Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Er forgangsröðin í lagi?

Það er merkilegt að fylgjast með núverandi stjórnvöldum.  Forgangsröðin virðist sífellt vera á skjön við alla almenna skynsemi. 

Er nauðsynlegt núna, frú heilbrigðisráðherra, að vera að gera mál úr því hver talar við hvern og í hvaða röð?

Það hefur lengi verið ljóst, að það er ekki allt í lagi á stórnarheimilinu.  Daglega upplýsa ráðherrar ríkistjórnar getu-, ráð og dugleysi sitt og opinbera vanmátt sinn fyrir alþjóð.

Hæstvirtur félagsmálaráðherra Árni Páll Árnason, hafði um daginn föðurlegar áhyggjur af matargjöfum til fjölda fólks á landinu, fólki sem hafði hvorki til hnífs né skeiðar.  Hann vissi ekki hvernig ætti að finna fjármuni til að metta þann fjölda. 

Á sama tíma er flokkur hans í ótímabærri útrás við að koma Íslandi inn í ESB, í óþökk meirihluta þjóðarinnar.  Væri ekki nær að hætta þeim hráskinnaleik og nýta þá fjármuni til fátækra og annara þarfra verka innanlands? 

Á sama tíma vill ríkisstjórnin einnig greiða Icesavereikninga óreiðumanna í útlöndum, sem hafa næga fjarmuni handa á milli.

Það er greinilega ekki allt í lagi með forgangsröðina hjá stjórnarliðum!


mbl.is Bréf byggt á „misskilningi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband