Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Ef fjámunirnir mundu ekki renna beint í sukkið í Reykjavík....

....þyrfti hvorki byggðarstofnun né aðrar björgunaraðgerðir, sem eru ekkert annað en sjálfskaparvíti okkar vegna þess að í hverju þjóðfélagi býr skrímsli, sem kallast "KERFIÐ".

KERFIÐ er þungt í vöfum.
KERFIÐ þvælist fyrir t.d. er ekki hægt að flytja til landsins hvítvoðung frá Indlandi sem hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt.
KERFIÐ tekur ekki til greina hvar teknanna er aflað.
KERFIÐ tekur lögin í sínar hendur og vinnur úr þeim á sinn hátt.
KERFIÐ er að rústa heilsugæslunni á landsbyggðinni.
KERFIÐ telur á sama tíma að nægt fjármagn sé til að byggj HÁTÆKNISJÚKRAHÚS
KERFIÐ fækkar möguleikum á að nýta fólkið sem við menntum.
KERFIÐ áttar sig ekki á nauðsyn þess að fækka háskólum í tvo, hjá 318.000 manna þjóð.
KERFIÐ áttar sig ekki á því, að í menntun gildir; framboð, eftirspurn og gæði.
KERFIÐ er búið að verðfella menntunina í landinu með fíflalegum áherslum.

Þetta er ekki allt.

Þeir sem fundu upp KERFIÐ eru blekbyttur (byrokratar) sem eru eins og krabbamein í hverju landi og vinna að því að hægja á samfélaginu og lengja allar boðleiðir.  Þeir flækja síðan lögin þannig að mjög erfitt er að vinna eftir þeim og forskrúfa alla hluti það rækilega að nær öruggt er, að ekki verður hægt að draga neinn þeirra til saka fyrir vanrækslu.  Í KERFINU er hægt að benda hver á annan.


mbl.is Byggðastofnun þarf 3,5 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta lagast ekki fyrr en framkvæmdavaldið færist heim í hérað....

....og tekjur, sem aflast þar, verðin notaðar í heimabyggð.   Það er gengn öllu réttlæti að fjármunir renni nær óskiptir í hítina í Reykjavík og síðan þurfa fulltrúar landsbyggðarinnar að slíta þá til baka með glóandi töngum.

Skattkerfið verði stokkað þannig upp, að allir skattar verði innheimtir á heimaslóð og síðan greitt eftir höfðatölu í ríkiskassann til að reka löggjafasamkunduna (Alþingi) og þær stofnanir sem nauðsynlegt er að reka til almannaheilla.

Allar stofnanir, sem beinlínis þurfa ekki að vera í Reykjavík, veði fluttar annað. 
mbl.is Margir á fundi um atvinnumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvenju ósvífinn fréttastjóri RÚV.

„Óvenju ósvífið að halda að RÚV taki við leiðbeiningum um hvað sé fréttnæmt“                          

Gunnar Gunnarsson skrifar frétt í www.agl.is föstudaginn 21 jan. sl með þessari yfirskrift.  Áfram heldur hann:

„Óðinn Jónsson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, hafnar því að efni á fréttastofu sé unnið eftir listum frá forsvarsmönnum sveitarfélaga. Hann vonast til að aðrir Austfirðingar hafi meiri skilning á hlutverki fjölmiðla en þeir sem sendi fjölmiðlum slíka lista. „

Og áfram í þessum dúr:

„Þetta er einstakt og óvenjulega ósvífið að láta sér til hugar koma að Fréttastofa RÚV taki við leiðbeiningum frá sveitarstjórnarmönnum eða nokkrum öðrum um hvað sé fréttnæmt og hvað ekki.,“ sagði Óðinn í samtali við Agl.is í dag. „Ég tek þetta ekki alvarlega. Vona bara að aðrir í þessu ágæta sveitarfélagi hafi meiri skilning á hlutverki fjölmiðla.“

Upphaf þessa máls er að formaður SSA og bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, hafði sagt frá því að hann hefði óskað eftir því að fréttamaður RÚV á Austurlandi tæki jákvæðara sjónarhorn á fréttaflutningi sínum úr fjórðungnum.  Jafnframt voru ábendingar sendar um helstu mál sem umræddur fulltrúi vildi sjá fjölmiðla fjalla um.

Viðbrögð fréttastjóra RÚV eru í senn hrokafull og sorgleg.  Þarna fer maður fyrir fréttastofu, hver á að túlka hlutlaust það sem fram fer og til þess að sinna því verkefni, vill hann að fréttastofan geti starfað sjálfstætt og haft fullt mál- og skoðanafrelsi til að „matreiða“ fréttir og fréttatengt efni ofan í landsmenn.   Þetta vilja fréttamenn gera á sinn eigin hátt.  Þetta er í sjálfu sér gott og blessað.  En þetta eitt og sér gefur fréttamönnum ekkert einkaleyfi á því að koma fram með sínar skoðanir og sjónarhorn á líðandi stundu. 

Eins og allir vita, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, litast oft umfjöllunarefni skoðunum þess sem frá segir, hversu ákveðinn sem viðkomandi er í að gera það ekki.  Þetta er mannlegt og ekkert við því að segja. 

Því skýtur það skökku við, þegar frétta- og dagskrárgerðarmaður hrekkur upp af standinum við það eitt, að einhver hefur samband og er á allt annarri skoðun og viðrar hana við viðkomandi.  Frétta og dagskrárgerðamaður, sem nýbúinn var að koma með sinn eigin viknil í einhverju máli, verður oftar en ekki, fjúkandi illur á því að einhver annar skuli vera það ósvífinn að hafa aðra skoðun á málinu.  Svo tekur steininn úr að vera ofan í kaupið það óforskammaður hringja í fréttamanninn og halda fram annarri skoðun og verja hana.  Sveiattan.

Hér eru menn nú heldur betur komnir fram úr sjálfum sér, því það er málfrelsi á Íslandi og það gildir um alla.    Frétta- og dagskrárgerðamenn hafa engan einkarétt á því.  Mál- og skoðanafrelsi er bundið í landslög.  Frétta- og dagskrármönnum er hins vegar frjálst að taka gildar ábendingar sem þeir fá, - eða hunsa.

Svona hroka á að uppræta.  Menn sem svona láta, eru orðnir sjálfum glaðir og heimaríkir, svo ekki sé dýpra á árina tekið.  Þeir eru hættulegir lýðræðinu og  ættu að velja sér starfsvettvang þar sem mannlegra samskipta er ekki krafist.

Ráðherra að pissa í skóinn sinn.

Exel möppudýrin ráðast enn á líssgæðin og auðveldasta skotmarkið er fólkið á landsbyggðinni.  Það er lengst frá skrifborðum ráðuneytanna og því þægilegast að skjóta þau niður úr fjarlægðinni. 

Ekki hefur verið bruðlað með almanna fé á þessum stofnunum. Húsin eru bæði gömul, þröng og smá.  Aðstaðan er þannig að læknar fást ekki til þess að vinna við þær aðstæður.  En það vita "sérfræðingarnir" í Reykjavík auðvitað ekki.  Þeir hafa ekki lagt á sig að fara austur og kanna málið í eigin persónu.  Það er svo langt austur að þangað kemst enginn nema fuglinn fljúgandi.

Þessir sömu "sérfræðingar" eru síðan að fletta teikningum af HÁGÆÐASJÚKRAHÚSI við Hringbrautina sem kostar okkur milljarða að byggja. 

Halló
!!!
, er þetta ekki sama tóma ríkisbuddan?? 

Hvernig er hægt að bera það á borð fyrir okkur, að engir fjámunir séu til í rekstur heilsugæslunnar á landsbyggðinni, þegar sömu "sérfræðingarnir" eru á sama tíma að hrinda af stað enn einu fjármálasukkinu í Reykjavík.

Nú er nóg komið, - burt með þessa vanhæfu starfsmenn!!
mbl.is Ráðuneyti setur niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögmundur lætur Jóhönnu ekki slíta undan sér aftur.

Menn verða að virða þetta við Ögmund.  Brennt barn forðast eldinn.  Jóhanna er búinn að slíta undan Ögmundi einusinni áður og hikar ekki við að gera það aftur. Auðvitað er betra að sitja áfram, sér í lagi þegar hægindin kosta ekki meira en, - skitna VG sannfæringu. 
mbl.is Styður Icesave að óbreyttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styður það sem ég hef áður sagt....

.....ef, - ég segi ef flugvöllurinn þarf að víkja úr Vatnsmýinni, er það krafa okkar fuglaáhugamanna, að Vatnsmýrin verði færð í sitt upprunalegt horf og gerð aftur að friðlandi gæsa og annara votlendisfugla, sem sækja okkur heim.


mbl.is Salatbar fyrir gæsir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta skrefið er að loka háskólum á Íslandi.

Við höfum ekkert við menntafólk að gera, ef það hefur ekki vinnu við sitt hæfi að loknu námi.

Þó það sé göfugt markmið, þá höfum við því miður ekki efni á því að fræða fólk, sem flytur full menntað úr landi, nema til komi endurgjald frá því landi sem flutt er til. 

Það er ef til vil það sem stefnt er að; - flytja menntafólkið úr landi gegn hóflegu gjaldi.  Það rímar hins vegar ágætlega við þankagang þeirra, - "sem vilja gera eitthvað annað".
mbl.is Vögguvísur yfir atvinnulífinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þó það komi þessu máli ekki beint við Össur....

...væri þá ekki rétt af þér að loka þessari vitavonlausu utanríkisstofnun sem þú veitir forstöðu og í leiðinni að spara hundruði milljóna. 

Veit ekki hvort þú hefur áttað þig á því, að Íslenska utanríkisþjónustan er um 100 árum á eftir sinni samtíð.  Það er búið fyrir löngu að finna upp faxtækin, sem reyndar eru að verða útelt núna, en tölvurnar hafa tekið við keflinu og hægt að sinna þeim fáu málum sem þarf að sinna á annað borð.

Bara svona rétt að minna á það einnig.  Allt þitt sérfræðingastóð hefur enn ekki megnað að flytja til landsins lítinn Íslenskan dreng frá Indlandi. 

Hvers vegna ekki? 

Það tók ekki nema nokkur dægur að flytja inn Bobby Fisher, sem þó var eftirlýstur af Bandarískum yfirvöldum og sat auk þess á bak við lás og slá.

Össur, - hefur þú heyrt söguna um Jón og Séra Jón.  Á hún eftil vill við hér?
mbl.is Heyrt meiri hávaða úr ræðustól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkistjórnin ætti að senda þakkarbréf.....

.....til allra þeirra sem flutt hafa úr landi á síðustu vikum og mánuðum og tekið af henni ómakið að hafa áhyggjur af enn meira atvinnuleysi en nú er. 

Um 12.000 manns hafa flutt á síðasta ári.  Þetta fólk er hetjur í mínum augum, vilja frekar flytja utan og freista gæfuna þar, í stað þess að þiggja ölmusu og bíða í röð eftir matarúthlutun.

Hvaða áhyggjur hefur ríkisstjórnin?  Ekki af atvinnuleysi, - það er alveg ljóst.  Fram að þessu hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar verið eins og staðið hrossastóð í allri atvinnuupbyggingu. 

mbl.is 15,4% ungs fólks án atvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða ráð geta 101 Reykjavík gefið?

Nú er ljóst að landsbyggðinni blæðir verulega.  Verði ekkert aðgert, er þetta bara upphafið að endalokum Vestfjarða.  Núna heyrist hvorki hóst eða stuna frá sötrandi kaffiþömburum í 101 Reykjavík.  Ekki vantaði að mannvitsbrekkurnar á þeim bæ höfðu lausnir á hverju strái (eða fjallagrasi) þegar verið var að byggja virkjanir og álver á Austurlandi.  Enn í dag, trúir þorri þambaranna að þær framkvæmdir séu upphafið að alheims hruninu. 

Við á Austurlandi vitum nákvæmlega hvernig ykkur Vestfirðingum líður.  Við værum í svipuðum sporum ef þessi innspýting hefði ekki komið til hér eystra.

Eina lausnin sem er í sjónmáli, er að stokka spilin og gefa allt upp á nýtt.

  1. Tekjur verði eftir í landshlutunum þar sem þeirra er aflað.
  2. Kvótanum verði skilað og úthlutað landsbyggðinni.
  3. Höfuðborg Íslands verði kvótalaus.
  4. Kosin verði ný stjórn í höfuðborginni svo fljótt sem unnt er og eru allir landsmenn kjörgengir.  Einn maður eitt atkvæði.
  5. Heimilt verði að leigja kvótan hann út aftur. 
  6. Stranglega bannað að selja kvóta eða veðsetja.
  7. Utanríkisráðuneytið sett í úreldingu og lokað og öll sendiráð ríkisins og eignir seldar.
  8. Ráðherrar á eftirlaunum verða sendir í launalaust "orlof".
  9. Stoppa alla frekari vinnu við svokallað hátæknisjúkrahús og dregið úr öðrum flottræfilshætti.
  10. Þingmenn verði síðan sendir í launalaust orlof fram yfir stjórnlagaþingslok.


Þetta er það sem þarf að gera strax með bráðabirgðalögum.


mbl.is Neyðarblys á Flateyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband