  Þvílíkur lúxus.  Verst að það kostar álíka mikið og sú upphæð sem maður hefur fram að þessu leyft sér í þann munað að stunda einkaflug. 

Auðvitað er flugöryggið framar öllu og þegar búið er að fylla út alla pappíra, borga fyrir skýrteini og endurnýjun, fá árlegt læknisvottorð, ársskoða flugvélina og borga bæði fyrir skoðun og endurnýjun, þá er dæmið orðið það dýrt að maður fer hvergi. 

Getur öryggið orðið meira í flugi.  Ekkert flug = ekkert flugslys. 

Þetta sér náttúrulega hver heilvita maður að þetta gengur alveg upp.  Tilgangurinn helgar meðalið og fyrirhyggjan alsráðandi.

Ísland er langt úti í hafi, umkringt náttúrulegum landamærum, langt til næsta lands.  Þrátt fyrir alla þessa papísvinnu, þurfum við enn að undirgangast ströng skilyrði til að fljúga milli landa.  Við þetta ósanngjarna kverkatak yfirvalda á einkafluginu, hefur ekkert verið slakað á þessum kröfum.  Því spyr maður til hvers eru þessar kröfur gerðar til einkaflugmanna?  Þeir eru fullkomlega heimaskítsmát hvort eð er og fara ekki utan. 

Fyrir hverja eru þá þessar reglur? Spyr sá sem ekki veit.  Er þetta gert í þeim eina tilgangi að skaffa vinnu hjá Flugmálastjórn Íslands?  Hvaða aðrar hvatir lyggja þarna að baki? 

Er furða þó maður velti fyrir sér.  Er það áhættunnar virði að lifa á þessum síðustu og verstu tímum?  Jú, - auðvita er það þess virði.  Sérfræðingarnir sjá um að ekkert hendi okkur sauðsvartan almúgann, - gegn gjaldi.


mbl.is Evrópureglugerð kyrrsetur flug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískar ofsóknir Samfylkingarinnar

Þeim væri nær að skoða söguna um ástæðu einkavæðingar yfirleitt.  Ríkisafskipti eru ekki í anda ESB.

Vinna við einkavæðingu bankanna hófst  upp úr 1990, þegar Jóhanna Sigurðardóttir var í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar.  Vinnan hélt síðan áfram í ríkisstjórn Davíðs Oddsonar, þar sem Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson héldu verkefninu við.  

Jóhanna Sigurðardóttir, sem vann í mörg ár að einkavæðingu bankanna, var klöppuð upp sem formaður Samfylkingarinnar á landsfundi þeirra um síðustu helgi.
mbl.is Ummælin ekki pólitísk afskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin slettir mykju út skíthúsi

Það er með ólíkindum hvað fulltrúar Samfylkingarinnar fara mikinn í þessu máli og kjósa að snúa öllu á haus.  Sannleikann má hins vegar finna í skriflegum gögnum, svo ekki hefði þurft að fara með þetta fleypur sem fulltrúar Samfylkingsrinnar velja að fara fram með í þessu máli.  Það jákvæða við þetta er að þarna er Samfylkingunni rétt lýst og fólk fær að sjá með eigin augum þvæluna sem frá þeim vellur.

http://rna.althingi.is/html/vidauki1.html 

"Íslensk stjórnvöld hófu fyrir alvöru að undirbúa einkavæðingu ríkisfyrirtækja upp úr 1990, en segja má að bylgja einkavæðingar hafi hafist með stjórn Margaret Thatcher í Bretlandi og náð í kjölfarið vaxandi fylgi víða um heim. Markmiðið var að draga úr ríkisrekstri og þar með vaxandi ríkisútgjöldum."

Hverjir voru þá í íslensku ríkisstjórninni?

http://www.stjr.is/Rikisstjornartal/nr/25

Þriðja ráðuneyti Steingríms Hermannssonar: 10. september 1989 - 30. apríl 1991.
  • Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og (frá 23.02.1990) ráðherra Hagstofu Íslands
  • Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra
  • Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra og viðskiptaráðherra
  • Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra
  • Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra
  • Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra
  • Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra
  • Svavar Gestsson, menntamálaráðherra
  • Steingrímur J. Sigfússon, samgönguráðherra og landbúnaðarráðherra
  • Júlíus Sólnes, umhverfisráðherra, samstarfsráðherra Norðurlandanna og (til 23.02.1990) ráðherra Hagstofu Íslands
  • Óli Þ. Guðbjartsson, dóms- og kirkjumálaráðherra

Finna menn hér einhver kunnugleg nöfn, sem eru í núverandi ríkisstjórn?

Ráðuneyti Davíðs Oddssonar tók síðan við keflinu og hélt vinnunni áfram þar sem frá var horfið.  Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson handsöluðu m.a. Shengensáttmálann í kokteilpartíi, þannig að það varð illa snúið af þeirri braut. 

Á svipuðum nótum voru fyrstu skefin í einkavæðingunni. 

Fyrsta ráðuneyti Davíðs Oddssonar(30. apríl 1991 - 23. apríl 1995)
  • Davíð Oddsson, forsætisráðherra og ráðherra Hagstofu Íslands
  • Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra
  • Jón Sigurðsson, (til 14.06.1993) iðnaðarráðherra og viðskiptaráðherra
  • Jóhanna Sigurðardóttir, (til 24.06.1994) félagsmálaráðherra
  • Sighvatur Björgvinsson, (til 14.06.1993) heilbrigðisráðherra, (frá 14.06.1993) iðnaðarráðherra, viðskiptaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna, og (frá 12.11.1994) heilbrigðisráðherra
  • Þorsteinn Pálsson, dóms- og kirkjumálaráðherra og sjávarútvegsráðherra
  • Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra
  • Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra
  • Halldór Blöndal, samgönguráðherra og landbúnaðarráðherra
  • Eiður Guðnason, (til 14.06.1993) umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna
  • Guðmundur Árni Stefánsson, (frá 14.06.1993 til 24.06.1994) heilbrigðisráðherra, og (frá 24.06.1994 til 12.11.1994) félagsmálaráðherra
  • Össur Skarphéðinsson, (frá 14.06.1993) umhverfisráðherra
  • Rannveig Guðmundsdóttir, (frá 12.11.1994) félagsmálaráðherra
Eru einhver kunnuleg nöfn hér að framan?

Ríkisstjórn sem tók við 1995 kláraði síðan ferlið sem hafði verið í vinnslu í fimm árin á undan, - með fulltingi krata.

Það passar hins vegar krötum bærilega að slá núna pólitískar keilur og ljúga að þjóðinni og þykjast hvergi hafa komið nærri.  Sá lygavefur er ekki einskorðaður við þetta mál hjá krötum, - því miður.

Halda menn virkilega að það hafi þóknast krötunum eitthvað sérstaklega illa, þær athugasemdir frá ESB um að aflétta allri ríkisvæðingu þar sem því var við komið? 

Halda menn að að kratar hafi ekki séð að dropinn holar steininn og því fleiri lagfæringar sem væru gerðar í anda ESB auðveldaði umsókn inn í sæluríki krata

Einkavæðing bankanna var bara eitt púslið í þeirri vegferð.  Þegar sagan er skoðuð samhengi, þá eru allir flokkar viðriðnir þessa einkavæðingu á einn eða annan hátt.

Kratar voru þó oftast í þeim ríkisstjórnum, ef menn skoða með opnum augum þær ríkisstjórnir sem komu að þessu verki.
 

Og það breytir engu að segja að flokkarnir hafi ekki einu sinni verið til á þessum tíma, vegna þess að það verður eingöngu hártoganir um feluleik og kennitöluflakk, sem þykir ekki lengur par fínt. 

Það eru einstaklingarnir í lykilstöðum flokkanna sem skipta máli, ekki hvaða kennitala flokkarnir bera í dag.

Það eru líkin í lestinni sem lykta, - ekki nafnið á brúnni.


mbl.is Þarf að endurreisa trúverðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finnska merin verður fyrir kynferðislegu ofbeldi

Samkvæmt finnska vefmiðlinum  www.makaainternet.fi kom Sirkku Peltola, eigandi finnskrar meri, að tveimur mönnum inn í stíu merarinnar á býli sínu í Katoaminen  við Näkymätön suður af Helsinki.  Annar mannanna hafði sett á hana múl til að auðvelda hinum verkið. 

Aðspurðir gátu þeir engu svarað öðru um gjörðin sínar en: ”Þetta er ljóta bullið.  En það verður lesið mun oftar en færslan um Finnska hestinn hér næst á undan”.


"Finnski hesturinn" í boði Leikfélagsins.

Fór á frumsýningu Leikfélags Fljótsdalshéraðs á leikritinu „Finnski hesturinn“ eftir Sirkku Peltola. Frá því er skemmst að segja að sýningin var afbragðs afþreying og eitt af því besta sem ég hef séð hjá leikfélaginu. 

Ég hvet því alla Egilsstaðabúa (og aðra) að sleppa því eitt kvöld að taka "heimasetuafþreyingartöflurnar" sínar og skella sér á sýningurn.  Ekki skaðar að grípa með sér góða skapið í leiðinni.  Leikendur skila aldeilis afbragðsstykki til gesta og ekki skemmir fyrir að þetta er lúmsk ádeila á ESB.

Sýninginarnar eru í Valaskjálf, sem er "okkar" leikhús, þó bæjarfulltrúar liðinnar bæjrarstjórnar hafi selt húsið í bráðræði fyrir margt löngu. 

Þessir fyrrverandi bæjarfulltrúar eru nú flestir, pólitískir flóttamenn í öðrum sveitarfélögum.  Blessuð sé pólitísk minning þeirra. Sick

Léttir hjá samfylkingarfólki.......

.....að þurfa ekki að kjósa um toppana og geta þar með firrt sig allri ábyrgð á forustuliðinu.

Það er einnig mun heppilegra fyrir forustuna að ekki sé kosið.  Þá kemur ekkert upp á yfirborðið sem túlka má sem gagnrýni á hana.  Ekkert kemur fram er sýnir sundrungu, sem gæti birst í formi auðra atkvæða og/eða að aðrir fengu atkvæði.  Það gæti einnig upplýst óþægilegan sannleika um að viðkomandi væri ekki jafn vinsæll í hópnum eins og ítrekað er gefið í skin. 

En, - auðvita skapar þessi aðferði minni leiðindi hjá söfnuðinum.  Í lokin hverfa kjörnir fulltrúar glaðir á braut, fullir sjálfumgleði og sjálfsblekkingar um að allir séu sáttir við þá og þeirra gjörðir.  Þetta leiðir til þess að menn/konur fari heim, án þess að líta í eigin barm og án þess að íhuga hvað betur mætti gera, hvar mætti skerpa áherslur og hvar þyrfti skjóta frekari stoðum undir. 

Svona ráðstefnur skila litlu, skerpa fátt.  Þær eru í besta falli leið til að kitla hégómagirnd nokkurra einstaklinga, sem eru þó oftast uppfullir af henni fyrir. 
mbl.is Dagur sjálfkjörinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband